Bókatíðindi - 01.12.2011, Síða 76
74
Skáldverk «ÍsleNsK» B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 1
Samhengi hlutanna
sigrúnDavíðsdóttir
Blaðakonan Hulda er búsett í
London og fjallar á gagnrýn
inn hátt um umsvif íslenskra
auðmanna á erlendri grund.
Hún er komin vel á veg með
bók um bankahrunið þegar
hún lætur lífið í umferðar
slysi. Arnar unnusti hennar,
ásamt blaðamanninum
Ragnari, æskuvini Huldu,
ákveða að halda rannsókn
hennar áfram. Saman rekja
þeir slóðir þeirra sem með
ósvífnum viðskiptaháttum
komu íslensku þjóðfélagi á
heljarþröm. Á þeirri vegferð
er ekki allt sem sýnist . . .
Sigrún Davíðsdóttir er
landskunn fyrir pistla sína
í Ríkisútvarpinu. Hér fær
þekking hennar og reynsla
notið sín til fulls í spennandi
skáldsögu sem skrifuð er
beint inn í íslenskan samtíma.
Höfundur setur hlutina í sam
hengi sem er í senn óvænt,
áleitið og sárt.
470 bls.
Uppheimar
ISBN 9789935432322
Sálumessa
í fimm þáttum
AriTraustiGuðmundsson
Í Sálumessu kristallast saga
þjóðarinnar frá upphafi
byggðar til okkar daga.
Þær fimm tengdu frásagnir
sem hér birtast eiga það
sameiginlegt að greina frá
merkum tímamótum í sögu
okkar. Þáttaskil – átökin sem
fylgja nýjum siðum í breyttu
samfélagi – eru leiðarstefið
sem leggur grunn inn að eftir
minnilegri hljómkviðu í þessu
heilsteypta skáldverki.
320 bls.
Uppheimar
ISBN 9789935432285
Selkonan
sólveigeggerz
Selkonan fjallar um Charlotte,
þýska listakonu, sem flýr til Ís
lands eftir hörmungar síðari
heimsstyrjaldar. Maðurinn
hennar, sem var gyðingur,
var tekinn af lífi í fangabúð
um nasista og barnið þeirra
týndist. Charlotte lendir á
sveitabæ þar sem aðstæður
eru frumstæðar og efni lítil
en fólkið er gott. Þarna ætlar
hún að byrja nýtt líf en vofur
fortíðarinnar ásækja hana svo
að hún berst ekki einungis
við framandi aðstæður í nýju
landi heldur líka fyrir sálu
sinni. Hún þarf að læra að
sinna sveitastörfunum sem
tíðkuðust á bænum svo sem
að handmjólka kýrnar og bera
tað út úr fjárhúsunum. Við
brigðin eru mikil fyrir stúlku
sem ólst upp við ágætar að
stæður í menningarborginni
Berlín og stundaði nám í
listaskóla. Hugurinn leitar
til fyrra lífs og ástvinanna
sem hún missti. Hún giftist
bóndanum, eignast tvo syni
og binst tengdamóðurinni
einlægum vináttuböndum
en gamla konan kann ýmis
legt fyrir sér. Charlotte lifir
í tveim heimum, á í vissum
skilningi sjö börn í sjó og sjö
á landi – eins og segir í þjóð
sögunni um selstúlkuna sem
giftist bóndanum.
Sólveig Eggerz er íslensk
kona búsett í Bandaríkjunum.
Hún er doktor í bókmenntum
og hefur kennt listina að
skrifa um árabil. Hún segir
líka þjóðsögur á barnaheim
ilum og víðar. Bókin, Selkon-
an, hefur hlotið viðurkenn
ingu í Bandaríkjunum, m.a.
verðlaun frá Maryland Writers
Association og Eric Hoffer
samtökunum.
Þýðandi bókarinnar er
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir.
270 bls.
Sigurjón Þorbergsson
ISBN 9789935906625
Leiðb.verð: 2.800 kr. Kilja
Eyvindur P. Eiríksson
SJÁLFGEFINN
FUGL - II
- NÍU HVÍT SPOR -
SMÁ SÖGUR
Sögukorn rekur hingað og héðan
sem lifandi blöð á lygnu tímans
staldra við nokkur hér
stimpluð á bók
...............
Ísafirði 2011
Fugl-2_kapa.indd 1 9/21/11 11:02 AM
Sjálfgefinn Fugl – II
- Níu hvít spor – Smá sögur
eyvindurP.eiríksson
Eyvindur hefur sent frá sér
u.þ.b. 30 skáldverk af marg
víslegu tæi. Hér sendir hann
út aðra bók í röð kvera af
kyni Fugla og þar í nokkrar
smáar sögur og orðmyndir
frá ýmsum árum. Fæstar
þeirra hafa áður komið fyrir
augu eða eyru almennings.
Þær eru margs konar að efni
og efnistökum, gamansamar
og alvarlegar, sumar opnar
tilraunaskissur. Nokkrar eru
mjög svo táknrænar, humr
arnir augljóslega vondu
kapítalistarnir, t.d. Tilvalið að
safna svona Fuglabókum,
ekki satt?
100 bls.
EPE
ISBN 9789979709930
Leiðb.verð: 3.000 kr.