Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 20

Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 20
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 Ungmennabækur G I Aftur til Pompei Kim M. Kimselius Fyrsta bókin um Ramónu og Theo og gerist í eldgosinu þegar Pompei grófst undir ösku árið 79 e. Kr. 174 bls. Urður bókafélag E F Þriggja heima saga Draugsól Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson Draugsól er fjórða bókin í bókaflokknum Þriggja heima saga en fyrri bækurnar, Hrafnsauga, Draumsverð og Ormstunga, hafa allar hlotið frábærar viðtökur. Hér er á ferðinni fantasíubókaflokkur sem á engan sinn líka hér á landi. „… fullvaxin fantasía fyrir allan aldur … Miðað við endi þessarar sögu er augljóst að það mun draga til verulegra tíðinda í næstu bók. Við bíðum í ofvæni.“ FB / Fbl. (um Ormstungu) 624 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell E F Ég gef þér sólina Jandy Nelson Þýð.: Marta Hlín Magnadóttir Tvíburarnir Noah og Jude eru náin en gjörólík – annað kýs einveruna en hitt er umkringt vinum og kunn- ingjum. Harmleikur leggur líf þeirra í rúst og stíar þeim í sundur. Til að komast yfir sorgina og verða heil á ný þurfa þau að styrkja böndin sín á milli og raða saman brotunum. 338 bls. Björt bókaútgáfa – Bókabeitan G Feigðarflan til Íslands Kim M. Kimselius Ramónu hafði alltaf langað til Íslands. Hún notfærir sér hæfileika sinn til að ferðast í tíma og fer í tímaflakk ásamt Theó, Róbert frænda sínum og Úlriku vinkonu sinni. Á Íslandi lenda þau í ótal ævintýrum. 264 bls. Urður bókafélag D Star Wars: Síðasti Jedi-riddarinn í máli og myndum Disney/Lucas Film Hér finnur þú allt sem þú vilt vita um persónur, vél- menni, skepnur, staði og tæki í myndinni Star Wars: Síðasti Jedi-riddarinn. 80 bls. Edda útgáfa D Star Wars: Tilraunir Disney/Lucas Film Virkjaðu vísindin, verkvitið og listina innra með þér í þessum ofurskemmtilegu Star Wars tilraunum. 128 bls. Edda útgáfa D Svarthol Hvað gerist ef ég dett ofan í? Sævar Helgi Bragason Svarthol eru einhver furðulegustu fyrirbæri alheimsins: ofboðslega stór og ótrúlega sterk, en samt ósýnileg! Í þessari skemmtilegu og fróðlegu myndskreyttu bók eru flókin vísindi og dularfull fyrirbæri útskýrð þannig að allir skilji. Sævar Helgi er landsþekktur stjörnuskoðari og einstaklega ötull við að fræða börn og fullorðna um heillandi undraheima vísindanna. 116 bls. Forlagið – JPV útgáfa D Vísindabók Villa Truflaðar tilraunir Vilhelm Anton Jónsson Fimmta bókin í vísindabókaflokknum hans Villa, sem hefur glatt ótal krakka með tilraunum, brellum og skemmtilegum uppátækjum undanfarin ár og skapað fjörugar samverustundir fyrir fjölskylduna – því að oft er gott að fá svolitla aðstoð. Þessi bók er stútfull af glæ- nýjum og spennandi tilraunum sem vekja spurningar – og svara þeim. 77 bls. Forlagið – JPV útgáfa G Töfralitabók Vatnslitabursti fylgir bókinni Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Dýfðu pennanum í vatn, litaðu með honum yfir auðu fletina á svarthvítu myndunum og töfrum líkast breyt- ast þær í fallegar litmyndir. Góð afþreying fyrir allan aldur. 15 bls. Setberg bókaútgáfa 20 Barnabækur FR ÆÐI OG BÆKUR ALMENNS EFNIS

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.