Bókatíðindi - 01.12.2010, Blaðsíða 162
160
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0
Nútíma stjörnufræði
2. útgáfa
Vilhelm S. Sigmundsson
Þessi vinsæla bók um stjörnu-
fræði er nú komin í 2. útgáfu,
talsvert aukin og endurbætt
og aðgengileg öllum þeim
sem áhuga hafa á hinum
ýmsu fyrirbærum alheimsins,
allt frá sólkerfinu og stjörn-
unum til svarthola, nifteinda-
stjarna og reginþyrpinga
vetrarbrauta. Hvers vegna
eru reikistjörnurnar svo fjöl-
breyttar? Hvers vegna skína
Sólin og stjörnurnar? Hvern-
ig tengist Vetrarbrautin upp-
runa lífsins? Hversu algeng-
ir eru lífvænir hnettir? Hvað
álíta stjarnfræðingar um upp-
haf og endalok alheimsins?
Varpað er ljósi á allt þetta og
fjölmargt fleira, auk þess sem
einstakar stjörnuljósmynd-
ir Snævarrs Guðmundssonar
prýða bókina.
336 bls.
Vilhelm Sigmundsson
ISBN 978-9979-70-780-6
Leiðb.verð: 5.900 kr.
Nýlistasafnið
1978–2008.
Ritstj.: Tinna Guðmundsdóttir
Hér er á ferðinni aðgengi-
legt heimildar- og upp-
flettirit fyrir alla þá sem vilja
kynna sér þróun íslenskrar
samtímalistar. Í bókinni er að
finna grunnupplýsingar um
hlutverk og starfsemi safns-
ins. Hún er veglega prýdd
boðskortum, veggspjöldum,
blaðagreinum og ýmsu efni
úr skjalasafni Nýlistasafns-
ins sem gefur glögga mynd
af uppbyggingu safnsins í
gegnum tíðina.
Bókin er hönnuð af Ár-
manni Agnarsyni.
360 bls.
Nýlistasafnið
ISBN 978-9979-70-674-8
Leiðb.verð: 5.990 kr.
Ofbeldi
Margbreytileg birtingarmynd
Ritstj.: Erla Kolbrún
Svavarsdóttir
Í bókinni er greint frá niður-
stöðum nýlegra rannsókna
um tíðni og áhrif ofbeldis á
heilsufar kvenna hér á landi.
Sérstaklega er fjallað um
þætti sem hafa áhrif á heilsu
kvenna sem eru þolendur of-
beldis í nánum samböndum
og greint frá áhrifum langvar-
andi líkamlegs, andlegs og
kynferðislegs ofbeldis á and-
lega heilsu þeirra. Fjallað er
um heimilisofbeldi sem við-
fangsefni innan heilbrigðis-
þjónustunnar og hversu al-
gengt og alvarlegt það er.
Skoðað er hvað komi helst í
veg fyrir að konur greini frá
því að þær séu beittar ofbeldi
og skýri frá þeirri reynslu. Þá
er greint frá líðan og reynslu
barnshafandi kvenna sem
beittar hafa verið ofbeldi
en afleiðingar þess á með-
göngu geta verið alvarleg-
ar bæði fyrir verðandi móður
og fóstrið. Að lokum er fjallað
um ofbeldi gegn konum með
líkamlega fötlun þar sem sér-
stök áhersla er lögð á umfjöll-
un um fötlunartengt og um-
önnunartengt ofbeldi.
160 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-894-2
Leiðb.verð: 4.500 kr. Kilja
Okkurgulur sandur
Tíu ritgerðir um skáldskap
Gyrðis Elíassonar
Ritstj.: Magnús Sigurðsson
Höfundar ritgerðanna eru:
Fríða Björk Ingvarsdóttir,
Guðmundur Andri Thorsson,
Guðrún Eva Mínervudóttir,
Halldór Guðmundsson, Helgi
Þorgils Friðjónsson, Hermann
Stefánsson, Ingunn Snæ-
dal, Jón Kalman Stefánsson,
Sigurbjörg Þrastardóttir og
Sveinn Yngvi Egilsson.
130 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9979-659-80-8
Leiðb.verð: 4.980 kr.
Hvernig pössum
við saman?