Bókatíðindi - 01.12.2010, Síða 196
194
Ævisögur og endurminningar B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 0 9
Dr. Valtýr – ævisaga
Jón Þ. Þór
Saga dr. Valtýs Guðmunds-
sonar er saga eins merkasta
stjórnmálamanns Íslendinga
á síðari öldum, manns sem
hófst af eigin rammleik úr
sárri fátækt til mikilla met-
orða. Um aldamótin 1900 var
hann umdeildari hér á landi
en flestir aðrir Íslendingar.
Stefna hans í „stjórnarskrár-
málinu“ sem að lokum leiddi
til þess að Íslendingar fengu
heimastjórn skipti þjóðinni
í tvær fylkingar, annaðhvort
voru menn Valtýingar eða
and-Valtýingar. Valtýr hafði
mikinn áhuga á atvinnu-
samgöngumálum, átti mest-
an þátt í því að sæsíminn var
lagður til landsins og í stofn-
un Íslandsbanka árið 1904.
Hann var einnig afkastamik-
ill fræðimaður og kennari í
sögu Íslands og bókmennt-
um við Hafnarháskóla í tæpa
fjóra áratugi.
341 bls.
Urður bókafélag
iSBN 978-9979-9931-3-1
Leiðb.verð: 3.390 kr.
Fátækt fólk
Tryggvi Emilsson
Frásögn Tryggva Emilssonar
verkamanns af uppvexti sín-
um, móðurmissi og vondum
vistum hefur engu glatað af
styrk sínum og töfrum síðan
hún kom fyrst út 1976 og á
ef til vill ennþá brýnna erindi
við okkur nú en nokkru sinni
fyrr. Þorleifur Hauksson hafði
umsjón með útgáfunni og
ritaði formála. Íslensk klassík
Forlagsins.
378 bls.
Forlagið
iSBN 978-9979-53-541-6 Kilja
Fyrir miðjum firði
Myndbrot frá liðinni öld
Jón Hjartarson
Höfundur segir:
„Ég á tvær afastúlkur, Snæ-
dísi rán og Áslaugu Ýri sem
eru með samsetta sjón- og
heyrnarskerðingu auk þess
að vera bundnar við hjólastól.
Við Snædís, sú eldri, erum
miklir vinir og þegar heyrnar-
skerðingin og sjónskerðingin
ásamt lömuninni fór að herja
á misstum við talsambandið
þar sem ég kann ekki tákn-
mál. Þetta varð okkur mik-
ið áfall.
Til að halda tengslum fór
ég að skrifa til hennar frá-
sagnir af því hvernig ég hafði
það þegar ég var að alast upp
fyrir vestan, og smám saman
varð til lítil bók sem hér birt-
ist. Hér segir frá aðstæðum í
sveitinni, viðhorfum sveita-
mannsins til hlutanna, hugs-
unarhætti og ýmsum atburð-
um sem áttu sér stað.“
106 bls.
Vestfirska forlagið
iSBN 978-9979-778-92-9
Leiðb.verð: 1.980 kr. Kilja
Gísli á Hofi vakir enn
Jón Torfason
Gísli Pálsson á Hofi tók
áskorun dóttursonar síns
og skrásetti eitt og annað
minnisstætt frá langri og við-
burðaríkri ævi sinni eftir að
hann fluttist á dvalardeild
Heilbrigðisstofnunarinnar á
Blönduósi árið 2009. Ýmsir
samferðamenn hans leggja
einnig orð í belg og fjalla um
kynni sín af honum og verk-
um hans.
160 bls.
Bókaútgáfan Hofi
Dreifing: Skrudda
iSBN 9789979892175
Leiðb.verð: 4.200 kr.
Guðrún Ögmundsdóttir
Hjartað ræður för
Guðrún Ögmundsdóttir
og Halla Gunnarsdóttir
Guðrún Ögmundsdóttir á
að baki litríka og dramatíska
Jón Þ. ÞórJón Þ
. Þ
ór
Æ
visaga
D
r. Valtýr
Dr. Valtýr
ÆvisagaURÐUR
URÐUR
bókafélag
ISBN 978-9979-9931-3-1
Á þessu ári eru 150 ár liðin frá fæðingu dr. Valtýs Guðmunds-
sonar. Hann er nú flestum gleymdur og nafn hans ber
sjaldan á góma í daglegri umræðu. Um aldamótin 1900 var
hann hins vegar þekktari hér á landi en flestir aðrir Íslend-
ingar, dáður af mörgum en hataður af öðrum. Stefna hans í
„stjórnarskrármálinu“ svonefnda, sem að lokum leiddi til
þess að Íslendingar fengu heimastjórn, var mesta deiluefnið
í stjórn málum síns tíma og skipti þjóðinni í tvær fylkingar,
annað hvort voru menn Valtýingar eða and-Valtýingar, aðrir
kostir voru ekki í boði. Valtýr hafði einnig mikinn áhuga á
atvinnu- og samgöngumálum og átti drýgstan þátt í því að
sæsími var lagður til Íslands og í stofnun Íslandsbanka
(elsta) árið 1904.
En dr. Valtýr kom víðar við. Hann var afkastamikill fræði-
maður, kennari í sögu Íslands, bókmenntum og íslenskri
tungu við Hafnarháskóla í tæpa fjóra áratugi og skrifaði
margar merkar bækur og greinar á fræðasviði sínu. Þá stofn-
aði hann tímaritið Eimreiðina árið 1895 og gaf hana út til
1917. Á því tímabili naut Eimreiðin mikilla vinsælda hér á
landi og í henni birtu mörg ung og upprennandi skáld sínar
fyrstu ritsmíðar.
Í þessari bók er sögð saga eins merkasta stjórnmálamanns
Íslendinga á síðari öldum, manns sem hófst af eigin ramm-
leik úr sárri fátæk til metorða og virðingar og minnstu mun-
aði að yrði fyrsti ráðherra Íslands.