Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 67

Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 67
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 D I Siðfræði Níkomakkosar Aristóteles Þýð.: Svavar Hrafn Svavarsson Eitt merkasta heimspekirit sögunnar, grundvallarrit í siðfræði, sem fjallar öðru fremur um dyggðina. Ritinu fylgir ítarlegur inngangur þar sem m.a. er greint frá ævi, ritum og kenningum Aristótelesar. Tvö bindi í öskju. 677 bls. Hið íslenska bókmenntafélag G Sigraðu sjálfan þig Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira Ingvar Jónsson Einstök bók sem getur liðsinnt öllum þeim sem hafa hug á að brjótast úr fari vanans, stefna hærra og sækja lengra – hvort heldur er í starfi eða einkalífi. Byggt er á hugmyndafræði markþjálfunar og unnið með fjölmörg verkfæri sem auðvelda lesandanum að ná markmiðum sínum og sigra sjálfan sig. 199 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell G Sigurtunga Vesturíslenskt mál og menning Ritstj.: Höskuldur Þráinsson, Birna Arnbjörnsdóttir og Úlfar Bragason Safn greina eftir 20 höfunda. Þær tengjast nýrri rannsókn á máli og menningarlegri sjálfsmynd fólks af íslenskum ættum í Vesturheimi og fjalla um sögu vesturfaranna, bókmenntir og málþróun vestra. Forseti Íslands skrifar formálsorð. 320 bls. Háskólaútgáfan E Safn til íslenskrar bókmenntasögu Jón Ólafsson úr Grunnavík Ritstj.: Svanhildur Óskarsdóttir Inng.: Guðrún Ingólfsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir Í bókmenntasögu Jóns Ólafssonar kynnast lesendur hugmyndum 18. aldar manna um bókmenntir og fá upplýsingar um fleiri en 100 íslenska fræðimenn, skáld og rithöfunda. Enn fremur er hér í fyrsta sinn fjallað um íslenskar skáldkonur. Bókmenntasaga Jóns hefur ekki áður komið út á prenti. 278 bls. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum G Saga Tímarit Sögufélags LVI: 1 2018 og LVI: 2 2018 Ritstj.: Erla Hulda Halldórsdóttir og Vilhelm Vilhelmsson Tímaritið Saga kemur út tvisvar á ári, vor og haust. Efni þess er fjölbreytt og tengist sögu og menningu landsins í víðum skilningi. Þar birtast m.a. greinar, viðtöl og umfjallanir um bækur, sýningar, heimildamyndir og kvikmyndir. Ómissandi öllum þeim sem áhuga hafa á sögu Íslands. 272/216 bls. Sögufélag G Samningatækni Aðalsteinn Leifsson Samningaviðræður eru hluti af daglegu lífi fólks, hvort sem er í starfi, vegna persónulegra fjármála eða í sam- skiptum við fjölskyldu og vini. Í þessari bók gefur Aðal- steinn Leifsson hagnýtar ráðleggingar til að hjálpa þér að ná árangri hvort sem þú semur fyrir þig, fjölskylduna eða fyrirtækið. 234 bls. Salka / Útgáfuhúsið Verðandi E Sanntrúaði villutrúarmaðurinn og aðrar ómögulegar sögur Peter Rollins Þýð.: Þorvaldur Víðisson Í þessari grípandi, en jafnframt ögrandi bók kynnir Peter Rollins trúarsýn á Guð sem er óháð stofnunum kirkjunnar. Hörð gagnrýni hans á trúarbrögð, sem gæti vakið undrun, er knúin áfram af djúpri og ævarandi ást á því hvað það merkir raunverulega að fylgja Jesú. Þessi bók vekur margar áleitnar spurningar. Dæmisögur þessarar bókar eiga fyrst og fremst að breyta hjarta- lagi okkar, segir höfundurinn, ekki hugmyndum okkar. Nánar má kynnast höfundi á www.peterrollins.net 160 bls. Skálholtsútgáfan D Segulbönd Iðunnar Ritstj.: Rósa Þorsteinsdóttir Bók og fjórir geisladiskar með 160 kvæðalögum úr segulbandasafni Kvæðamannafélagsins Iðunnar sem nú er varðveitt á Árnastofnun. Með hverju lagi eru prentaðar nótur og vísur. Í bókinni eru einnig greinar sem tengjast efninu, yfirlit yfir bragarhætti rímna og upplýsingar um kvæðafólkið, vísnahöfunda og þau sem stemmurnar eru kenndar við. 294 bls. Kvæðamannafélagið Iðunn og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 67 Fræði og bækur almenns efnis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.