Saga - 2022, Blaðsíða 79
hafa reynt að kveikja í því og lagst yfir þröskuld kirkjunnar við til-
raun sína. Þá flaug ör rétt við höfuð honum og önnur festi ígangs -
klæði hans við gólfið. Arngeir ákvað að bíða ekki hinnar þriðju og
hljóp brott. „Nú hlífði Guð svo húsi sínu“, segir í Þorvaldsþætti.
Þetta hefur Orri Vésteinsson túlkað sem sneið til Ásbirninga, og
merkingin þá að „andstaða Kolbeins Tumasonar við heilaga kirkju
hefur verið honum í blóð borin“, og mætti rekja hana til Arngeirs.102
Guðmundur biskup var líka talinn afkomandi Arn geirs.103 Mun
sneiðin sú að Kolbeinn hafi ekki lært neitt af sögunni eða af guðlegri
viðvörun. Víst er að örvarnar minna á steininn sem olli Kolbeini ald-
urtila og menn Guðmundar töldu að hefði fallið af himnum. Haft er
fyrir satt að sagan eigi rætur í glataðri frásögn sem komin sé frá
Gunnlaugi munki.
Þá eru enn tveir þættir þar sem hið sama kemur fram, guðleg
viðvörun til höfðingja leikmanna skömmu fyrir kristnitöku, og eru
þættirnir raktir til Gunnlaugs. Hinn sérstaki Svaðaþáttur segir frá
hallæri í Skagafirði skömmu fyrir 1000 þar sem fjöldi manna dó úr
sulti. Svaði á Svaðastöðum sá ráð við matarskorti, hugðist drepa
marga fátæka og koma þeim fyrir í mikilli gröf sem hann hafði látið
þá grafa. Þorvarður kristni Spak-Böðvarsson bauð hinum fátæku þá
öllum í Ás og gaf þeim mat meðan hallærið stóð og þeir tóku kristna
trú. Svaði hlaut hins vegar ill endalok, féll dauður í gröfina sem
hann hafði látið grafa og var búið þar um lík hans.104
Annars var leyft að svelta fátæka menn og gamla til bana í hall -
ærinu, eins og segir í Arnórs þætti kerlingarnefs. Gegn því snerist
héraðshöfðinginn Arnór kerlingarnef. Arnór talaði á fundi bænda
og taldi nær að drepa fararskjóta til matar; það yrði að nægja að
hver bóndi ætti tvö hross. Eins mætti fækka hundum og spara
þannig mat sem þeir fengju ella. Þorvarður í Ási lauk lofsorði á til-
lögurnar og bændur á fundinum lýstu vilja til að fara að tillögunum
og fækka þar með hrossum í Skagafirði en þar hafa hrossastóð löng-
um verið stór. Tíð batnaði þá skjótt og allt bjargaðist. Arnór og þing-
menn hans tóku fegnir kristna trú.105
guðmundur góði, vondur biskup? 77
102 Orri Vésteinsson, „Forn kirkja og grafreitur á Neðra Ási í Hjaltadal,“ Árbók
Hins íslenzka fornleifafélags 109 (2020): 7‒68, sjá 40.
103 Sturlunga saga I (1946), 117.
104 Biskupa sögur I, Íslenzk fornrit XV,2, 149 o. áfr., sbr. ccii. Björn M. Ólsen færði
rök fyrir að þættirnir væru í upphafi frá Gunnlaugi komnir og útgefandi þátt-
anna í Íslenzkum fornritum XV féllst á rökin.
105 Biskupa sögur I, Íslenzk fornrit XV,2, 152 o. áfr.