Bókatíðindi - 01.12.2010, Blaðsíða 96
94
Íslensk skáldverk B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0
Sýrópsmáninn
Eiríkur Guðmundsson
Ungur maður, sem missti
vinnuna á Vísindavefnum
fyrir að svara út í hött, held-
ur í sumarleyfi til Ítalíu, ásamt
eiginkonu og syni. Í fartesk-
inu eru leifar af óræðri þoku
sem lagst hefur yfir reykjavík
og landið allt, minningar um
ástir sem farið hafa forgörð-
um og sorgir sem aldrei hafa
verið færðar í orð.
Listilega skrifuð bók um
fermingarmyndir í fjöru, þoku
sem mátar skó og hið tortím-
andi afl ástarinnar.
Eiríkur guðmundsson
hlaut mikið lof fyrir síðustu
skáldsögu sína Undir himn-
inum.
232 bls.
Bjartur
ISBN 978-9935-423-10-8
Leiðb.verð: 5.880 kr.
Tregðulögmálið
Yrsa Þöll Gylfadóttir
Með framhleypinni og ófor-
skammaðri gráglettni leið-
ir háskólaneminn Úlfhildur
lesendur með sér í vitund-
arvakningu sína um tilgang,
merkingu og gildi sam-
félagsins, námsins, atvinnu-
lífsins, ástarinnar, samskipta
kynjanna og kynslóðanna.
„Besta frumraun höfundar
sem ég hef lesið lengi.“
– Hrafn Jökulsson
189 bls.
Sögur útgáfa
ISBN 978-9935-416-30-8
Út við svala
sjávarströnd
Birgitta Hrönn Halldórsdóttir
Út við svala sjávarströnd er
bæði falleg og skemmtileg
saga, sem er full af átökum
og ást – og er hrein unun að
lesa og upplifa.
142 bls.
Töfrakonur /
Magic Women ehf.
ISBN 978-9979-9990-3-4 Kilja
Útlagar
Sigurjón Magnússon
Í lok sjötta áratugarins halda
íslenskir sósíalistar til náms í
austur-Þýskalandi. Þar eystra
bíður þeirra annar veruleiki
en marga dreymir um.
Sigurjón Magnússon hef-
ur á liðnum árum sent frá sér
verk sem vakið hafa mikla at-
hygli og fengið lofsamlega
dóma. Útlagar er án efa hans
veigamesta bók.
328 bls.
Bjartur
ISBN 978-9935-423-16-0
Leiðb.verð: 5.880 kr.
Vaktabókin
Jóhann Ævar Grímsson, Jón
Gnarr, Jörundur Ragnarsson,
Pétur Jóhann Sigfússon og
Ragnar Bragason
Myndskr.: Frosti Gnarr
Hvað voru þeir kumpán-
ar, georg, Ólafur ragnar og
Daníel að bardúsa þegar við
vorum ekki að fylgjast með?
Í Vaktabókinni birtast ýms-
ir munir úr eigu persónanna;
einkabréf, dagbókarfærslur,
ljósmyndir,póstkort, blaða-
greinar, fréttir, lagatextar,
ræður og margt, margt fleira
sem varpar nýju ljósi á at-
burði hinnar geysivinsælu
Vaktaseríu.
Í bókinni er einnig hand-
ritið að kvikmyndinni Bjarn-
freðarson í heild sinni ásamt
sérstakri safnaraútgáfa af
kvikmyndinni með fullt af
aukaefni, áður óséðum atrið-
um, sketsum, yfirlestri leikara,
höfunda og listrænna stjórn-
enda o.fl.
Bókin er skyldueign fyrir
alla þá sem höfðu gam-
an af Vaktaseríunum og
Bjarnfreðar syni!
198 bls.
BJARNFREÐARSON EHF
Dreifing: Sam Myndir
ISBN 978-9979-7082-5-4
Leiðb.verð: 4.990 kr.
Úrval ljóða
þjóðskáldsins