Saga - 2022, Qupperneq 91
Önnur þáttaskil urðu þegar bresku listfræðingarnir Griselda Pollock
og Rozsika Parker lögðu á það megináherslu í Old Mistresses (1981)
hvernig kvenleiki í orðræðunni um myndlist kvenna var gagngert
notaður til að viðhalda yfirráðum hins karllæga í listum. Myndlistin
var í höndum karlmanna en hannyrðir og vefnaður töldust til dæmis
„svið kvenna“; hin mikla list og listamaður varð andstæða svokall -
aðra kvenlægra þátta og eðlis.20
Með þriðju bylgju femínismans, undir áhrifum póstmódernisma
níunda og tíunda áratugar tuttugustu aldar, var í listfræði lögð meiri
áhersla á félagslegt samhengi með kyngervi að leiðarljósi og félags-
lega mótun þess.21 Jafnframt var farið að styðjast við póststrúktúral-
ískar kenningar til að afhjúpa tengsl kyns, valds og þekkingar sem
beitt er gegnum orðræðu og stofnanir og sýnt fram á að þekkingar-
sköpun í listasögunni viðhaldi þannig kerfi valds og valdaleysis.22
Þó að hugtakið um snillinginn hafi breyst og þróast í gegnum ald-
irnar og sé að sumu leyti mismunandi eftir löndum og menningar-
heimum er staðreyndin sú að hann er iðulega karlkyns.23 Femínískir
listfræðingar hafa lengi gagnrýnt kanónu vestrænnar menningar,
sem sé einkum mótuð í orðræðunni um snillinginn, og hafa meðal
annars fært fyrir því rök að listsöguleg orðræða hafi í raun verið
um menningargengi 89
Lippard, From the Center: Feminist Essays on Women’s Art (New york: E.P.
Dutton & Co., 1976); Germaine Greer, The Obstacle Race: The Fortunes of Women
Painters and Their Work (London: Picador, 1979). Sjá nánar um fjarveru mynd-
listarkvenna af síðum þekktra listasögubóka, í Eleanor Tufts, „Beyond Gardner,
Gombrich, and Janson: Towards a Total History of Art“, Arts Magazine 55, nr.
8 (1981): 150–154.
20 Rozsika Parker og Griselda Pollock, Old Mistresses. Women, Art and Ideology
(London: I.B. Tauris, 2013), 80. Sjá einnig um kvenleika og kyngervi í Norma
Broude og Mary Garrard, „Introduction: Feminism and Art History “, í Femin -
ism and Art History: Questioning the Litany, ritstj. Norma Broude og Mary Gar -
rad (New york: Harper & Row, 1982), 1–18; Teresa de Lauretis, „The Techno -
logy of Gender“, Technologies of Gender: Essays on Theory, Film, and Fiction
(London: Macmillan, 1987), 1–30.
21 Linda Nochlin, „Introduction“, Women, Art and Power, and Other Essays (London:
Thames & Hudson, 1991), xi; Lisa Tickner, „Feminism, art history and sexual
difference“, Genders 1, nr. 3 (1988): 92–128; Michelle M. Lazar (ritstj), Feminist
Critical Discourse Analysis: Gender, Power and Ideology in Discourse (London:
Palgrave Macmillan, 2005).
22 Michel Foucault, L’archéologie du savoir (París: Gallimard, 2016), 35–106.
23 Christine Battersby, Gender and Genius. Towards a Feminist Aesthetics (Blooming -
ton: Indiana University Press, 1989).