Bókatíðindi - 01.12.2010, Blaðsíða 147
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0 Fræði og bækur almenns efnis
145
Fólk og fréttir
Fjölmiðlamenn og málin
sem mörkuðu skil
Sigurður Bogi Sævarsson
Ellefu blaðamenn segja sög-
ur af vettvangi atburða sem
mörkuðu skil. Geimfarar á Ís-
landi, á vígaslóð í Víetnam,
snjóflóðin á Vestfjörðum og
Austurland nötrar á stóriðju-
tímum.
192 bls.
Sigurður Bogi Sævarsson
ISBN 978-9979-70-748-6
Leiðb.verð: 3.200 kr. Kilja
Frá hugmynd
til veruleika
Scott Belsky
Þýð.: Bergsteinn Sigurðsson
Hugmyndir eru einskis nýtar
ef þú getur ekki framkvæmt
þær. Scott Belsky tekur hér
saman helstu grundvallarat-
riði og aðferðir sem afkasta-
mikið fólk á sameiginlegt og
kynnir til sögunnar kerfis-
bundna nálgun að skapandi
skipulagi og framleiðni.
243 bls.
Sögur útgáfa
ISBN 978-9935-416-31-5 Kilja
Friðland að Fjallabaki
Árbók Ferðafélags Íslands
2010
Ólafur Örn Haraldsson
Árbók Ferðafélags Íslands
fjallar að þessu sinni um Frið-
land að Fjallabaki en þar eru
Landmannalaugar og ná-
grenni í öndvegi. Höfundur
bókarinnar er Ólafur Örn Har-
aldsson forseti FÍ.
Friðland að Fjallabaki er
eitt fegursta svæði Íslands
og náttúrufar þar einstakt á
heimsvísu. Bók, sem fjallar
um slíkt svæði, nær aldrei
að fanga viðfangsefnið til
fulls en reynt hefur verið að
birta lesandanum sem flest
af áhugaverðum einkennum
friðlandsins.
Náttúrufari, landi og stað-
háttum er lýst og getið ör-
nefna og greindur uppruni
þeirra eftir því sem kostur er.
Saga mannaferða um frið-
landið er rakin en hún er að
mestu bundin við sauðfjárbú-
skap nálægra héraða. Annars
vegar eru fjallferðir og smala-
mennska á Landmanna-
afrétti og hins vegar fjár-
rekstrar Skaftfellinga. Vörður
og gömul sæluhús eru hluti
af þeirri atvinnusögu. Þá er
einnig sagt frá fyrstu ferðum
og náttúrurannsóknum að
Fjallabaki frá upphafi og fram
til aldamótanna 1900. Loks
eru kaflar um ferðamennsku
að Fjallabaki, einkum í Land-
mannalaugum, bæði róman-
tískar fjallaferðir þangað fyrr
á árum og uppbyggingu á
ferðaþjónustu Ferðafélags Ís-
lands í Laugum.
Sérstök áhersla hefur verið
lögð á að bókin nýtist ferða-
fólki og vísað á lítt þekktar
gönguleiðir sem opna nokk-
ur fegurstu svæði friðlands-
ins.
Eins og hæfir hinu litríka
friðlandi eru ljósmyndir bók-
arinnar framúrskarandi glæsi-
legar en það var Daníel Berg-
mann ljósmyndari sem tók
myndir sérstaklega fyrir gerð
bókarinnar. Þá prýða bókina
mörg greinargóð kort svipuð
þeim sem lesendur þekkja úr
fyrri árbókum. Það er Guð-
mundur Ó. Ingvarsson sem
teiknaði þau.
288 bls.
Ferðafélag Íslands
ISBN 978-9935-414-02-1
Leiðb.verð: 7.900 kr.
Galar hann enn!
Gamansögur af Norðfirð-
ingum og nærsveitungum
Elma Guðmundsdóttir
Smári Geirs ekur í loftköstum,
Gummi Bjarna fer til rjúpna
og Steinunn Þorsteinsdótt-
ir skilur ekkert í öllum þess-
um rjómatertum. Einar Þor-
valdsson ætlar að skrifa
aftan á víxil, Bjarni Þórðar fer
í megrun og Bjarki Þórlinds-
son gerir við miðstöðina hjá
Daníel lækni. Stella Steinþórs
fer bara úr annarri skálm-
inni, samherjar rikka Haralds
þurfa að dekka hann stíft og
Jón Lundi og séra Árni Sig-
urðsson takast á. Smelli tek-
ur út úr sér góminn, Daddi
Herberts kemst í sjónvarp-
ið, Guðrún Árnadóttir vonast
eftir tekjuaukningu hjá Fé-
lagi eldri borgara og sprelli-
gosarnir í Súellen senda kort.
Er þá fátt upp talið.
96 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 978-9979-797-92-0
Leiðb.verð: 2.680 kr. Kilja
Gjafabók
reynslusögur íslenskra
kvenna af brjóstagjöf
Umsj.: Aðalheiður Atladóttir,
Dagný Ósk Ásgeirsdóttir og
Soffía Bæringsdóttir
Nítján konur deila reynslu
sinni af brjóstagjöf á hjart-
næman hátt. Í bókinni er
einnig að finna fróðleik um
brjóstagjöf og hvert hægt
er að leita sér hjálpar þegar
vandamál koma upp.
102 bls.
Útgáfan IÐA ehf.
ISBN 978-9979-9676-7-5
Leiðb.verð: 2.700 kr. Kilja