Bókatíðindi - 01.12.2010, Blaðsíða 214
212
Handbækur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0
Fiskmarkaðurinn
Hrefna Rósa Sætran
Myndir: Kristján Maack
Hér eru uppáhaldsréttir
Hrefnu rósu, sem hún hefur
framreitt á Fiskmarkaðnum,
en gerir einfaldari fyrir þá
sem vilja kalla fram hið ein-
staka bragð sem Hrefna er
þekkt fyrir. Smart, aðgengileg
og öðruvísi uppskriftabók.
124 bls.
Salka
ISBN 978-9935-418-35-7
Fiskur fyrir lífið
Stephen C. Lundin, Harry Paul
og John Christensen
Þýð.: Sigríður Á. Ásgrímsdóttir
Við getum ætíð valið okkur
viðhorf. Sama glasið getur
verið ýmist hálffullt eða hálf-
tómt eftir því hvernig litið er
á. Bókin Fiskur! beinir sjón-
um að því að hægt sé að velja
sér viðhorf til vinnu. Í þessari
nýju bók er bent á að hægt er
að nota sams konar aðferð á
öllum sviðum lífsins. Bölsýni
er aldrei til bóta, betra er að
velja sér jákvæða sýn.
112 bls.
Salka
ISBN 978-9935-418-52-4 Kilja
Fjallaskálar á Íslandi
Jón G. Snæland
Í þessari bók er lýst nærri 400
skálum, gömlum og nýjum,
sem reistir hafa verið víðs
vegar á Íslandi. Bókin hefur
að geyma ómældan fróðleik
um skálana, sögu þeirra og
búnað, auk þess sem getið er
eigenda og umsjónarmanna.
Ljósmynd er af öllum skál-
unum og staðsetning þeirra
mörkuð með gPS-punkti og
á landakorti. greinargóðar
leiðarlýsingar eru að skálun-
um og víða er sagt frá nátt-
úruperlum í nágrenni þeirra.
380 bls.
Skrudda
ISBN 978-9979-655-67-1
Leiðb.verð: 4.990 kr. Kilja
Fleiri Prjónaperlur
Prjónað frá grasrótinni
Erla Sigurlaug Sigurðardóttir
og Halldóra Skarphéðinsdóttir
Sextíu skýrar og skemmtileg-
ar prjóna- og hekluppskriftir
frá íslensku prjónafólki. Einn-
ig fjöldi frásagna, prjónaráða
og fróðleiks um prjónalífið og
listina.
www.prjonaperlur.midj-
an.is.
78 bls.
Prjónaperlur
ISBN 978-9979-70-836-0
Leiðb.verð: 3.600 kr.
Foldarskart í ull og fat
Jurtalitun
Sigrún Helgadóttir og
Þorgerður Hlöðversdóttir
Höfundar hafa lengi sank-
að að sér fróðleik um jurtalit-
un og hafa kennt jurtalitun á
námskeiðum. Nú miðla þær
þekkingu sinni og reynslu í
ríkulega myndskreyttri bók.
Í henni eru hagnýtar leið-
beiningar um jurtalitun sem
byggja á gömlum hefðum en
taka mið af nútíma þekkingu,
aðstæðum og náttúruvernd.
Með hjálp bókarinnar ætti
enginn að vera í vandræðum
með að hefjast handa og ná
góðum árangri við að höndla
litskrúð náttúrunnar í eigin
klæði og listaverk.
64 bls.
Sigrún og Þorgerður
ISBN 978-9979-70-772-1
Leiðb.verð: 4.700 kr.
Foreldrahandbókin
Um leið og lítið barn fæðist
verður til foreldri
Þóra Sigurðardóttir
Myndir: Sigurjón Jónasson
Ritstj.: Nanna Gunnarsdóttir
Fátt er mikilvægara en for-
eldrahlutverkið. Hér eru hag-
nýtar upplýsingar, ráð og
reynslusögur auk þess sem
fjöldi sérfræðinga skrifar
greinar um mál sem foreldra
fýsir að vita og gott er að hafa
á einum stað.
293 bls.
Salka
ISBN 978-9935-418-40-1
Grillaðu maður
Thomas Möller
Myndir: Sigurjón Ragnar
Sigurjónsson
Þessi vinsæla bók er kom-
in aftur. gagnleg og karl-
mannleg ráð varðandi grill-
mennsku allan ársins hring,