Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 71

Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 71
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 E Þjónn verður leiðtogi Robert K. Greenleaf Þýð.: Róbert Jack Í bókinni lýsir höfundurinn grunnhugmyndum sínum um þjónandi forystu, veitir innsýn í hugmyndafræðina og varpar fram dæmum sem sýna hvernig þjónandi for- ysta birtist í samfélaginu og í daglegum störfum stjórn- enda og leiðtoga. Þekkingarsetur um þjónandi forystu gefur bókina út í samstarfi við IÐNÚ. 105 bls. IÐNÚ útgáfa D F Þrautgóðir á raunastund 1950–1975 Steinar J. Lúðvíksson Á árunum 1950–1975 unnu björgunarmenn við strendur Íslands mörg frækileg afrek – en engu að síður fórst fjöldi sjómanna á þessum árum. Hér er fjallað um 58 hrikaleg sjóslys frá þessu tímabili. Frásagnirnar eru margar hverjar í senn skelfilegar og stórbrotnar. 454 bls. Veröld D Ævintýri í Austurvegi Ísland á HM 2018 Skapti Hallgrímsson Íslendingar stigu á stærsta svið knattspyrnunnar í fyrsta skipti þegar þeir tóku þátt í lokakeppni heimsmeistara- mótsins. Heimsbyggðin hreifst af frækinni frammistöðu strákanna okkar, fulltrúa langfámennustu þjóðar sem nokkru sinni hefur verið með á HM. Í þessari frábæru, ríkulega myndskreyttu bók segir Skapti Hallgrímsson (blaðamaður á Morgunblaðinu í 40 ár) á persónulegan hátt frá þátttöku Íslendinga; ævintýri sem lengi verður í minnum haft. 192 bls. Tindur D Víkingur Sögubrot af aflaskipi og skipverjum Haraldur Bjarnason Togarinn Víkingur AK-100 kom nýsmíðaður til Akra- ness frá Þýskalandi árið 1960. Skipinu var síðar breytt í nótaskip og var eitt aflahæsta skip íslenska flotans í áratugi. Í bókinni er fjallað um aðdragandann að smíði skipsins og nokkrir af skipverjunum segja sögu þess í rúma hálfa öld. Bókin er ríkulega myndskreytt og í raun hluti af útgerðarsögu landsmanna síðustu áratugina. 157 bls. Bókaútgáfan Hólar D Þankar við slaghörpuna Jónas Ingimundarson Íslenska einsöngslagið, tónlistarskólarnir, flutningur tónlistar og tónlistarhús, merkir tónlistarmenn sem hafa orðið á vegi höfundar hér heima og erlendis, – um allt þetta og miklu fleira má lesa í þessum stórfróðlegu og vönduðu pistlum. 307 bls. Bókaútgáfan Sæmundur G Þetta breytir öllu: kapítalisminn gegn loftslaginu Naomi Klein Þýð.: Jóhannes Ólafsson Loftslagsbreytingar eru ekki álitamál. Þær eru lokavið- vörun til siðmenningarinnar. Kröftugur boðskapur sem fluttur er með eldum, flóðum, þurrkum og útdauðum tegundum um að við þurfum algjörlega nýtt efnahags- kerfi og nýja leið til þess að deila þessari plánetu. Hér er á ferðinni aðgengileg bók sem sannarlega opnar augu lesenda. 444 bls. Salka / Útgáfuhúsið Verðandi G F Þjáningarfrelsið Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla Auður Jónsdóttir, Bára Huld Beck og Steinunn Stefánsdóttir Flestir eru sammála um mikilvægi fjölmiðla en samt blasir við að íslenskir fjölmiðlar eiga erfitt uppdráttar. Þessi bók geymir skoðanir og hugleiðingar fimmtíu manns úr faginu á þessu mikilvæga málefni. Hér er for- tíðin skoðuð, samtímanum lýst og varpað fram stórum spurningum sem verða vonandi efni í frjóa umræðu. Höfundarnir þrír hafa allir stundað skrif og blaða- mennsku. 456 bls. Forlagið – Mál og menning D C Hljóðbók frá Storytel Þjóðhöfðingar Íslands frá upphafi til okkar daga Vera Illugadóttir Vera Illugadóttir hefur á síðustu misserum slegið í gegn með útvarpsþætti sína Í ljósi sögunnar þar sem hún segir stórmerkar sögur úr fortíð sem samtíð. Í þessari bráðskemmtilegu bók varpar hún fróðlegu og fjörlegu ljósi á þjóðhöfðingja Íslands allt frá Hákoni gamla til Guðna Th. Jóhannessonar. Hverjir voru allir þessir þjóðhöfðingjar fortíðarinnar, hver voru afrek þeirra og skandalar? Bókin fæst einnig sem hljóðbók. Lesari Vera Illugadóttir. 296 bls. / H Sögur útgáfa 71 Fræði og bækur almenns efnis 24. OG 25. NÓVEMBER Í HÖRPU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.