Bókatíðindi - 01.12.2018, Page 28

Bókatíðindi - 01.12.2018, Page 28
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 D F Lifandilífslækur Bergsveinn Birgisson Árið er 1784 og Skaftáreldar hafa geisað á Íslandi í heilt ár. Í Kaupmannahöfn hittast ráðamenn til þess að ákveða hvað gera eigi við innbyggjara þessarar eyju arfakóngsins. Bergsveinn Birgisson er höfundur hinna vinsælu bóka Leitin að svarta víkingnum og Svar við bréfi Helgu. 295 bls. Bjartur D F Listamannalaun Minningaskáldsaga Ólafur Gunnarsson Ólafur Gunnarsson var góðvinur Alfreðs Flóka, Dags Sigurðarsonar og Steinars Sigurjónssonar, umdeildra snillinga á jöðrum samfélagsins. Hann lýsir hér af hrein- skilni og óborganlegum húmor kynnum sínum af þeim og fjölmörgum öðrum ógleymanlegum einstaklingum. „Lesandinn grætur hlæjandi, þyrstur í næstu blaðsíðu. Mögnuð!“ Auður Jónsdóttir rithöfundur 221 bls. Forlagið – JPV útgáfa D F Læknishúsið Bjarni M. Bjarnason Læknishúsið á Eyrarbakka á sér dularfulla og myrka sögu. Rithöfundurinn Steinar flytur í húsið ásamt óléttri eiginkonu sinni en hún er ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Af stað fer spennandi og dulúðug atburðarás þar sem leyndir atburðir úr sögu hússins blandast saman við átök eftirhrunsáranna. 159 bls. Veröld D F Manneskjusaga Steinunn Ásmundsdóttir Manneskjusaga er skáldævisaga sem er byggð á raun- verulegum atburðum um lífshlaup konu sem elst upp við ást og umhyggju en finnur aldrei sinn samastað í lífinu. Ellefu ára gömul kemst hún að því að hún er ætt- leidd og í kjölfarið vill hún fá að kynnast blóðforeldrum sínum en það verður henni afdrifaríkt. 160 bls. Björt bókaútgáfa – Bókabeitan E F Marrið í stiganum Eva Björg Ægisdóttir Ung kona finnst myrt í fjörunni við Akranes. Lögreglu- konan Elma rannsakar málið ásamt samstarfsmönnum sínum. Upp á yfirborðið koma ýmis skuggaleg mál úr fortíðinni en Elma þarf líka að takast á við atburði í eigin lífi. Bókin hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn. 384 bls. Veröld D Kláði Fríða Ísberg Sögurnar í þessu fyrsta smásagnasafni Fríðu Ísberg eru í senn djarfar, sposkar og ríkar af innsæi. Fríða smeygir sér af lipurð milli hugarheima ýmissa einstaklinga sem á einn eða annan hátt klæjar undan væntingum sam- tíma síns. 200 bls. Partus forlag D F Kópavogskrónika Kamilla Einarsdóttir Móðir skrifar skrautlega sögu sína til dóttur sinnar. Sögusviðið er Kópavogur, bærinn sem er slys og átti aldrei að verða til. Þetta er sannkölluð nútímasaga, skrifuð af algjöru hispursleysi. Hér svífur kaldhæðni yfir vötnum en um leið miklar og djúpar tilfinningar. 126 bls. Veröld D Krossfiskar Jónas Reynir Gunnarsson Daníel býr einn í íbúð sem móðir hans á. Hann er hættur í háskólanum og hefur hvorki efni á mat né elds- neyti. Dag einn fær hann tvö símtöl, eitt frá fyrrverandi skólafélaga og annað frá lögreglunni, sem hrinda af stað dularfullri atburðarás. Krossfiskar er spennuþrungin skáldsaga um átök sálarinnar – um mörk góðs og ills, vonar og vonleysis. 192 bls. Partus forlag D C Hljóðbók frá Storytel Krýsuvík Stefán Máni Höfuðlaust lík finnst í hraungjótu við Krýsuvík. Lög- reglumaðurinn Hörður Grímsson er kallaður til. Fyrr en varir er hann kominn á kaf í skuggaveröld þar sem erlendir verkamenn eru hafðir að leiksoppi og morðingi gengur laus. Hörður hefur sinn hátt á að leysa erfið sakamál í spennutryllum Stefáns Mána. Hér tekur hann á öllu sínu til að leysa ráðgátur sem fléttast saman á ófyrirséðan hátt. Bókin fæst einnig sem hljóðbók. Lesari Baldur Trausti Hreinsson. 428 bls. / H Sögur útgáfa G Lespúsl Eins og vax Landnámur Sonnettur Ævintýri Þórarinn Eldjárn Ný ritröð handhægra og lesvænna kvera með úrvali úr verkum Þórarins Eldjárns. Hér birtast ýmsar eftir- minnilegustu sögur þessa sívinsæla höfundar og valin ljóð úr eldri bókum sem margar eru ófáanlegar. Fallegir prentgripir hannaðir af Sigurði Oddssyni sem henta vel til upprifjunar og gjafa handa lesfúsum og leslausum. 39/69/53/61 bls. Gullbringa 28 Skáldverk ÍSLENSK

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.