Bókatíðindi - 01.12.2010, Blaðsíða 172
170
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0
Sæmundarsaga
rútubílstjóra
Bragi Þórðarson
Sæmundur Sigmundsson í
Borgarnesi er einn þekktasti
rútubílstjóri Íslands. Hann
lítur yfir farinn veg – í bók-
staflegri merkingu því talna-
glöggir menn hafa reikn að
það út að hann hafi ekið vegi
landsins sem svarar 17 ferð-
um til tunglsins – og hann er
enn að.
Margt hefur verið um Sæ-
mund rætt enda maðurinn
löngu orðinn þjóðsagna-
persóna. Bragi Þórðarson, rit-
höfundur og fyrrum bóka-
útgefandi á Akranesi, skráir
endurminningar Sæmundar.
242 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9979-659-78-5
Leiðb.verð: 5.680 kr.
Sögukort Íslands
Átta fræðandi sögukort
Umsj.: Rögnvaldur
Guðmundsson
Átta falleg og fræðandi sögu-
kort í gjafaöskju fyrir alla ald-
urshópa (stærð: A1 í vasa-
broti). Sögukort Íslands,
Suðvesturlands, Vesturlands,
Vestfjarða, Norðurlands
vestra, Norðurlands eystra,
Austurlands og Suðurlands.
Sagan frá landnámi til 20.
aldar. Yfir 250 teikningar eftir
Ingólf Björgvinsson úr sögu
Íslands á framhliðum ásamt
aðgengilegum texta. Fallegar
ljósmyndir á bakhliðum með
texta um atvinnulíf, fornsög-
urnar, reykjavík, þjóðsögur
(Árni Björnsson valdi), fugla
á Íslandi (texti og myndir:
Jóhann Óli Hilmarsson), ís-
lensk húsdýr og sjávarspen-
dýr, matjurtir og lækninga-
jurtir, þjóðlegan íslenskan
mat o.fl. Kortin eru einnig fá-
anleg stök. Kortaaskjan og
stök kort eru jafnframt fáan-
leg á ensku.
Rannsóknir og ráðgjöf
ferðaþjónustunnar
ISBN 978-9979-9995-7-7
Sögustaðir
Í fótspor W.G. Collingwoods
Einar Falur Ingólfsson
Inng.: Margrét Hallgrímsdóttir
Í þrjú sumur, frá 2007 til 2009,
fetaði Einar Falur Ingólfs-
son ljósmyndari í fótspor
breska fagurfræðingsins W.G.
Collingwoods og ljósmynd-
aði sögustaði Íslendinga-
sagna frá sömu sjónarhorn-
um og Collingwood teiknaði
þá rúmri öld áður. Staðirn-
ir sem eitt sinn voru vald-
ir vegna þess að þar höfðu
hetjur fornaldar stigið nið-
ur fæti stafa nú fæstir frá sér
fornum ljóma, en fjöll, ásar, ár
og vötn eru enn þau sömu.
Sögustaðir er glæsileg ferða-
bók um Ísland samtímans þar
sem varpað er ljósi á sagnaarf
okkar og margbrotna menn-
ingarsögu.
Bókin er gefin út í sam-
starfi við Þjóðminjasafn Ís-
lands í tengslum við sýn-
inguna Sögustaðir í Bogasal.
144 bls.
Crymogea
ISBN 978-9935-420-01-5
Leiðb.verð: 5.990 kr.
Sönn íslensk sakamál
Jóhannes Kr. Kristjánsson
Karl Magnús Grönvold var
fyrirmyndarunglingur á
framabraut í handbolta þeg-
ar hann lenti í viðjum fíkni-
efna. Hann var handtekinn
á Guarulhos flugvellinum
í Sao Paulo í Brasilíu í júní
2007 með sex kíló af kókaíni
í ferðatöskunni. Þetta átti að
vera síðasta ferðin hans sem
burðardýr. Ferð sem átti að
koma fjármálunum í lag eftir
áralanga kókaínneyslu.
Karl var dæmdur til fjög-
urra ára fangelsisvistar í harð-
svíruðu brasilísku fangelsi
þar sem ein stærstu glæpa-
samtök heims ráða ríkjum og
mannréttindi eru framandi
hugtak. Af einlægni segir Karl
Magnús frá lífi sínu, handtök-
unni og fangelsisvistinni þar
sem eyddi tæpum fjórum
árum af lífi sínu meðal sam-
viskulausra glæpamanna frá
nærri níutíu löndum.
184 bls.
Sena
ISBN 978-9979-9947-7-0
Ómissandi
handbók
dömunnar