Bókatíðindi - 01.12.2010, Blaðsíða 166
164
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0
Ritið 1/2010
Safnfræði
Ritstj.: Sigurjón Baldur
Hafsteinsson og Helga Lára
Þorsteinsdóttir
Greinarnar í heftinu eru eftir
sjö höfunda og er viðfangs-
efnið af ýmsu tagi. Ástráður
Eysteinsson: „Söfnun og sýn-
ingarrými: Um söfn, hefð-
arveldi og minningasetur.“
Valdimar Tr. Hafstein: „Þekk-
ing, virðing, vald: Virtúós-
inn ole Worm og Museum
Wormianum í Kaupmanna-
höfn.“ Loftur Atli Eiríksson:
„Menningarvæðingu við-
skiptalífsins“ og Tinna Grét-
arsdóttir, mannfræðingur: „Á
milli safna: útrás í (lista)verki.“
Katla Kjartansdóttir: „Mót-
mælastrengur í þjóðarbrjóst-
inu“ og Alma Dís Kristins-
dóttir: „Safnfræðsla: staða og
(ó)möguleikar.“ Hannes Lár-
usson: „Doodling“ og leggur
þar út af kroti í skjóli hrunsins.
165 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-875-1
Leiðb.verð: 3.900 kr. Kilja
Rómverjasaga
Ritstj.: Svanhildur Óskarsdóttir
og Þorbjörg Helgadóttir
rómverja saga er með elstu
varðveittu sagnaritum á ís-
lensku, sagnabálkur settur
saman úr latneskum heim-
ildum, aðallega Bellum Iug-
urthinum og Coniuratio Ca-
tilinae eftir Sallustius og
Pharsalia eftir Lucanus. Fyrri
hluti hennar fjallar um Júg-
úrtustríðin og síðan Catilínu
og liðsafnað hans en í síðari
hluta víkur sögunni að átök-
um Pompeiusar og Júlíusar
Caesars. Sagan hefur varð-
veist í tveimur gerðum sem
hér eru báðar gefnar út staf-
rétt eftir handritum, auk þess
sem latneskir frumtextar eru
birtir til hliðsjónar. Í ítarleg-
um inngangi er fjallað um
helstu einkenni þýðingarinn-
ar og gerð grein fyrir öllum
handritum sögunnar. Þor-
björg Helgadóttir annaðist
útgáfuna.
630 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-654-11-7
Leiðb.verð: 4.900 kr. Kilja
Rúnir
Afmælisrit til heiðurs
Álfrúnu Gunnlaugsdóttur
Ritstj.: Guðni Elísson
Álfrún Gunnlaugsdóttir rit-
höfundur og prófessor í al-
mennri bókmenntafræði við
Háskóla Íslands er einn merk-
asti fulltrúi módernismans í
íslenskri skáldsagnagerð, en
eftir hana liggja smásagna-
safnið Af manna völdum, og
skáldsögurnar Þel, Hringsól,
Hvatt að rúnum, Yfir Ebro
fljótið og Rán. Í greinasafninu
Rúnum birta tíu bókmennta-
fræðingar rannsóknir sínar á
skáldskap og fræðistörfum
þessa mikilvæga samtíma-
höfundar.
172 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-888-1
Leiðb.verð: 3.900 kr. Kilja
Saga
Tímarit Sögufélags.
XLVIII: 1 2010 og
XLVIII: 2 2010
Ritstj.: Sigrún Pálsdóttir
Tímaritið Saga kemur út
tvisvar á ári, vor og haust.
Efni þess er fjölbreytt og
tengist sögu og menningu
landsins í víðum skilningi.
Þar birtast m.a. greinar, við-
töl og umfjallanir um bækur,
sýningar, heimildamyndir og
kvikmyndir. Ómissandi öllum
þeim sem áhuga hafa á sögu
Íslands. Tekið er við nýjum
áskrifendum hjá Sögufélagi;
nánar á www.sogufelag.is.
245 bls.
Sögufélag
ISSN 0256-8411
Leiðb.verð: 3.890 kr.
Allar helstu
perlur Jónasar