Bókatíðindi - 01.12.2011, Page 191
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 1 Fræði og bækur almenns efnis
189
400 bls.
Öryrkjabandalag Íslands
ISBN 9789979720201
Leiðb.verð: 4.900 kr.
Ekkert nýtt, nema
veröldin
Bréfaskipti Gríms Thomsens
og Brynjólfs Péturssonar
samant.:AðalgeirKristjánsson
ogHjaltisnærÆgisson
Skáldið Grímur Thomsen var
á stöðugum ferðalögum á
fimmta áratug nítjándu aldar.
Hann bjó um skeið í París,
London og Brussel, heimsótti
söguslóðir Napóleonsstríð
anna, fylgdist grannt með
leikhúslífi og bókmenntum,
sótti veislur með helstu fyrir
mennum samtímans og tók
virkan þátt í dönskum stjórn
málum með greinaskrifum
sínum. Hér birtast bréfaskipti
hans og Fjölnismannsins
Brynjólfs Péturssonar, en í
þeim má finna ferðalýsingar,
bókmenntarýni, leikhús
dóma, lifandi umræðu um
þjóðmál og hressandi slúður
um samlanda þeirra í Kaup
mannahöfn.
170 bls.
Sögufélag
ISBN 9789979990246
Leiðb.verð: 3.800 kr. Kilja
Eldgos 1913–2011
AriTraustiGuðmundsson
Myndritstj.:ragnarTh.
sigurðsson
Þessi glæsilega bók geymir
ljósmyndir af öllum eld
gosum 20. aldar og fyrstu
gosum þeirrar 21. Bókin lýsir
stórkostlegu sjónarspili elds
umbrota á einstæðan hátt.
Fróðlegir textar Ara Trausta
Guðmundssonar setja mynd
irnar í samhengi en hann
semur einnig fróðlegt yfirlit
um sögu og eðli eldsum
brota og landmótunar á Ís
landi. Ragnar Th. Sigurðsson
annaðist myndaritstjórn
og leitaði í smiðju margra
fremstu myndasmiða þjóðar
innar á þessu sviði.
336 bls.
FORLAGIð
Vaka-Helgafell
ISBN 9789979221463
Engan þarf að öfunda
BarbaraDemick
Mögnuð verðlaunabók,
sem farið hefur sigurför um
heiminn, um daglegt líf al
mennings í NorðurKóreu,
lokaðasta landi heims.
336 bls.
Bókafélagið Ugla
ISBN 9789979651710 Kilja
Ég drepst þar sem mér
sýnist
GíslirúnarJónsson
Þessi bók er fágætt safn 2.000
upplýsandi og drepskemmti
legra sagna úr sviðsljósinu. Í
þessari kaldhæðnislega inn
bundnu en dagsönnu revíu
stígur Gísli Rúnar Jónsson
dramatískan darraðardans
í óformlegu en taktvissu
hliðarspori við leiklistarsög
una, við undirleik kostulega
ónákvæmrar en alþjóðlegrar
ritstjórnar Grínara hring
sviðsins.
Öldum saman hefur
sviðsljósið verið uppspretta
óþrjótandi söguburðar og
má þá einu gilda hvort við
sögu komu leikstjórinn og
leikhússtjórinn sem reyndu
að bíta nefið hvor af öðrum,
gagnrýnandinn sem kom að
konunni sinni uppi í rúmi
með ballettdansaranum