Bókatíðindi - 01.12.2010, Blaðsíða 174
172
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0
Takk útrásarvíkingar
Lára Björg Björnsdóttir
Í fyrstu bók sinni Takk útrás
arvíkingar fjallar pistlahöf-
undurinn Lára Björg Björns-
dóttir um ósköp venjulega
hluti á afar óvenjulegan hátt.
Hún veitir lesendum glænýja
sýn á bankastörf, fjallgöngur,
helgarferðir, majones, hönn-
un, flughræðslu, Belgíu, at-
vinnuleysi, fótbolta, lúxus-
hótel, náttúruhamfarir, þrif,
hárvítamín, karlrembu, Ítalíu,
lofhræðslu, McDonalds, póli-
tík, Bónus, gestrisni, Chicago,
símtöl, Melabúðina, einveru
og ættfræði.
Upp með bókina kæru les-
endur. Lára er hér. Takk Útrás-
arvíkingar!
108 bls.
Sena
ISBN 978-9979-9947-8-7
The End
Venezia 2009
Ragnar Kjartansson
Fáir íslenskir listviðburðir hafa
vakið viðlíka athygli á alþjóð-
legum vettvangi og Endalok-
in, myndbandsverk og gjörn-
ingur ragnars Kjartanssonar
á Feneyjatvíæringnum 2009.
Í sex mánuði samfleytt sat
ragnar og málaði fyrirsætu
sína í höll við höfuðsíki Feney-
inga og afraksturinn var safn
málverka sem Crymogea gef-
ur nú út á einni bók. Hér er á
ferð eitt viðamesta listaverk
íslensks listamanns fyrr og
síðar, skyldueign á sérhverju
heimili með menningarleg-
an metnað.
208 bls.
Crymogea
ISBN 978-9935-420-046
Leiðb.verð: 4.890 kr. Kilja
A magic world evolving
Thingvallavatn
A world heritage site
Ritstj.: Pétur M. Jónasson og
Páll Hersteinsson
Þingvellir hafa verið vett-
vangur margra merkustu at-
burða Íslandssögunnar og
þeir eru einnig meðal merk-
ustu staða landsins frá sjón-
arhóli náttúrfræðinnar. Í þess-
ari glæsilegu og vönduðu
bók fjalla margir fremstu vís-
indamenn okkar um mótun
svæðisins, jarðfræði, veður-
far, gróður og dýralíf.
Bókin kemur nú út í glæ-
nýrri útgáfu á ensku. Þegar
bókin kom fyrst út á íslensku
árið 2002 hlaut hún Íslensku
bókmenntaverðlaunin.
303 bls.
Bókaútgáfan Opna
ISBN 978-9935-10-009-2
Tiodielis saga
Ritstj.: Tove Hovn Ohlsson
Tiodelis saga er ævintýri sem
sver sig í ætt við riddarasög-
ur. Hún er varðveitt í 24 ís-
lenskum handritum, hið elsta
er skinnhandrit frá 16. öld.
Þrennar rímur hafa verið ort-
ar út af sögunni. Söguefnið
er hliðstætt norskri miðalda-
þýðingu á frönsku kvæði,
Lai de Bisclavret, sem talið
er samið af Marie de France
á 12. öld. Tiodelis saga er hér
gefin út í þremur íslenskum
gerðum, stafrétt eftir völd-
um aðalhandritum ásamt
orðamun úr öðrum handrit-
um sem hafa textagildi. Tove
Hovn ohlsson hefur annast
þessa frumútgáfu sögunn-
ar og er inngangur á dönsku.
252 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-654-07-0
Leiðb.verð: 3.400 kr. Kilja
Tvær
skemmtilegar
frá Bókafélaginu