Bókatíðindi - 01.12.2011, Side 118
116
Ljóð og leikrit B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 1
Kanill
Ævintýri og örfá ljóð um
kynlíf
sigríðurJónsdóttir
Listræn bersögli einkennir
stíl Sigríðar í þessari annarri
ljóðabók höfundar. Bók
hennar Einnarbáruvatn sem
út kom 2005 var haustlangt á
metsölulista ljóðabóka.
56 bls.
Útgáfufélagið Sæmundur
ISBN 9789935901453
Leiðb.verð: 2.290 kr.
Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir
er fædd að Desjarmýri í
Borgarfirði eystra árið 1966 og
þar ólst hún upp. Ung hleypti
hún heimdraganum og hefur
búið og starfað víða á landinu,
lengst af á Norðurlandi.
Hún var nemandi í
Framhaldsskólanum á
Húsavík og eftir stúdentspróf
stundaði hún nám við
Kennaraháskóla Íslands.
Hún lauk kennaraprófi árið
2007 og hefur starfað síðan
sem skólasafnskennari við
Giljaskóla á Akureyri.
Mörg ljóðanna í bókinni
fjalla um lífið og tilveruna
og höfundur sækir einnig
yrkisefni til heimahaganna á
Borgarfirði eystra.
Ingunn Vigdís gaf út lítið
ljóðakver árið 1996, Hjörtu
í ilmandi umslögum og birti
ljóð í safnritunum Raddir að
austan (1999) og Djúpar rætur
(2002).
Ingunn V. Sigmarsdóttir
Austfirsk ljóðskáld XI
Andrá
Núið
agnarsmátt,
hverfult.
Reyni að fanga
líkt og fiðrildi
sem flýgur
hlæjandi,
litfagurt,
hverfur
inn í hóp
hinna
andránna.
Félag ljóðaunnenda
á Austurlandi
Ingunn V. Sigmarsdóttir
In
gu
n
n
V. Sigm
arsdóttir
ISBN 978-9935-410-05-4
9 7 8 9 9 3 5 4 1 0 0 5 4
Lausagrjót úr
þagnarmúrnum
IngunnV.sigmarsdóttir
Ingunn yrkir um lífið og til
veruna, einnig um náttúruna
og dregur upp myndir úr
heimahögunum í Borgarfirði
eystra. Bókin er sú ellefta í
flokknum Austfirsk ljóðskáld.
86 bls.
Félag ljóðaunnenda á
Austurlandi
ISBN 9789935410054
Leiðb.verð: 4.480 kr.
Ljóð og uppstillingar
1951 – 2011
úrval
KormákurBragason
Þetta er úrval ljóða sem áður
hafa komið út í fjórum bók
um höfundar sem eru: Spíru-
skip (1960), Djúpfryst ljóð
(1961), Ástfangnar flugvélar
(1996) og Pólitísk ástarljóð
(2008). Einnig eru í bókinni
„uppstillingar“ sem höfundur
nefnir svo og birtust í Spíru-
skipi. Einnig áður óbirt ljóð
og ljóð sem birtust í blöðum
og tímaritum.
148 bls.
Mostrarskegg
ISBN 9789935906304
Ljóðdómur ævisaga
í ljóðum
Ingimarerlendursigurðsson
Þessi ljóðabók Ingimars
Erlendar Sigurðssonar er
óvenjuleg að því leyti að hún
er í tveim bindum og er eins
konar ævisaga höfundarins
í ljóðum. Auk þess eru bæði
bindin ríkulega myndskreytt
af höfundi, bæði litmyndir og
teikningar.
Sigurjón Þorbergsson
ISBN 9789935906618 Kilja
Lömbin í Kambódíu
(og þú)
JónBjarkiMagnússon
Myndskr.:UnaBjörk
sigurðardóttir
Kambódía er eini hnötturinn
sem vitað er til að líf þrífist á.
Umhverfis Kambódíu liggur
þunnt lag lofttegunda, sem
samanstendur að mestu leyti
af köfnunarefni og súrefni.
Fyrir nokkrum milljónum ára
er talið að kambódískur api
hafi stökkbreyst og öðlast
þann hæfileika að geta staðið
á tveimur fótum. Síðan Kam
bódía myndaðist hefur hún
þróast stöðugt, og standa nú
eftir litlar sem engar leifar af
upphaflegri ásýnd hennar.
74 bls.
Útúrdúr
ISBN 9789979998235
Leiðb.verð: 2.490 kr. Kilja
Marlene og ég
GunnarM.G.
Marleneogég er þriðja ljóða
bók Gunnars M. G. Fyrsta bók
hans, Skimaðút, kom út árið
2007 og var fylgt eftir með
bókinni Millibarna 2009.
44 bls.
Uppheimar
ISBN 9789935432124 Kilja
Mávur ekki maður
ÁsdísÓladóttir
Sjötta ljóðabók Ásdísar Óla
dóttur sem vakið hefur at
hygli fyrir „vönduð og fáguð“
ljóð sín, eins og gagnrýnandi
komst að orði.
44 bls.
Veröld
ISBN 9789979789901
Leiðb.verð: 2.280 kr.