Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 21
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8
D F
Ljónið
Hildur Knútsdóttir
Hörkuspennandi ungmennasaga sem teygir sig aftur
til ógnvekjandi atburða í fortíðinni. Kría er að byrja í
MR og menntaskólalífið er frábært. Hún eignast góða
vinkonu og saman fara þær að rannsaka undarlegt
mannshvarf. Hildur Knútsdóttir er margverðlaunaður
höfundur og hefur getið sér gott orð fyrir hrollvekjur
sínar Vetrarfrí og Vetrarhörkur.
410 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
E
Módel í dulargervi
Glæpur í tískuheiminum
Carina Axelsson
Þýð.: Svava Jónsdóttir
Þrátt fyrir langa fætur og fjölskyldu sem er gagntekin
af tískunni þá vill Axelle bara leysa ráðgátur. Þegar
stjörnuhönnuðurinn Belle hverfur þá nýtir Axelle
tækifærið til að fara í dulargervi sem módel til að leysa
málið.
Hinn æðislegi Sebastian er henni til aðstoðar og er
Axelle í kappi við klukkuna við að leysa ráðgátuna í
miðri tískuvikunni í París ...
Spennusaga fyrir unglinga.
270 bls.
Tindur
D
Norrænu goðin
Johan Egerkrans
Þýð.: Sigurður Þór Salvarsson
Norrænu goðin í algerlega nýju ljósi!
Hér er komin bók um norrænu goðin og sögurnar
í kringum þau. Gullfallegar myndskreytingarnar í
bókinni gæða goðin, gyðjurnar, dísirnar, jötnana, vanina
og allan Ásgarð óvæntu og heillandi lífi.
Þessi bók verður að vera til á hverju heimili.
160 bls.
Drápa
D F
Rotturnar
Ragnheiður Eyjólfsdóttir
Er hægt að smitast af löngu útdauðri drepsótt? Og
hverjar væru þá líkurnar á að lifa af? Hópur ung-
menna endar í sumarvinnu úti á landi. Þar fer dularfull
atburðarás af stað og fyrr en varir þurfa þau að berjast
fyrir lífi sínu. Fyrri bækur höfundar, Skuggasaga: Arf-
takinn og Undirheimar, hafa notið vinsælda og unnið
til verðlauna.
273 bls.
Forlagið – Vaka-Helgafell
E
Flókið líf Leu Ólivers
Catherine Girard-Audet
Þýð.: Auður S. Arndal
Leu finnst eins og líf hennar sé á enda þegar foreldrar
hennar tilkynna henni að þau ætli að flytja frá bænum
þar sem hún hefur alist upp til Montréal. Þökk sé
net spjalli og tölvupóstum fáum við að fylgjast með því
hvernig Leu gengur að aðlagast nýjum stað og eignast
vini. En hvernig gengur að vera í sambandi við gömlu
vinina og kærastann? Býsna flókið, lífið hennar Leu.
314 bls.
Óðinsauga útgáfa
E
Fótboltaspurningar 2018
Bjarni Þór Guðjónsson og Guðjón Ingi Eiríksson
Hvaða íslenski landsliðsmaður er kallaður „Vindurinn“?
Fyrir hvaða félag stendur skammstöfunin KF? Hvaða lið
leikur heimaleiki sína á Hertz-vellinum? Hver var lág-
vaxnastur í liði Króata á HM? Frá hvaða landi er knatt-
spyrnuliðið Verona? Hverjir syngja hástöfum „Deyja
fyrir klúbbinn“?
Þetta og fjölmargar aðrar fjölbreyttar fótboltaspurn-
ingar sem knattspyrnumenn munu elska að glíma við.
80 bls.
Bókaútgáfan Hólar
D C
Hljóðbók frá Storytel
Hefnd
Kári Valtýsson
Árið 1866 hrekst Gunnar Kjartansson lögreglumaður
frá Reykjavík eftir voveiflega atburði. Hann endar í
Ameríku við að leggja járnbraut yfir óravíðáttur vest-
ursins. Á grimmum stað kvikna grimm örlög. Gunnar
verður að grípa til vopna og þegar hann er orðinn skot-
spónn gegndarlauss hefndarþorsta færasta stríðsmanns
Cheyenne-indíananna, Gráa-Úlfs, er uppgjör í aðsigi.
Hefnd er óumflýjanleg!
Bókin fæst einnig sem hljóðbók. Lesari Davíð
Guðbrandsson.
276 bls. / H
Sögur útgáfa
D
Hvísl hrafnanna 2
Malene Sølvsten
Þýð.: Þórdís Bachmann
Gamall vinur segir Önnu rétt áður en hann deyr að
systur hennar hafi verið rænt. Til að frelsa systur sína
verður Anna að hætta lífi sínu og fara um ókunna
heima. Allt sitt líf hefur Anna verið ein á báti og þurft
að treysta á sjálfa sig. Núna stendur hún frammi fyrir
því að svíkja þá sem hún elskar mest til að bjarga systur
sinni.
Annað bindi í æsispennandi og bráðskemmtilegum
þríleik, þar sem norrænn goðsagnaheimur lifnar við ...
592 bls.
Ugla
D
Hyldýpið
Camella Sten og Viveca Sten
Þýð.: Elín Guðmundsdóttir
Ég get ekki stillt mig um að líta angistarfull við og sé
að eitthvað eltir bátinn. Bleik hreyfing í sjónum, kaldur
straumur undir yfirborðinu sem hreyfist miklu hraðar
en ég. Hann ætlar ekki að leyfa mér að sleppa ...
Hyldýpið er fyrsta bókin í mögnuðum þríleik sem
metsöluhöfundurinn Viveca Sten og Camilla dóttir
hennar hafa skrifað um Hafsfólkið.
Bækurnar hafa slegið í gegn og fengið mjög lofsam-
lega dóma gagnrýnenda.
364 bls.
Ugla
21
Ungmennabækur