Bókatíðindi - 01.12.2011, Side 240
238
Útivist, íþróttir og tómstundir B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 1
Ferðakort 2 – 1:250 000
Suðvesturland
Vandað landshlutakort með
hæðarskyggingu og 50 metra
hæðarlínubili auk nýjustu
upplýsinga um vegi landsins,
vegalengdir og veganúmer.
Þá eru mikilvægar upplýs
ingar um ferðaþjónustu svo
sem um bensínafgreiðslur,
gististaði og sundlaugar,
söfn, friðlýstar minjar, golf
velli, hringsjár og bátsferðir.
Blaðstærð: 86 x 110 cm.
Tungumál: Íslenska, enska,
þýska og franska.
Ferðakort
ISBN 9789979672722
Svarfaðardalsfjöll
Bjarnie.Guðleifsson
Hreppamörkin umhverfis
Svarfaðardal eru um 120
km löng og telja 75 tinda
með jafnmörgum skörðum. Í
bókinni er greint frá göngu
ferðum á þessa tinda og
prýða frásagnirnar fjölmargar
myndir og kort með örnefn
um. Þetta er tvímælalaust
jólabók fjallgöngufólksins.
191 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9789979797999
Leiðb.verð: 4.980 kr. Kilja
Veiðisögur
BubbiMorthens
Myndir:einarFalurIngólfsson
Bubbi er ástríðuveiðimaður
allt frá barnsaldri. Hér kallar
hann fram eftirminnilega
atburði, glímu við silung
og stórlaxa víða um land.
Sögurnar hrífa lesandann
alla leið fram á árbakkann og
Einar Falur styður frásögnina
með óviðjafnanlegum ljós
myndum.
160 bls.
Salka
ISBN 9789935418753
Vötn og Veiði
Stangaveiði á Íslandi 2011
ritstj.:Guðmundur
Guðjónsson
Hvað gerðist helst í heimi
stangaveiðinnar sl sumar?
Veiðimennirnir, veiðistað
irnir, veiðisögurnar og helstu
fréttirnar, allt á einum stað
í þessari fróðlegu bók sem
hefur komið út frá 1988.
Mikill fjöldi ljósmynda eftir
fjölmarga veiðimenn prýða
bókina og gefa henni lifandi
og skemmtilegan svip. Þetta
er veiðibók sem allir áhuga
menn um stangaveiði þurfa
að eiga.
224 bls.
Litróf ehf.
ISBN 9789935901613
Leiðb.verð: 3.790 kr.
Þar sem himinn frýs
við jörð
MagnúsÞórHafsteinssonog
FriðþjófurHelgason
Norðurslóðir búa yfir mikilli
náttúrufegurð og tækifær
um. Þær skipta sífellt meira
máli fyrir framtíð okkar allra
og verða æ meira áberandi
í allri umræðu um náttúru
vernd, nýtingu auðlinda og
samgöngur. Hér segir frá för
nokkurra Íslendinga á heims
skautsslóðir NorðurKanada.
Þeir könnuðu víðfeðm land
svæði sem mjög fáir Íslend
ingar hafa heimsótt áður og
eru okkur framandi. Hug
rekki, þolgæði og áratuga
löng reynsla af ferðum um
hálendi Íslands kom þeim
áfram yfir mjög erfiðar tor
færur. Sagt er frá náttúruskil
yrðum og fólki sem þeir hittu
á leiðinni. Athygli er einnig
beint að sögu landkönnuða
fyrri alda sem lögðu leið sína
um þessar miskunnarlausu
en töfrandi slóðir og máttu
oft gjalda það dýru verði.
Bókina prýðir mikill fjöldi
stórglæsilegra ljósmynda
sem teknar voru í leiðangr
inum. Auk þess fylgir henni
rúmlega klukkustundar löng
heimildarkvikmynd.
144 bls.
Hið mikla heimskautafélag ehf.
ISBN 9789979720089
Þóra – heklbók
TinnaÞórudóttir
Þorvaldsdóttir
Myndskr.:Ingibjörg
Birgisdóttir
Hér eru sýndar mismunandi
aðferðir við hekl; allt frá því
hvernig haldið er á nálinni og
bandinu til flókinna mynstra.
Bókina prýða 32 nútímalegar
og spennandi uppskriftir
með listrænum myndum og
leiðbeiningum.
120 bls.
Salka
ISBN 9789935170200