Saga - 2022, Blaðsíða 96
Samkvæmt lögum félags ins var
tilgangurinn að „efla þekkingu og
áhuga Íslendinga á fögr um listum
í þrengri merkingu þ.e. dráttlist,
pentlist [málaralist], höggmynda-
list og húsagerðalist“, auk þess að
gera listunnendum auðveldara fyrir
að fylgjast með erlendri list og auka
enn fremur þekkingu á íslenskri
list erlendis.38
Með fullveldi Íslands árið 1918
vöknuðu væntingar um nýja tíma
í listum og menningu. Í sérstöku
ávarpi í Lögréttu voru íslenskir
mynd listarmenn hvattir til að senda
verk sín á „fyrstu opinberu mynd -
listar sýninguna á Íslandi“, sem
haldin var í nafni Listvina félagsins
í Barnaskólanum í Reykja vík árið
1919 og markaði tíma mót í íslenskri
listasögu. Ungir lista menn gátu nú
sýnt verk sín og þátttaka var góð.
Auk hinna „þriggja frumherja ís -
lenskrar listar“, þeirra Þórarins B.
Þorlákssonar, Einars Jónssonar og
Ásgríms Jóns sonar, áttu mynd -
listar konurnar þrjár, Júlíana Sveinsdóttir, Kristín Jónsdóttir og Nína
Sæmundsson, verk á sýningunni.39
Eiginlegt upphafsár íslenskrar málaralistar er aldamótaárið 1900
en þá var fyrsta opinbera sýningin á landslagsmálverkum Þórarins
B. Þorlákssonar, „fyrsta íslenska landslagsmálarans“ eins og segir í
Ísafold, í Glasgow á Vesturgötu í Reykjavík. Voru þar landslagsmál-
verk eins og Þingvellir (1900), „landsins frægasti sögustaður“.40
Lands lagsmálverk og hin séríslenska list eru samofin þjóðernislegri
hanna guðlaug guðmundsdóttir94
38 „Listmentafjelag Íslands“, Lögrétta, 15. desember 1915, 203; „Listvinafélag
Íslands“, Vísir, 6. febrúar 1916, 4. Pentlist er orð sem notað var yfir málaralist
(oft misritað sem prentlist sem er allt annað), sbr. pentill sem þýðir pensill.
39 „Listasýningin“, Lögrétta, 3. september 1919, 1.
40 „Myndasýning“, Ísafold, 19. desember 1900, 311.
Mynd 2. Nína Sæmundsson (1892‒
1965), í kringum 1910‒1917. Ljósm.
ekki getið. Mms-1255-A. Þjóð minja -
safn Íslands/Ljósmyndasafn Íslands.