Bókatíðindi - 01.12.2018, Síða 33

Bókatíðindi - 01.12.2018, Síða 33
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 E F Átta fjöll Paolo Cognetti Þýð.: Brynja Cortes Andrésdóttir Einstæð saga um sterka og einlæga vináttu tveggja drengja með ólíkan bakgrunn, uppvöxt þeirra og sam- band sem þróast í áranna rás. Þótt leiðir þeirra skilji og Bruno verði um kyrrt í fjöllunum en Pietro flakki um heiminn slitnar bandið sem tengir þá aldrei. Átta fjöll hlaut Strega-verðlaunin, virtustu bókmenntaverðlaun Ítala, árið 2017. 233 bls. Forlagið – Mál og menning E Áttunda dauðasyndin Rebecka Aldén Þýð.: Sigurður Þór Salvarsson Áttunda dauðasyndin er spennusaga um hluti sem við viljum halda leyndum, um mannlegan breyskleika og skelfileg leyndarmál. Nóra er vinsæll álitsgjafi, rithöfundur og fyrirlesari. Hennar skilaboð eru að allir geti orðið hamingjusamir og náð árangri í lífinu. Það gerði hún nefnilega sjálf fyrir tíu árum, eftir að hún datt ofan af sjöundu hæð og var næstum dáin. Hægt og bítandi eltir fortíðin hana uppi. Kannski var það sem gerðist fyrir tíu árum ekkert slys? 336 bls. Drápa C Bak við luktar dyr B.A. Paris Þýð.: Ingunn Snædal Lesari: Álfrún Helga Örnólfsdóttir Allir þekkja pör á borð við Jack og Grace. Hann er myndarlegur og heillandi, hún glæsileg og hæfileikarík. Þau eru vel stæð og heimili þeirra óaðfinnanlegt. Þig langar ekki endilega til að láta þér líka við þau en annað er ekki hægt. Þú vilt kynnast Grace betur. Það er þó erfitt. Af því að þau eru óaðskiljanleg. Sumir myndu kalla það sanna ást. Aðrir myndu furða sig á því að hún svarar aldrei símanum og fer aldrei neitt án Jacks. H 7:35 klst. Storytel E F Beckomberga-geðsjúkrahúsið Sara Stridsberg Þýð.: Tinna Ásgeirsdóttir Þegar Jimmie Darling er vistaður á Beckomberga-geð- sjúkrahúsinu verður það líka heimur dóttur hans, Jackie. Heillandi frásögn eftir einn virtasta höfund Svíþjóðar þar sem sjúkrahúsið verður táknmynd samfélags sem reynir að halda utan um þá veiku en líka halda þeim fjarri. 351 bls. Bjartur Skáldverk Þýdd E Afhjúpun Olivers Liz Nugent Þýð.: Valur Gunnarsson „Ég hafði búist við meiri viðbrögðum þegar ég kýldi hana í fyrsta sinn.“ Eftir þessa nístandi opnunarsetningu er enginn vafi hver gerandinn er í þessum taugatrekkjandi sálfræði- þriller. Það er ástæðan að baki sem heillar lesandann á meðan höfundurinn flettir fagurfræðilega ofan af sann- leikanum. Hvaða leyndarmál hefur Oliver að fela sem þolir ekki dagsins ljós og lætur hann gjörsamlega missa stjórn á sér? 227 bls. Portfolio Publishing D Alein Mary Higgins Clark Þýð.: Pétur Gissurarson Celia fer í siglingu með lúxusfarþegaskipinu Queen Charlotte. Hún vill forðast sviðsljósið eftir að unnusti hennar er handtekinn fyrir fjármálasvindl. Um borð í skipinu ríkir glaðværð en ekki er allt sem sýnist. Sumir samferðamennirnir sigla undir fölsku flaggi. Einn daginn finnst stórrík vinkona Celiu myrt og dýrmætu hálsmeni hennar hefur verið stolið. Celia er staðráðin í að finna morðingjann en hún áttar sig ekki á því strax að sjálf er hún í mikilli lífshættu. Æsispennandi met- sölubók eftir meistara háspennunnar. 270 bls. Ugla E Allt sundrast Chinua Achebe Þýð.: Elísa Björg Þorsteinsdóttir Skáldsagan Allt sundrast eftir nígeríska höfundinn Chinua Achebe (1930–2013) er talin höfuðrit afrískra nútímabókmennta. Hún segir sögu hins óttalausa Igbo-stríðsmanns Okonkwos í upphafi nýlendutímans þegar ágengir Evrópumenn ógna heimi ættflokkanna á svæðinu. Allt sundrast hefur verið þýdd á 58 tungumál og selst í yfir 20 milljónum eintaka. 272 bls. Angústúra 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.