Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 62

Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 62
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 D Jómsvíkinga saga Umsj.: Þorleifur Hauksson og Marteinn Helgi Sigurðsson Ritstj.: Þórður Ingi Guðjónsson Jómsvíkinga saga er síðasta bindi konungasagna í Íslenzkum fornritum. Hún er talin rituð kringum 1200 og er fyrst og fremst skemmtisaga; höfundur lætur sér staðfræði og sannfræði í léttu rúmi liggja og sýnir konungum og höfðingjum algert virðingarleysi. Tvær drápur fylgja útgáfunni auk nokkurra þátta, einkum úr Flateyjarbók. 430 bls. + 12 myndasíður Hið íslenska fornritafélag D F Kaupthinking Bankinn sem átti sig sjálfur Þórður Snær Júlíusson Kaupthinking er saga um breyskleika valdamikilla athafnamanna og undirmanna þeirra sem olli gríðar- legum skaða. Þetta er saga um ofmetnað og græðgi, blekkingar og svik, ris og fall. Einstök bók um það sem gerðist á bak við tjöldin í einu sögulegasta gjaldþroti heims með upplýsingum úr innsta hring. 371 bls. Veröld D Kirkjur Íslands 29 Skálholtsdómkirkja Ritstj.: Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason Kirkjur Íslands er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli byggingar- listar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í þessu bindi er fjallað um Skálholtsdómkirkju. 280 bls. Hið íslenska bókmenntafélag, Þjóðminjasafn Íslands, Minjastofnun Íslands og Biskupsstofa D Kirkjur Íslands 30 Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarstönd Ritstj.: Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason Kirkjur Íslands er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli bygg- ingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í þessu bindi er fjallað um Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd. 133 bls. Hið íslenska bókmenntafélag, Þjóðminjasafn Íslands, Minjastofnun Íslands og Biskupsstofa D Kirkjur Íslands 31 Ritstj.: Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason Kirkjur Íslands er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli byggingar- listar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Þetta síðasta bindi ritraðarinnar geymir yfirlitsgreinar og skrár sem taka til ritverksins í heild. 372 bls. Hið íslenska bókmenntafélag, Þjóðminjasafn Íslands, Minjastofnun Íslands og Biskupsstofa E Íslenskar rúnir 1000 ára saga Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík Áður en latneskt skrifletur og bókmenning barst í Norðurálfuna voru rúnir notaðar sem letur. Á Íslandi voru rúnir notaðar frá landnámi og áfram fram undir 19. öldina miðja. Hér þróaðist sér íslenskt rúnakerfi sem hélt velli langt fram eftir öldum. Rakin er í stuttu máli saga og þróun hinna íslensku rúna, notkun þeirra og menningarlegt gildi. 52 bls. Almenna bókafélagið D Íslenskir heyskaparhættir Bjarni Guðmundsson Mannfrekir heyskaparhættir hér á landi höfðu lítið breyst í rás aldanna þar til vélar komu til sögunnar á tuttugustu öldinni, og tækninni fleygði síðan svo hratt fram að nú á dögum snertir mannshöndin vart heyið. Í þessari bók eru helstu atriði þeirrar sögu rakin. Hún er systurbók Íslenskra sláttuhátta sem komu út árið 2015. 346 bls. Hið íslenska bókmenntafélag og Bókaútgáfan Opna G Íslenskt lýðræði Starfsvenjur, gildi og skilningur Ritstj.: Vilhjálmur Árnason og Henry Alexander Henrysson Í bókinni er íslenskt lýðræði skoðað út frá siðfræði, sagnfræði, stjórnmálafræði, stjórnsýslufræði, fjölmiðla- fræði og menntaheimspeki. Áhersla er lögð á að greina starfshætti og stefnumótun í ljósi hugmynda rökræðu- lýðræðis. Ritið er framlag til þess að bæta lýðræðislega stjórnarhætti svo að endurheimta megi traust á stjórn- málum og stofnunum fulltrúalýðræðisins. 280 bls. Háskólaútgáfan G Jane Austen og ferð lesandans Skáldkonan í þremur kvennagreinum samtímans Alda Björk Valdimarsdóttir Verk Jane Austen hafa aldrei verið vinsælli en nú og ekki sér fyrir endann á þeim skáldsögum og kvik- myndum sem sækja í þau. Í Jane Austen og ferð lesand- ans er kannað hvernig ímynd Austen lifir áfram innan þriggja kvennagreina sem njóta gríðarlegrar hylli, þ.e. í ástarsögum, skvísusögum og sjálfshjálparritum. 464 bls. Háskólaútgáfan G Jarðvegur Myndun, vist og nýting Þorsteinn Guðmundsson Bókin er í senn almennt fræðirit þar sem leitast er við að vitna í nær allar heimildir um íslenskan jarðveg á síðustu áratugum og um leið grundvallarrit til kennslu í jarðvegsfræði á háskólastigi. Hún er jafnframt hand- hægt og aðgengilegt uppsláttarrit fyrir þá sem koma að ákvörðunartöku um skipulag og nýtingu lands og alla sem hafa áhuga á náttúru íslands. 224 bls. Háskólaútgáfan 62 Fræði og bækur almenns efnis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.