Bókatíðindi - 01.12.2018, Qupperneq 15
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8
D
Ljósaserían
Pétur og Halla við hliðina: Útilegan
Ingibjörg Valsdóttir
Myndskr.: Auður Ýr
Nágrannarnir Pétur og Halla eru góðir vinir þótt Höllu
finnist best að vera á fleygiferð en Pétur vilji heldur vera
í rólegheitum. Þau fá leyfi til að fara ein í útilegu og þar
gerast fyndnir, óvæntir og líka ægilegir atburðir.
56 bls.
Bókabeitan
E
Óvættaför 30
Pöddudrottningin Amiktus
Adam Blade
Þýð.: Árni Árnason
Í síðustu bókinni í flokknum Óvættaför liggur leið Toms
um frumskóg þar sem hann þarf að sigrast á slóttugum
óvætti, Amiktusi. En hvaða möguleika á Tom gegn
snerpu óvættarins? Og hvert er leyndarmálið sem faðir
hans og Aduro töframaður hafa haldið leyndu fyrir
honum?
120 bls.
IÐNÚ útgáfa
D
Rípa
Sigríður Ólafsdóttir
Myndskr.: Freydís Kristjánsdóttir
Tröllastelpan Rípa býr í helli uppi í fjöllum ásamt
foreldrum sínum, afa, ömmu og mörgum bræðrum. Í
dalnum er lítið afskekkt þorp og þar býr mannsbarnið
Lóa. Dag einn þegar Rípa hefur farið lengra niður í
fjallið en hún á að gera hittir hún Lóu, sem hefur farið
ofar í fjallið en hún má. Segir sagan frá því hvernig
vinátta þróast með þessum ólíku telpum.
64 bls.
Óðinsauga útgáfa
D F
Nærbuxnaverksmiðjan
Arndís Þórarinsdóttir
Myndir: Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson
Nærbuxnaverksmiðjan hefur gnæft yfir hverfinu
Brókarenda svo lengi sem elstu börn muna og þess
vegna fer allt á hliðina daginn sem henni er lokað. Gutti
og Ólína fara saman á stúfana þennan örlagaríka dag –
Gutti til að komast að því hvað orðið hefur um ömmu
hans en Ólína vegna þess að hún stenst aldrei það sem
er hættulegt og bannað. Sprenghlægileg saga fyrir
krakka sem vilja lesa og hlæja.
90 bls.
Forlagið – Mál og menning
E F
Bernskubrek Ævars vísindamanns
Ofurhetjuvíddin
Ævar Þór Benediktsson
Myndir: Rán Flygenring
Ofurhetjuvíddin er fjórða bókin í bókaflokknum um
bernskubrek Ævars vísindamanns. Þegar hinn 12 ára
gamli Ævar sogast yfir í annan heim þar sem allir eru
ofurhetjur þarf hann að taka á honum stóra sínum ef
hann ætlar að komast aftur til baka. En langar hann
aftur heim til sín? Og hvers vegna eru hetjur byrjaðar að
hverfa? Æsispennandi og ofurfyndin ævintýrabók fyrir
alla krakka.
221 bls.
Forlagið – Mál og menning
D
Orri óstöðvandi
Bjarni Fritzson
Hæ, ég heiti Orri, glaðlyndur og hugmyndaríkur 11 ára
íþróttastrákur.
Orri óstöðvandi er ofurhetjuútgáfan af sjálfum mér.
Eini munurinn á honum og mér, er sá að hann er hug-
rakkari og með meiri trú á sér.
Í þessari fyrstu bók um mig og vinkonu mína hana
Möggu Messi, sem er sko geggjuð í fótbolta og uppá-
tækjasöm með eindæmum, ætla ég að segja þér frá
BESTA ÁRI LÍFS MÍNS.
240 bls.
Út fyrir kassann
D
Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen
Kóngsríkið mitt fallna
Finn-Ole Heinrich
Teikningar: Rán Flygenring
Pálína Klara Lind Hansen, stundum kölluð Brjálína, er
í senn meistaraspæjari, ofurfimleikastúlka og heims-
meistari í brjáli. Hún skilur ekki hvers vegna foreldrar
hennar eru að skilja og hún að flytja í plasthús í hinum
enda bæjarins, burt frá vinunum og skólanum og sínu
fullkomna heimili, kóngsríkinu Brjálivíu. Pálína vill fá
sitt gamla líf til baka og hún skal sko ná sínu fram!
Fyrsta bókin í þriggja bóka flokki.
176 bls.
Angústúra
D
PAX – Níðstöngin
Asa Larsson og Ingella Korsell
Þýð.: Sigurður Þór Salvarsson
Myndskr.: Henrik Jonsson
TÍMINN TIFAR OG MYRKRIÐ SKELLUR Á
Yfirnáttúrulegar verur vakna til lífs. Bræðurnir Viggó
og Alríkur hafa valist til að vernda leynilega bókasafnið
undir kirkjuhólnum. Gömlu gæslumönnum bókasafns-
ins finnst bræðurnir heldur ungir til að vera stríðsmenn
og vilja láta á þá reyna. Brátt stefnir í voða og Alríkur og
Viggó verða að sýna af sér hugrekki og kænsku til að lifa
af. Níðstöngin er fyrsta bókin í PAX-seríunni.
144 bls.
Drápa
15
Barnabækur SK ÁLDVERK