Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 5
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8
B
Fyrsta bókin mín
Form
Litir
Walt Disney
Fallegar og fræðandi bækur fyrir þau yngstu, úr smiðju
Disney.
Edda útgáfa
G I
Grimmsævintýri
Val Biro
Þýð.: Steingrímur Steinþórsson
Úrval úr ævintýraheimi Grimmsbræðra með mynd-
skreytingum Val Biro. Í bókinni birtast margar af
vinsælustu sögunum úr þessu alþekkta ævintýrasafni.
198 bls.
Skrudda
D
Hafmeyjan Hanna
Með hreyfanlegum pallíettum!
Þýð.: Baldur Snær Ólafsson
Hanna hafmeyja og vinkonur hennar sjá um að gefa út
skólablaðið. Dag nokkurn er ekkert í fréttum! Í örvænt-
ingu sinni skáldar Hanna forsíðufrétt um að drottningin
ætli að heimsækja skólann. Tekst Hönnu að bjarga sér
úr vandræðunum á síðustu stundu?
29 bls.
Setberg bókaútgáfa
D
Fallegu lögin okkar
Myndskr.: Úlfur Logason
Tónlist: Jón Ólafsson
Tónbækurnar Vögguvísurnar og Sönglögin við undir-
leik snillingsins Jóns Ólafssonar hafa svo sannarlega
slegið rækilega í gegn. Nú heldur Jón áfram og leikur
20 mannbætandi sönglög; Ég veit þú kemur, Í síðasta
skipti, Flugvélar, Hvert örstutt spor, Lítill fugl, Þannig
týnist tíminn og miklu fleiri. Einstakar myndskreytingar
Úlfs Logasonar ásamt textum laganna prýða bækurnar.
64 bls.
Sögur útgáfa
D
Freyja og Fróði eignast gæludýr
Freyja og Fróði rífast og sættast
Kristjana Friðbjörnsdóttir
Myndir: Bergrún Íris Sævarsdóttir
Freyju og Fróða langar í gæludýr og hafa ýmsar góðar
hugmyndir – þótt sumar séu kannski pínulítið hættu-
legar. Og þótt systkinin séu oftast góðir vinir slettist
stundum upp á vinskapinn. Þá er gott að kunna leiðir til
að róa skapið og sættast aftur. Tvær fjörugar bækur um
Freyju og Fróða sem eru alltaf að læra eitthvað nýtt.
32 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
D
Fullt af lífi
Fjölbreytileiki lífsins á jörðinni
Nicola Davies
Þýð.: Ágústa Lyons Flosadóttir
Myndskr.: Emily Sutton
Lífið er alls staðar!
Sjáðu í þessari bók hvernig allar lífverur – líka við
sjálf – erum hluti af stórum fjölbreyttum vef og hvernig
við þurfum öll hvert á öðru að halda.
Hver einasta blaðsíða er full af litadýrð, þar sem lista-
maðurinn fer með okkur í ferð í kringum heiminn.
40 bls.
litli Sæhesturinn
5
Barnabækur MYNDSKREY T TAR