Saga - 2022, Qupperneq 170
Pierce frá árinu 2009 sem ber hinn lýsandi titil „Walrus Hunting and
the Ivory Trade in Early Iceland“.26 Líka má nefna yfirlitsgrein
Bjarna F. Einarssonar frá 2011, „Róum við í selin, rostungs út á mel-
inn. Um rostunga við Íslandsstrendur“.27 Þá veitir álitsgerðin sem
Helgi Þorláksson ritaði að beiðni undirritaðs einnig ágæta yfirsýn
yfir þessa umræðu. Þar kemur fram að margir höfundar úr ýmsum
fræðigreinum hafi fjallað um rostungsveiðar, svo sem út frá örnefn-
um, vistleifum og rituðum heimildum, áður en Bergsveinn ritaði
bók sína Leitin að svarta víkingnum sem upphaflega kom út í Noregi
2013. Af þessum sökum telur Helgi að nokkuð ljóst sé að undirrit -
aður „víki hér að alþekktu efni“ þegar fjallað er um rostungsveiðar
í Eyjan hans Ingólfs.28 Loks er einnig rétt að benda á nýja yfirlitsgrein,
„Um rostung við Ísland til forna“, eftir þá Bjarna F. Einarsson,
Hilmar J. Malmquist, Snæbjörn Pálsson og Ævar Petersen sem birt -
ist í vorhefti Skírnis 2021.29
Í stuttu máli gerðu allmargir fræðimenn sér grein fyrir því um
svipað leyti, fyrir og um 2010, að rostungsveiðar kynnu að hafa
verið hvati til Íslandsferða jafnframt því að hafa verið stundaðar af
fyrstu landnámsmönnum. Hér gætu margar persónur úr Landnámu
komið við sögu, Ingólfur og hans fólk, Steinunn gamla og skyld-
menni á Rosmhvalanesi, Örlygur gamli og ættingjar á Kjalarnesi,
Skagamenn, Skalla-Grímur á Borg og loks landnámsfólk við Breiða -
fjörð. Þetta ætti að sýna svart á hvítu á hve veikum fótum höfundar -
réttartilkall Bergsveins stendur í þessu efni. Hér er einnig gott að
taka dæmi um þann höfundarrétt sem Bergsveinn reyndi að taka
sér. Í álitsgerð sinni „Stolið og rangfært“ talar Bergsveinn um „klausu
úr Egils sögu um svokölluð Hvalsker“ og hann hafi fyrstur komið
með þá tilgátu að hér væri átt við rostunga. Þessari tilgátu hafði ég
ásgeir jónsson168
26 Elizabeth Pierce, „Walrus Hunting and the Ivory Trade in Early Iceland,“
Archaeologia Islandica 7 (2009): 55–63.
27 Bjarni F. Einarsson, „Róum við í selin, rostungs út á melinn. Um rostunga við
Íslandsstrendur,“ Fjöruskeljar. Afmælisrit til heiðurs Jónínu Hafsteinsdóttur sjötugri
29. mars 2011 (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum,
2011), 31–52.
28 Vef. Helgi Þorláksson, „Um ásakanir Bergsveins Birgissonar á hendur Ásgeiri
Jónssyni um ritstuld“.
29 Bjarni F. Einarsson, Hilmar J. Malmquist, Snæbjörn Pálsson og Ævar Petersen,
„Rostungar við Ísland til forna. Mannvistfræði og menningarsögulegt gildi,“
Skírnir 196 (vor 2022): 126–172.