Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 30
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8
D
Ritgerð mín um sársaukann
Eiríkur Guðmundsson
Ástarsaga um fölar minningar, um kynslóðir sem bugast
og neyðast til að játa uppgjöf sína, harmleikur sem ekki
verður færður í orð. Sársauki sem er rýtingur í hjarta
okkar allra. En þessi ritgerð er líka ein lítil, græn rós.
Ritgerð mín um sársaukann er fimmta skáldsaga
Eiríks sem er landskunnur þáttastjórnandi á Rás 1.
270 bls.
Benedikt bókaútgáfa
E F I
Rof
Ragnar Jónasson
Árið 1955 flytja tvenn ung hjón til Héðinsfjarðar sem
farinn er í eyði. Önnur kvennanna deyr með dular-
fullum hætti. Hálfri öld síðar finnst gömul ljósmynd
sem bendir til þess að hjónin hafi ekki verið ein í firð-
inum. „Bækur Ragnars hafa blásið nýju lífi í norrænu
glæpasöguna.“ Sunday Express
312 bls.
Veröld
E I
Saga Ástu
Hvert fer maður ef það er engin leið út úr heiminum?
Jón Kalmann Stefánsson
Öll fæðumst við nafnlaus en erum mjög fljótlega nefnd
svo það verði ögn erfiðara fyrir dauðann að sækja
okkur. Foreldrar Ástu völdu nafnið meðan hún var
enn í móðurkviði. Nú liggur Sigvaldi faðir hennar á
steyptri stétt – af hverju liggur hann þar? – og saga fjöl-
skyldunnar rennur um huga hans. Þetta er saga Ástu,
saga um ást í ólíkum myndum, íslenska sveit, skáldskap
og menntunarþrá.
431 bls.
Benedikt bókaútgáfa
E F I
Sakramentið
Ólafur Jóhann Ólafsson
Sakramentið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson var ein af met-
sölubókum ársins 2017 og hlaut einróma lof. „Frábær-
lega teiknaður karakter … Minnisstæðasta sem ég hef
lesið í þessu flóði. … Verður ekki toppað. … Fantagóð
bók.“ Þorgeir Tryggvasvon, Kiljunni
294 bls.
Veröld
E F
Samfeðra
Steinunn G. Helgadóttir
Þegar móðir Janusar deyr kemst hann að því að hann
á ellefu hálfsystkini á svipuðu reki sem hann hefur
aldrei hitt. Hann leggur upp í hringferð um landið til að
kynnast þeim – en hvernig bregðast þau við því að hitta
bróðurinn? Listilega spunnin saga í gráglettnum stíl,
eftir höfund sem hlotið hefur Fjöruverðlaunin og fleiri
viðurkenningar fyrir verk sín.
271 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
G
Ólandssaga
Eiríkur Laxdal
Bókin vísar á Evrópusögu víkingatímans með skáld-
legum frásögnum af átökum konungaætta og forynja,
einkum trölla, og varpar með þeim hætti ljósi á sálar-
líf persónanna. Höfundur er kunnur fyrir stíl sinn og
fjarstæðuhúmor í anda síðustu ára. Eftir ummerkjum
er bókin brautryðjandaverk en hefur verið fáum kunn í
250 ár. Kver fylgir með skýringum og ættakort. Fæst á
Háskólatorgi og í Eymundsson, Austurstræti.
460 bls.
Sagnasmiðjan
E F
Óvelkomni maðurinn
Jónína Leósdóttir
Óvelkomni maðurinn er þriðja sagan um eftirlaunaþeg-
ann Eddu sem leysir flókin glæpamál á milli þess sem
hún gerir sitt besta sem mamma og amma. Hér fellur
þekktur athafnamaður fram af svölum við Birkimel og
sömu nótt kveikir grandvar snyrtifræðingur í íbúð sinni.
Bæði málin tengjast Eddu og hún getur ekki annað en
grennslast aðeins fyrir um þau. „Edda er frábær karakt-
er og allt galleríið í kringum hana er skemmtilegt.“ ÞT/
Kiljan
296 bls.
Forlagið – Mál og menning
D
Piltur og stúlka – afmælisútgáfa
Jón Thoroddsen
Í tilefni af 200 ára afmæli og 150 ára ártíð Jóns Thor-
oddsen er frumgerð sögunnar um Pilt og stúlku nú
gefin út. Þetta er fyrsta endurprentun upprunalegu
útgáfunnar frá 1850 en skáldið breytti sögunni við gerð
2. útgáfu. Már Jónsson bjó til prentunar og ritar for-
mála.
308 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
G
Put your little hand in mine
Hugleikur Dagsson
Splunkuný myndasaga eftir Hugleik Dagsson, innblásin
af kvikmyndinni Groundhog Day. Myndasagan var
upphaflega skyggnusýning á Listahátíð 2018 til heiðurs
aðalleikara myndarinnar, Bill Murray, en kemur nú loks
út á bók.
112 bls.
Forlagið – Ókeibæ
C
Refurinn
Sólveig Pálsdóttir
Lesari: Sólveig Pálsdóttir
Guðgeir starfar tímabundið sem öryggisvörður á Höfn
í Hornafirði á meðan hann jafnar sig á áföllum í starfi
og einkalífi. Forvitni hans er vakin og hann dregst inn í
óvænta atburðarás þegar ung erlend kona hverfur spor-
laust. Inni í Lóni býr kona með fullorðnum syni sínum.
Hvaða óhugnaður býr í einangruninni?
Frábær hljóðbók sem nýtur sín í einstökum lestri
höfundar.
H 9:03 klst.
Storytel
30
Skáldverk ÍSLENSK