Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 62

Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 62
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 D Jómsvíkinga saga Umsj.: Þorleifur Hauksson og Marteinn Helgi Sigurðsson Ritstj.: Þórður Ingi Guðjónsson Jómsvíkinga saga er síðasta bindi konungasagna í Íslenzkum fornritum. Hún er talin rituð kringum 1200 og er fyrst og fremst skemmtisaga; höfundur lætur sér staðfræði og sannfræði í léttu rúmi liggja og sýnir konungum og höfðingjum algert virðingarleysi. Tvær drápur fylgja útgáfunni auk nokkurra þátta, einkum úr Flateyjarbók. 430 bls. + 12 myndasíður Hið íslenska fornritafélag D F Kaupthinking Bankinn sem átti sig sjálfur Þórður Snær Júlíusson Kaupthinking er saga um breyskleika valdamikilla athafnamanna og undirmanna þeirra sem olli gríðar- legum skaða. Þetta er saga um ofmetnað og græðgi, blekkingar og svik, ris og fall. Einstök bók um það sem gerðist á bak við tjöldin í einu sögulegasta gjaldþroti heims með upplýsingum úr innsta hring. 371 bls. Veröld D Kirkjur Íslands 29 Skálholtsdómkirkja Ritstj.: Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason Kirkjur Íslands er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli byggingar- listar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í þessu bindi er fjallað um Skálholtsdómkirkju. 280 bls. Hið íslenska bókmenntafélag, Þjóðminjasafn Íslands, Minjastofnun Íslands og Biskupsstofa D Kirkjur Íslands 30 Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarstönd Ritstj.: Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason Kirkjur Íslands er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli bygg- ingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í þessu bindi er fjallað um Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd. 133 bls. Hið íslenska bókmenntafélag, Þjóðminjasafn Íslands, Minjastofnun Íslands og Biskupsstofa D Kirkjur Íslands 31 Ritstj.: Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason Kirkjur Íslands er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli byggingar- listar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Þetta síðasta bindi ritraðarinnar geymir yfirlitsgreinar og skrár sem taka til ritverksins í heild. 372 bls. Hið íslenska bókmenntafélag, Þjóðminjasafn Íslands, Minjastofnun Íslands og Biskupsstofa E Íslenskar rúnir 1000 ára saga Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík Áður en latneskt skrifletur og bókmenning barst í Norðurálfuna voru rúnir notaðar sem letur. Á Íslandi voru rúnir notaðar frá landnámi og áfram fram undir 19. öldina miðja. Hér þróaðist sér íslenskt rúnakerfi sem hélt velli langt fram eftir öldum. Rakin er í stuttu máli saga og þróun hinna íslensku rúna, notkun þeirra og menningarlegt gildi. 52 bls. Almenna bókafélagið D Íslenskir heyskaparhættir Bjarni Guðmundsson Mannfrekir heyskaparhættir hér á landi höfðu lítið breyst í rás aldanna þar til vélar komu til sögunnar á tuttugustu öldinni, og tækninni fleygði síðan svo hratt fram að nú á dögum snertir mannshöndin vart heyið. Í þessari bók eru helstu atriði þeirrar sögu rakin. Hún er systurbók Íslenskra sláttuhátta sem komu út árið 2015. 346 bls. Hið íslenska bókmenntafélag og Bókaútgáfan Opna G Íslenskt lýðræði Starfsvenjur, gildi og skilningur Ritstj.: Vilhjálmur Árnason og Henry Alexander Henrysson Í bókinni er íslenskt lýðræði skoðað út frá siðfræði, sagnfræði, stjórnmálafræði, stjórnsýslufræði, fjölmiðla- fræði og menntaheimspeki. Áhersla er lögð á að greina starfshætti og stefnumótun í ljósi hugmynda rökræðu- lýðræðis. Ritið er framlag til þess að bæta lýðræðislega stjórnarhætti svo að endurheimta megi traust á stjórn- málum og stofnunum fulltrúalýðræðisins. 280 bls. Háskólaútgáfan G Jane Austen og ferð lesandans Skáldkonan í þremur kvennagreinum samtímans Alda Björk Valdimarsdóttir Verk Jane Austen hafa aldrei verið vinsælli en nú og ekki sér fyrir endann á þeim skáldsögum og kvik- myndum sem sækja í þau. Í Jane Austen og ferð lesand- ans er kannað hvernig ímynd Austen lifir áfram innan þriggja kvennagreina sem njóta gríðarlegrar hylli, þ.e. í ástarsögum, skvísusögum og sjálfshjálparritum. 464 bls. Háskólaútgáfan G Jarðvegur Myndun, vist og nýting Þorsteinn Guðmundsson Bókin er í senn almennt fræðirit þar sem leitast er við að vitna í nær allar heimildir um íslenskan jarðveg á síðustu áratugum og um leið grundvallarrit til kennslu í jarðvegsfræði á háskólastigi. Hún er jafnframt hand- hægt og aðgengilegt uppsláttarrit fyrir þá sem koma að ákvörðunartöku um skipulag og nýtingu lands og alla sem hafa áhuga á náttúru íslands. 224 bls. Háskólaútgáfan 62 Fræði og bækur almenns efnis

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.