Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 51

Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 51
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 D Lífssporin mín Erla Jónsdóttir Lífssporin mín heitir sjálfsævisaga Erlu Jónsdóttur, fyrr- verandi forstöðumanns Bókasafns Garðabæjar. Erla segir m.a. frá uppvextinum á Akureyri, námi í M.A., Akureyrarveikinni, blaðamennsku á DV, dvöl í Svíþjóð, skilnaði og baráttunni við að læra að lifa ein og hvernig hún um síðir fann ástina að nýju. Fróðleg og hrífandi frásögn. 260 bls. Almenna bókafélagið D Myndir á háalofti Sigríður Svana Pétursdóttir Hér segir frá ævi listamannsins og vélstjórans Guð- mundar Víborg Jónatanssonar og fjölskyldu hans á Íslandi og í Vesturheimi. 140 bls. Urður bókafélag D F Níu líf Gísla Steingrímssonar ævintýramanns úr Eyjum Sigmundur Ernir Rúnarsson Það er vægast sagt ótrúlegt að einn og sami maðurinn skuli hafa lifað af hvert sjóslysið á fætur öðru og lent í fjölmörgum háskalegum mannraunum um heim allan. Saga Eyjapeyjans Gísla Steingrímssonar sýnir og sannar að veruleikinn getur verið lygilegri en nokkur skáld- skapur. 312 bls. Veröld C Nú – nú, óskráð saga Steinþór Þórðarson segir frá Umsj.: Stefán Jónsson Árin 1969–1970 mælti Steinþór á Hala minningar sínar af munni fram í Ríkisútvarpinu. Steinþór var bróðir Þórbergs rithöfundar eins og kunnugt er. Þeir sem hlustuðu á frásagnir hans muna þær í hillingum, svo vel sagði hann frá og orðfærið var svo sérstakt að unun var á að hlýða, enda urðu þættirnir fádæma vinsælir. Hér er ómetanleg heimild um samtíma hans og lifandi sagna- hefð. Gefið út með góðfúslegu leyfi RÚV. H 12:35 klst. Hljóðbók.is D F Hundakæti Dagbækur Ólafs Davíðssonar 1881–1884 Formáli: Þorsteinn Vilhjálmsson Dagbækur Ólafs Davíðssonar eru einstök heimild um líf og hugsunarhátt ungra íslenskra menntamanna á síðasta fjórðungi 19. aldar. Ólafur lýsir meðal annars svallveislum skólasveina, segir kjaftasögur úr Reykja- víkurlífinu og fjallar afar opinskátt um eigin tilfinningar – ekki síst til skólabróður síns. Dagbækurnar voru áður gefnar út 1955 en þá ritskoðaðar; nú er ekkert dregið undan. 224 bls. Forlagið – Mál og menning D Jón Gunnarsson – Ævisaga Jakob F. Ásgeirsson Fáir menn hafa markað jafn djúp spor í atvinnusögu Íslendinga á tuttugustu öld og Jón Gunnarsson, hún- vetnski sveitastrákurinn sem lauk verkfræðiprófi frá MIT árið 1930. Hann var framkvæmdastjóri SR á þeim árum þegar síldarvinnsla var mikilvægasti útflutn- ingsatvinnuvegur landsmanna. Síðar byggði hann upp stærsta fyrirtæki Íslendinga í útlöndum, Coldwater Sea- food Corporation, og skapaði íslenskum sjávarafurðum nafn á stærsta markaði heims. Þungvæg ævisaga um einstakan afreksmann. 400 bls. Ugla E Katrín mikla Jón Þ. Þór Saga Katrínar miklu keisarainnu í Rússlandi er ævintýri líkust. Hér er saga hennar rakin frá fæðingu, sagt frá valdatöku hennar árið 1762 og ævintýralegum valdaferli allt til dauðadags árið 1796. 239 bls. Urður bókafélag D Kennedybræður Óskar Þór Halldórsson Þeir hafa verið kenndir við Kennedy, bræðurnir fimm frá Akureyri, Baldur, Vilhelm, Birgir, Skúli og Eyjólfur. Þrír þeirra stofnuðu stærstu bílaleigu landsins og hinir tveir hafa líka starfað þar. Þetta er saga framkvæmda- manna og frumkvöðla sem einnig hafa látið til sín taka í íþróttum og félagsmálum. Í bókinni eru um 300 ljós- myndir, margar áður óbirtar. 368 bls. Almenna bókafélagið 51 Ævisögur og endurminningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.