Bókatíðindi - 01.12.2010, Blaðsíða 142
140
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0
Draumaráðningar
Sigmund Freud
Þýð.: Sigurjón Björnsson
Draumaráðningar Freuds
sem komu fyrst út árið 1900
eru löngu klassískt verk og
tímamótarit í þessum fræð-
um. Freud gerir þar grein fyrir
þeirri skoðun sinni, sem hann
byggir á miklum rannsókn-
um, að draumar séu sprottn-
ir af sálarlífi dreymandans
og veiti honum mikilsverða
vitneskju séu þeir rétt ráðnir.
Hann kennir ennfremur að-
ferð til að ráða drauma. Full-
yrða má að allar drauma-
ráðningabækur sem mark er
á takandi eigi rætur að rekja
til þessarar merkilegu bókar.
Hún er frumheimildin. Hún
kemur nú í fyrsta sinn út á ís-
lensku í þýðingu Sigurjóns
Björnssonar prófessors, en
hann hefur þýtt fjölda rita
eftir Sigmund Freud.
543 bls.
Skrudda
ISBN 978-9979-655-70-1
Leiðb.verð: 5.990 kr.
Eflum lesskilning
Bergljót Vilhelmína Jónsdóttir
Myndskr.: Emmi Kalinen
Bókin fjallar um lesskilning,
undirstöðuþætti og það sem
hefur áhrif á þróun hans. Í
henni eru fjölbreyttir leikir
og aðferðir sem efla mál- og
lesskilning frá 2ja ára til full-
orðinsaldurs. Bókin er eink-
um hugsuð fyrir kennara en
nýtist einnig foreldrum sem
vilja styðja við nám barna
sinna, eldri námsmönnum og
öðrum sem hafa áhuga á efl-
ingu lesskilnings. Sambæri-
legt rit hefur ekki komið út á
íslensku áður.
267 bls.
Bergljót Vilhelmína Jónsdóttir
Dreifing: Háskólaprent
ISBN 978-9979-70-812-4
Leiðb.verð: 6.900 kr.
EFTA 1960–2010
Elements of 50 Years of
European History
Ritstj.: Kåre Bryn og
Guðmundur Einarsson
Í bókinni eru greinar og fjöldi
mynda sem veita einstaka inn-
sýn í sögu EFTA, þ.á m. grein
um þátttöku Íslands í EFTA og
áhrif aðildarinnar á íslenskt
efnahagslíf. Í henni er einnig
efni frá ráðstefnu sem hald-
in var í Genf í nóvember 2009
þar sem stjórnmálaleiðtog-
ar og fræðimenn komu sam-
an til að fagna 50 ára afmæli
EFTA og 15 ára afmæli EES-
samningsins. Heiti ráðstefn-
unnar var „EFTA 1960–2010 –
Partners in Progress“ og var
umfjöllunarefni ræðumanna
þróun EFTA innan Evrópu og
sá ávinningur sem hlotist hef-
ur fyrir aðildarríkin með þátt-
tökunni. Bókin er á ensku.
208 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-867-6
Leiðb.verð: 6.800 kr.
Eilífðarvélin
Uppgjör við nýfrjálshyggjuna
Ritstj.: Kolbeinn Stefánsson
Nýfrjálshyggjan var ríkjandi
hugmyndafræði á Íslandi í að-
dragandanum að falli bank-
anna. Því telja margir að orsök
efnahagsþrenginganna sem
fylgdu í kjölfarið megi rekja
til hennar, að með einkavæð-
ingu og áherslu á afskiptaleysi
hins opinbera hafi grunnurinn
verið lagður að þeirri óráðsíu
sem orsakaði hrunið. Þegar
rýnt er í þjóðmálaumræðuna
er ekki ljóst hvað fólk á við
þegar það talar um nýfrjáls-
hyggju. raunar virðist orðið
oft vera notað til að lýsa öllu
því sem fólk telur hafa farið
úrskeiðis á tímum íslensku út-
rásarinnar. Í þessari bók fjalla
átta fræðimenn úr röðum fé-
lagsfræðinga, sagnfræðinga,
heimspekinga og kynjafræð-
inga um nýfrjálshyggjuna frá
ólíkum sjónarhornum. Mark-
miðið er að gefa lesendum
skýra mynd af hugmynda-
fræðilegum kjarna nýfrjáls-
hyggjunnar og hvernig hún
er í framkvæmd og gera þeim
þannig kleift að draga sínar
eigin ályktanir um samspil ný-
frjálshyggju við aðrar orsakir
íslenska bankahrunsins.
268 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-870-6
Leiðb.verð: 4.900 kr. Kilja
Einfalt með
kokkalandsliðinu
Aðeins fjögur hráefni
í hverjum rétti
Meðlimir kokkalandsliðsins
Þessi skemmtilega bók geym-
ir fjölbreyttar og spennandi
uppskriftir fyrir stór og smá
heimili eftir flinkustu kokka
landsins. Í hvern rétt þarf
einungis fjögur hráefni, sem
gerir matseldina skapandi og
innkaupin sáraeinföld.
Landsliðskokkarnir ausa úr
reynslubrunni sínum og veita
ótal heilræði sem allir geta
gripið á lofti. Hér eftir verð-
ur lífið í eldhúsinu sem dýr-
legt ævintýr.
188 bls.
Sögur útgáfa
ISBN 978-9935-416-26-1