Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 36

Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 36
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 E F Hvert andartak enn á lífi Tom Malmquist Þýð.: Davíð Stefánsson Mögnuð og ógleymanleg saga um missi og djúpa sorg, ástina, lífið og dauðann. Karin og Tom eiga von á fyrsta barni sínu þegar Karin veikist skyndilega og er flutt í snarhasti á sjúkrahús. Þegar Tom snýr heim er hann einn – með litlu dóttur sinni og sárri sorginni. Marg- verðlaunuð bók sem var m.a. tilnefnd til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. 271 bls. Forlagið – Mál og menning E F Hözzlaðu eins og þú verslar Lin Jansson Þýð.: Helga Soffía Einarsdóttir Lovisa nálgast þrítugt og er enn einhleyp. Vinkonurnar ráðleggja henni að reyna við stráka eins og hún kaupi skó, að hözzla eins og hún versli. Kölluð Fyrsta uppi- standsskáldsagan og sló í gegn í Svíþjóð. „Hözzlaðu eins og þú verslar er í toppbaráttu við fyndnustu bækur síðari tíma.“ JMA/Mbl. 357 bls. Bjartur E I Kalak Kim Leine Þýð.: Jón Hallur Stefánsson Kalak er skáldævisaga. Kim strýkur úr samfélagi Votta Jehóva í Noregi til Kaupmannahafnar. Flóttinn berst síðan til Grænlands þar sem við sögu koma skrautleg og fjölbreytileg störf hjúkrunarfræðings i grænlenskum byggðum. En einnig misfriðsamar ástkonur, veiðiferðir og barferðir. Nú fáanleg í kilju. 320 bls. Bókaútgáfan Sæmundur E F C I Kapítóla E.D.E.N. Southworth Þýð.: Eggert Jóhannsson Lesari: Þórunn Hjartardóttir Sagan um uppreisnargjörnu strákastelpuna Kapítólu, karlfauskinn Fellibyl, sem reynir að gera hana að hefðar- dömu, ræningjaforingjann svarta Donald og öll hin hefur heillað lesendur í meira en eina öld og hér er hún enn komin. Silja Aðalsteinsdóttir sá um útgáfuna og ritar eftirmála. 552 bls. / H Forlagið E F Konan í glugganum A.J. Finn Þýð.: Friðrika Benónýsdóttir Anna Fox ráfar um húsið sitt, týnd í minningum um hamingju sem var, stígur aldrei út undir bert loft en fylgist með nágrönnunum út um gluggana. Ný fjöl- skylda flytur í götuna og eitt kvöldið verður Anna vitni að atviki sem enginn átti að sjá – eða sá hún það í raun og veru? Mun einhver trúa henni? Æsispennandi saga sem ekki er hægt að leggja frá sér. 458 bls. Forlagið – JPV útgáfa E F Hin órólegu Linn Ullmann Þýð.: Ingibjörg Eyþórsdóttir Óvenjuleg og áhrifamikil saga um börn sem vilja verða fullorðin og fullorðna sem helst vilja vera börn. „Einn besti rithöfundur Noregs skrifar frábæra og töfrandi bók um sína frægu foreldra og eigin uppvöxt.“ VG, Noregi 315 bls. Bjartur E F Hinir smánuðu og svívirtu Fjodor Dostojevskí Þýð.: Gunnar Þorri Pétursson og Ingibjörg Haraldsdóttir Viðburðarík skáldsaga frá 1861; saga um gæsku og illsku, ástir, svik og stéttaskiptingu – og samspil alls þessa í lífi eftirminnilegra sögupersóna. Ingibjörg Haraldsdóttir (d. 2016) þýddi mörg helstu skáldverk Dostojevskís og hóf þýðingu þessarar bókar en varð frá að hverfa. Við tók Gunnar Þorri Pétursson sem lauk verkinu, ritaði skýringar og eftirmála. 555 bls. Forlagið E F Hinn grunaði hr. X Keigo Higashino Þýð.: Ásta S. Guðbjartsdóttir Hinn grunaði hr. X er hugvitssamleg skáldsaga eftir einn vinsælasta rithöfund Japana um þessar mundir, Keigo Higashino, hinn „japanska Stieg Larsson“. „Óvenjuleg og grípandi spennusaga sem er falleg og átakanleg í senn og vekur lesandann til umhugsunar.“ ★★★★ Kolbrún Bergþórsdóttir/Frbl. 395 bls. Bjartur D Homo Sapína Niviaq Korniliussen Þýð.: Heiðrún Ólafsdóttir Eftir að Fía hættir með kærastanum og kynnist Söru gjörbreytist líf hennar. Fía, Inuk, Sara, Arnaq og Ivinnguaq eru öll í leit að ástinni og sjálfum sér. Við fylgjum einni persónu í hverjum kafla en sögur þeirra fléttast allar saman í ísköldum grænlenskum veruleika þar sem fordómar og fastheldni ráða ríkjum. 160 bls. Bókaútgáfan Sæmundur G Hrakinn Astrid Saalbach Þýð.: Arnrún Eysteinsdóttir Andreas Ruud Christensen lendir í skíðaslysi í Ölpunum. Þegar hann vaknar úr dái eftir nokkra sólarhringa, hefur hann misst minnið að hluta til og breytingar hafa orðið á persónuleika hans. Hann reynir að endurheimta sitt fyrra líf, en hann fjarlægist umhverfið enn meira. 291 bls. Draumsýn 36 Skáldverk ÞÝDD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.