Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 16

Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 16
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 D Silfurlykillinn Sigrún Eldjárn Sumarliði og Sóldís eru nýflutt í skrítið hús sem heitir Strætó númer sjö. Pabbi fullyrðir að einu sinni hafi það keyrt um bæinn, en hann segir líka svo margt furðulegt um lífið í gamla daga þegar allir áttu síma og bækur voru ennþá til. Svo birtist dularfull stelpa. Silfurlykillinn er spennandi saga, prýdd fjölda litmynda úr furðulegri veröld. 226 bls. Forlagið – Mál og menning D Sígildar myndasögur – Drakúla Russel Punter Í þessari bók er sagt frá hinum ískyggilega Drakúla greifa sem býr hátt í fjöllunum. Ógnþrungin spenna frá fyrstu til síðustu blaðsíðu. Bókin er kærkomin viðbót fyrir unga lesendur sem hafa ekki öðlast úthald til að lesa frumtextann eftir Bram Stoker sem bókin er byggð á. 103 bls. Rósakot E Snati litli í ræningjahöndum Holly Webb Þýð.: Ívar Gissurarson Snati litli er besta jólagjöf sem Emilía gat hugsað sér. Þau verða strax óaðskiljanlegir vinir. Dag einn hverfur Snati á meðan hún er í skólanum og enginn veit hvar hann er niður kominn. Emilía er alveg ákveðin í að finna fallega hvolpinn sinn – en skyldi henni takast það? 128 bls. Nýhöfn D Stjáni og stríðnispúkarnir – Myrkraverur Zanna Davidson Stjáni reynir að halda sér vakandi til þess að verjast skrímslunum sem búa í myrkrinu. Hvað er á seyði? Eru skrímslin í myrkrinu raunveruleg? Bækurnar um Stjána eru spennandi valkostur fyrir krakka sem eru að ná góðum tökum á lestri. 80 bls. Rósakot E Svarta kisa Til hamingju með afmælið Svarta kisa Svarta kisa fer í bað Nick Bruel Þýð.: Bjarki Karlsson Bækurnar um Svörtu kisu eru bráðfyndnar og fræðandi. Þær henta lesendum frá 7-107 ára og eru í hópi allra vinsælustu barnabóka Bandaríkjanna. Kattareigendur elska hinn svarta húmor sem fylgir svörtu kisu. Yfir 15 milljónir eintaka seldar um heim allan. 128 bls. Bókafélagið D Ropandi Rúna Michael Rosen Þýð.: Jakob F. Ásgeirsson Myndskr.: Tony Ross Dag einn í ósköp venjulegu húsi varð ósköp venjulegri stelpu — henni Rúnu — það á að gefa frá sér mjög óvenjulegan ROPA. ROPA sem var svo sérstakur að hann feykti hlutum um koll. ROPA sem var svo risa- stór að hann fór fljótlega að skapa usla hvar sem Rúna kom — í matsalnum, í skólanum og á skólalóðinni. Því- líkt ROPtrúlegt leyndarmál hlaut að kvisast út. Áður en varði var Rúna orðin ROPANDI fræg um allan heim ... 60 bls. Ugla D I Rummungur ræningi Otfried Preußler Þýð.: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Ævintýri Kaspers og Jobba hefjast þegar Rummungur ræningi stelur kaffikvörninni hennar ömmu. Vinirnir tveir ætla að handsama ræningjann og endurheimta kvörnina, en það reynist þrautin þyngri. Fyrsta bókin af þremur um þennan óprúttna skúrk. Litprentuð afmælisútgáfa! 115 bls. Dimma D Sagan um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins Hjörleifur Hjartarson Teikningar: Rán Flygenring Skarphéðinn Dungal er ekki eins og flugur eru flestar. Hann er forvitinn, fordómalaus og gagnrýninn og grunar að heimurinn geymi fleira en sléttuna umhverfis borg flugnanna. Stórskemmtileg þula með heimspekilegum undir- tóni eftir Hjörleif Hjartarson með teikningum Ránar Flygenring en bók þeirra Fuglar hefur slegið í gegn hjá lesendum á öllum aldri. 72 bls. Angústúra D Seiðmenn hins forna Cressida Cowell Þýð.: Jón St. Kristjánsson Þegar örlagastjörnur Xars og Óskar mætast verða þau að gleyma þrætuefnum þjóða sinna ef þau eiga að kom- ast í hinar leyndu dýflissur Járnvirkisins. En þar byltir sér nú eitthvað sem sofið hefur öldum saman ... Fyrsta bókin í þriggja bóka flokki eftir metsöluhöf- undinn Cressidu Cowell en bókaflokkur hennar AÐ TEMJA DREKANN SINN sló rækilega í gegn og eftir honum hafa verið gerðar bæði verðlaunakvikmyndir og sjónvarpsþættir. 400 bls. Angústúra D F C Siggi sítróna Gunnar Helgason Lesari: Gunnar Helgason Stella er á leið í stóra aðgerð og kvíðir fyrir. En það er ekki eina áhyggjuefnið: Mamma er ólétt að tvíburum og allt gengur á afturfótunum við undirbúning brúð- kaups þeirra pabba. Svo eru það vinirnir og Þór, kossar og hárþvottur! Þessi stórskemmtilega bók er framhald metsölubókanna Mamma klikk, Pabbi prófessor og Amma best. 183 bls. / H 4:10 klst. Forlagið – Mál og menning 16 Barnabækur SK ÁLDVERK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.