Bókatíðindi - 01.12.2011, Page 3
Efnisyfirlit
1
Kæru bókaunnendur
Íslenskar bókmenntir og bókmenning voru í miðdepli
stærstu bókakaupstefnu heims í Frankfurt am Main
í október síðastliðnum. Fjallað var um íslenska bóka
markaðinn í öllum helstu fjölmiðlum Þýskalands og
hinna þýskumælandi landa auk þess sem sérblöð um
allan heim sem flytja fréttir af heimi bókaútgáfunnar
sögðu frá einkennum hans og eðli. Eitt af því sem
jafnan vekur mikla forvitni blaðamanna eru Bókatíðindi
Félags íslenskra bókaútgefenda. Okkur finnst sjálfsagt
og eðlilegt að allir útgefendur skrái bækur sínar í rit
sem dreift er inn á hvert heimili. Ekki aðeins þeir 40 sem
eru meðlimir í Félagi íslenskra bókaútgefenda, heldur
að auki um 100 aðrir útgefendur. Þetta er hins vegar
algerlega einstakt. Það þekkist hvergi á byggðu bóli að
öll þjóðin, eða þá heil borg – ef íbúafjöldi Íslendinga er
á við fjölda þeirra sem búa í Bielefeld, eins og Þjóðverjar
eru gjarnir að segja þegar þeir vilja gera að gamni sínu
– fái inn um lúguna heila vöruskrá sem segir frá því sem
bókamarkaðurinn býður upp á.
Bókaskrár Félags íslenskra bókaútgefenda hafa komið út
frá því á síðasta áratug 19. aldar. Þær urðu árviss at burður
þegar kom fram á 20. öld og frá 1983 hafa Bókatíðindi
komið út í aðdraganda jóla í þeirri uppsetningu sem enn
er við lýði, fyrst sem kálfar í dagblöðum, en frá lokum
níunda áratugarins í núverandi broti. Um árabil hafa
Bókatíðindi líka verið gefin út rafrænt á netinu. Þessi
langa óslitna saga sýnir vel að íslenski bókamarkaðurinn
stendur á traustum grunni og að rætur hans liggja djúpt.
Okkur bókaútgefendum er tamt að horfa á fjölda skrán
inga í Bókatíðindi sem vísbendingu um hvernig mark
aðnum reiðir af. Segja má að fjöldi skráninga í Bókatíðindi
sé væntingavísitala bókamarkaðarins. Fækki skráningum
búast útgefendur við minni áhuga á bókum. Fjölgi
skráningum er ljóst að full trú er á að góð bókajól séu
í vændum.
Væntingavísitala bókaútgefenda stefnir upp á við og
bendir til bjartari tíma. Skráningar í Bókatíðindi 2011 eru
þær næstflestu í sögunni. Þær eru meira en helmingi
fleiri en fyrir áratug síðan. Þegar nóg framboð er af
góðum bókum aukast líka líkurnar á því að þjóðin finni
eitthvað við sitt hæfi. Það stefnir allt í góð bókajól 2011.
Kristján B. Jónasson,
formaður Félags íslenskra bókaútgefenda
BÓK ATÍÐ INDI 2011
Útgefandi: Félag íslenskra bóka út gef enda
Bar óns stíg 5
101 Reykja vík
Sími: 511 8020
Netf.: baek ur@simnet.is
Vef ur: www.bokaut gafa.is
Hönnunkápu: Ámundi Sigurðsson
Myndskreyting
ákápu: Halldór Baldursson
Ábm.: Benedikt Kristjánsson
Upplag: 125.000
Umbrot,prentun Oddi,
ogbókband: umhverfisvottuð prentsmiðja 141 776
UMHVERFISMERKI
PRENTGRIPUR
Dreifing: Íslandspóstur hf.
ISSN 10286748
Leið bein andi verð
„Leiðb.verð“ í Bókatíðindum2011 er áætl að
útsölu verð í smá sölu með virð is auka skatti.
Verð eru á ábyrgð hvers útgefanda.
Barna- og unglingabækur
Íslenskar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2
Þýddar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24
Hljóðbækur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 51
Skáld verk
Íslensk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 52
Þýdd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 80
Hljóðbækur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 104
Ljóð og leikrit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 112
Endurútgáfur
Íslenskar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 120
Þýddar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 134
Listir og ljósmyndir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 142
Héraðslýsingar, saga og ættfræði . . . . . . . . . . . . . . . 150
Ævi sög ur og end ur minn ing ar . . . . . . . . . . . . . . . . . . 156
Matur og drykkur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 172
Fræði og bækur almenns efnis . . . . . . . . . . . . . . . . . 180
Útivist, íþróttir og tómstundir . . . . . . . . . . . . . . . . . 230
Höf unda skrá. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 240
Útgef end ur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 248
Bók sal ar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 252
Titl askrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 253
Þettatáknmerkirhljóðbók.
Tímalengderuppgefinímínútum.
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 1