Bókatíðindi - 01.12.2018, Page 18
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8
G
Fánar
Fræðandi límmyndabók með fánum
Þýð.: Baldur Snær Ólafsson
Lærðu að þekkja alla þjóðfána heims með því að líma
þá á rétta staði á kortinu. Hér er um fleiri en 190 fána
að velja.
Góð afþreying fyrir allan aldur.
24 bls.
Setberg bókaútgáfa
D
Framtíðarheimur
Tækni morgundagsins í dag
Joel Levy
Þýð.: Magnea J. Matthíasdóttir
Ótrúlegar uppgötvanir eru gerðar á hverjum degi á ótal
sviðum, frá læknisfræði til geimferða. Hér er sýnt á ljós-
lifandi hátt hvernig tækni dagsins í dag mun umbylta
heimi morgundagsins. Kjörin fyrir forvitna krakka.
80 bls.
Forlagið – Mál og menning
B
Fyrsta orðabókin – Sveitabærinn
Fyrsta orðabókin
Fyrsta orðabókin – Allt um mig
Þýð.: Baldur Snær Ólafsson
Í þessum fallega myndskreyttu bókum eru rúmlega
250 orð og þeim er skipt í flokka eftir því hverju þau
tengjast. Sveitabærinn: dýr, matvæli eða farartæki. Allt
um mig: föt, matur, fjölskyldan og tilfinningar. Fyrsta
orðabókin:dýr, tölur, sveitin, líkaminn og háttartíminn.
18 bls.
Setberg bókaútgáfa
D
Hér og þar
Hvernig er líf okkar frábrugðið lífi fólks í öðrum löndum?
Þýð.: Baldur Snær Ólafsson
Lestu um ótrúlega fjölbreytilega siði manna, venjur og
menningu í öllum sínum litbrigðum. Hér sérðu hvernig
nýju ári er fagnað í Taílandi, kynnist stórkostlegri hátíð
eldsins í Íran og mörgu, mörgu öðru.
Lífleg og fræðandi bók fyrir krakka sem hafa áhuga á
venjum og menningu í öðrum löndum.
47 bls.
Setberg bókaútgáfa
E
HM 2018
Fótboltaspurningar
Gauti Eiríksson og Birkir Grétarsson
Spurningar tengdar forkeppni og HM fótboltamótinu í
knattspyrnu í Rússlandi. Bókin hentar ungum jafnt sem
öldnum áhugamönnum um fótbolta.
64 bls.
Óðinsauga útgáfa
Barnabækur
Fræði og bækur alMenns eFnis
B
60 skemmtilegar og spennandi staðreyndir
Geimurinn
Heimurinn
Líkaminn
Dýrin
Þýð.: Baldur Snær Ólafsson
Hefur þú nokkurn tíma hugsað um hvað geimurinn er
stórkostlegur og hvað heimurinn er fullur af framandi
og forvitnilegum hlutum? Með því að lyfta þessum
sniðugu flipum kemstu að mörgum óvæntum og ótrú-
legum staðreyndum. Líkaminn og Dýrin eru í sama
bókaflokki.
13 bls.
Setberg bókaútgáfa
G
100 Drekaskutlur
Brjóttu blað og fljúgðu af stað
Þýð.: Baldur Snær Ólafsson
Komdu þér upp eigin flugflota drekaflauga til árása á
óvininn. Þú getur valið um 100 síður sem auðvelt er að
losa úr bókinni og brjóta saman í skutlur með marg-
höfða drekum, hreistruðum sæskrímslum og mörgum
öðrum hrollvekjandi skepnum. Góð afþreying fyrir
börn frá fimm ára aldri.
108 bls.
Setberg bókaútgáfa
D
Atlas goðsagna
Thiago de Moraes
Þýð.: Sigurlína Davíðsdóttir og Bjarki Karlsson
Komdu í ferðalag um tólf veraldir goðsagna sem bera
hugmyndaflugi mannkyns glæsilegan vitnisburð.
Sérlega fallega myndskreytt bók sem kemur nú út í
12 löndum samtímis. Bók fyrir alla sem áhuga hafa á
goðsögum.
86 bls.
Bókafélagið
D
Brandarar og gátur 3
Huginn Þór Grétarsson
Hlunku-splunku-nýir brandarar og hundgamlar gátur.
Þessar gamansömu bækur hafa heldur betur slegið í
gegn. Þú getur lesið sama brandarann aftur á bak og
áfram, á réttunni og á röngunni, og í hvert sinn upp-
götvað eitthvað alveg nýtt sem kitlar hláturtaugarnar!
Þannig að í raun eru þetta milljón brandarar í einni bók!
88 bls.
Óðinsauga útgáfa
18