Saga - 2022, Qupperneq 159
dráttarafl og ljóst að ákveðinn hluti fólks hefur alltaf dregist að hinu
ósmekklega og spennandi í kvikmyndum.24
Óskar Gíslason hélt sig að mestu til hlés í þessari umræðu, en
hann skrifaði Velvakanda Morgunblaðsins bréf þann 10. desember,
sem birtist þó ekki fyrr en þann 18., þar sem hann ræðir aðkomu
lögreglu að myndinni og að hún yrði bráðlega sýnd í öðru kvik-
myndahúsi. Hann segir viðbrögðin við myndinni hafa verið „með
broslegum hætti“ og virðist ekki kippa sér mikið upp við þau.25
Viðeigandi endir á uppnáminu í kringum Ágirnd kom svo í
formi kvikmyndadóms Vísis á Þorláksmessu þar sem listfengi
myndarinnar er í fyrsta sinn hrósað. Full ástæða er til að birta dóm-
inn í heild sinni:
Þá kemur loks eftir hléið látbragðsmyndin Ágirnd, sem hneykslað hefur
beztu borgara. Myndin er samin af ungri leikkonu, Svölu Hannes dóttur,
og leikur hún eitt hlutverkið. Ágirndin er sýnd táknrænt með sog̈u háls-
festarinnar, sem hefur eigendaskipti, en þótt það gerist þegjandi og
hljóðalaust, þá liggur leið perlufestarinnar um spilavíti og hníga menn
drjúgum í valinn. Mér var ekki unnt að sjá, að myndin þyrfti að verða
okkar dyggðugu borgurum að hneykslunarhellu. Um spilavítin er víst
flestum kunnugt nema kannske nokkrum mon̈num við Pósthússtræti.
En morðin — þau eru auðvitað táknræns eðlis og sýna að mannleg nátt-
úra er alltaf söm við sig. Ágirndin getur brotist fram í ýmsum myndum.
Hjá þroskaðri höfundi hefði söguþráðurinn sjálfsagt orðið eitthvað á
annan veg. En myndin sem heild er ný og djörf tilraun í túlkunarlist og
tekst mörgum leikendum vel. Má þar til nefna auk Svölu Þorgrím
Einarsson og Knút Magnússon. Okrarinn var líka skemmtilega gerður
af Óskari Ingimarssyni, og ekki þarf að spyrja að því, að myndin er
bráðspennandi. Mér finnst tilraun þessi svo merki leg, að ég hika ekki
við að hvetja hina mörgu listamenn til að láta ekki yfirbugast af
fúkyrðum bálreiðra samborgara sinna. Þó mætti kannske kvikmynda -
höfundurinn fækka eitthvað mannvígum í næstu mynd, án þess að
listaverkið biði við það stóran hnekki. En listamenn góðir, reynið að
útvega ykkur vanan kvikmyndaleikstjóra, þá er hálfur sigur unninn.26
siðleysi í formi kvikmyndalistar 157
24 Tíminn, 14. desember 1952, 6. Mikið hefur verið fjallað um aðdráttarafl kvik-
mynda sem miða að því að ganga fram af fólki. Ein frægasta grein sem birst
hefur um efnið er líklega: Jeffrey Sconce, „‘Trashing’ the Academy: Taste,
excess and an emerging politics of cinematic style,“ The Cult Film Reader, ritstj.
Ernest Mathijs og Xavier Mendik (New york: McGraw-Hill, 2008), 100–118.
25 „Velvakandi,“ Morgunblaðið, 18. desember 1952, 8.
26 Sv. B., „Óskars Gíslasonar,“ Vísir A, 23. desember 1952, 8.