Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 24

Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 24
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 D Eitraða barnið Guðmundur S. Brynjólfsson Skelfilegur glæpur skekur Eyrarbakka sumarið 1899. Reynslulaus sýslumaður sest í embætti skömmu síðar og við tekur æsileg atburðarás í spilltu brennivínssam- félagi. Inn í söguna dragast frægðarmennirnir Einar Benediktsson og Eggert í Vogsósum en það er sýslu- mannsfrúin Anna sem stendur uppúr og styður sinn breyska eiginmann í lausn málsins. 200 bls. Bókaútgáfan Sæmundur C Ekki vera sár Kristín Steinsdóttir Lesari: Kristín Steinsdóttir Allt sitt líf hefur Imba verið á þönum innan og utan heimilis, en nú er hún komin á eftirlaun, frí og frjáls. Loksins gefst tími til að láta draumana rætast. En eru ekki alltaf einhver ljón á veginum? Er hún reiðubúin að gera upp fortíðina og standa á sínu? Raunsönn og grípandi saga um konu á krossgötum eftir verðlauna- höfundinn Kristínu Steinsdóttur. H 5:11 klst. Forlagið – Vaka-Helgafell E C Elín, ýmislegt Kristín Eiríksdóttir Lesari: Kristín Eiríksdóttir Þegar Elín fer að vinna við sýningu á nýju leikriti eftir unga vonarstjörnu, Ellen Álfsdóttur, vitjar for- tíðin hennar. Leiðir þeirra hafa áður legið saman þótt önnur muni ekki eftir því og hin sé í þann veginn að gleyma því. Áhrifamikil saga um ofbeldi og áföll, vald og gleymsku. Fyrir hana fékk Kristín Eiríksdóttir bæði Fjöruverðlaunin og Íslensku bókmenntaverðlaunin. 182 bls. / H 4:36 klst. Forlagið – JPV útgáfa G Erfðaskráin Guðrún Guðlaugsdóttir Alma blaðamaður fær þær fréttir að gamall maður að Bjargarlæk í Árnessýslu hafi dáið. Dóttir Ölmu hafði ráðið sig í vist til að annast manninn og tvær aldraðar systur hans. Þegar Alma fer á staðinn áttar hún sig á að dauði gamla mannsins er grunsamlegur. Spennandi saga um glötuð lífstækifæri og óuppgerð glæpaverk. 283 bls. GPA C Eyland Sigríður Hagalín Björnsdóttir Lesari: Sigríður Hagalín Björnsdóttir Manstu hvar þú varst þegar það gerðist? Stundum gerast svo stórir atburðir að þeir sameina allt mannkyn, eina örskotsstund, eins og slinkur hafi komið á þyngd- araflið og þjappað öllum heiminum saman. Hrollvekjandi ástar- og spennusaga, þar sem Íslands- sagan tekur óvænta stefnu. Sigríður Hagalín Björnsdóttir er fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Í fyrstu skáldsögu sinni tekst hún á við spurningar um hvað sé að tilheyra fjölskyldu og vera Íslendingur, hvað sameini okkur og sundri. H 5:39 klst. Storytel E F Blóðengill Óskar Guðmundsson Á frosthörðum vetrardegi hringir kornung stúlka í Neyðarlínuna og tilkynnir að móðir hennar sé látin. Þegar rannsóknarlögreglukonan Hilma kemur á staðinn er þar ekkert að finna nema blóðbletti. HILMA, fyrsta bók Óskars Guðmundssonar, hlaut Blóðdropann árið 2016 sem besta glæpasagan. 363 bls. Bjartur D F Bókasafn föður míns – sálumessa - Ragnar Helgi Ólafsson Að föður sínum látnum þarf Ragnar Helgi að fara í gegnum stórt bókasafn hans. Við starfann kvikna minn- ingar, hugleiðingar um fallvelti hluta, – en ekki síður um samband föður og sonar. Falleg, kímin, angurvær og íhugul frásögn um verð- mætamat og tilfinningalíf. 200 bls. Bjartur D F Brúðan Yrsa Sigurðardóttor Gömul brúða þakin hrúðurköllum en með nisti um hálsinn er dregin úr sjó með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Forstöðumaður vistheimilis er sakaður um alvarlegan glæp. Útigangsmaður finnst myrtur. Og ferðamenn hverfa sporlaust. Mögnuð glæpasaga með lögreglumanninum Huldari og sálfræðingnum Freyju! 360 bls. Veröld G Drottningin á Júpíter Absúrdleikhús Lilla Löve Júlía Margrét Einarsdóttir Drottningin á Júpíter segir frá Elenóru Margréti og helstu áhrifavöldum í lífi hennar: móðurinni Lísu, sirkússtjóranum Lilla Löve, hinni dularfullu Mónu og lækninum Benedikt Schneider. Í ljóðrænni frásögn á milli draums og veruleika ferðast Elenóra um landið með sirkúsnum sínum. 239 bls. Bókaútgáfan Deus D Eftirbátur Rúnar Helgi Vignisson Ægir leitar að sjómanninum föður sínum eftir að bátur hans finnst mannlaus út af Vestfjörðum. Leitar- leiðangrar Ægis vekja spurningar um faðernið sjálft í þessum harðbýla heimshluta. Hver er hinn raunverulegi faðir og hvað mótaði hann? Er nauðsynlegt að þekkja söguna til að vita hver maður er? Rúnar Helgi Vignisson hefur sent frá sér skáldsögur og smásagnasöfn sem hlotið hafa afbragðs viðtökur og viðurkenningar. Fyrir síðustu bók sína, Ást í meinum, hlaut hann Menningarverðlaun DV. 226 bls. Dimma 24 Skáldverk ÍSLENSK

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.