Bókatíðindi - 01.12.2018, Síða 39
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8
E F
Smásögur heimsins: Asía og Eyjaálfa
Ritstj.: Jón Karl Helgason, Kristín Guðrún Jónsdóttir og
Rúnar Helgi Vignisson
Í Smásögum heimsins birtast íslenskar þýðingar á
snjöllum smásögum úr öllum heimsins hornum. Í þessu
þriðja bindi er að finna smásögur eftir ýmsa fremstu
smásagnahöfunda Asíu og Eyjaálfu síðustu hundrað
árin, til dæmis Katherine Mansfield, Peter Carey, Mo
Yan, Bandi, Amos Oz og fleiri.
312 bls.
Bjartur
D
Soralegi Havanaþríleikurinn
Pedro Juan Gutiérrez
Þýð.: Kristinn R. Ólafsson
Bók í anda soraraunsæis þar sem ekkert er dregið
undan – bönnuð bók í heimalandi höfundar. Sögusviðið
er Kúba fyrst eftir fall Sovétríkjanna þegar eina glætan
er kynlíf, romm og marijúana. Harðneskjuleg lýsing á
karlrembu og hörmungum, fellibyljum og flótta en yfir
og undir öllu er Castro-stjórnin.
420 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
E I
Spámennirnir í Botnleysufirði
Kim Leine
Þýð.: Jón Hallur Stefánsson
Sögusviðið eru nýlendubyggðir Grænlands á 18. öld,
Kaupmannahöfn, Noregur og háskalegt sjómannslíf.
Bókin hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og
frábærar viðtökur. Önnur endurprentun kilju kom út
sumarið 2018.
500 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
D I
Sunnan við mærin, vestur af sól
Haruki Murakami
Þýð.: Uggi Jónsson
Hajime elst upp sem einbirni og honum virðist sem allir
í kringum hann eigi bræður og systur. Nánasti vinur
hans er stúlka á hans reki, Shimamoto, líka einbirni. Þau
missa samband og árin líða. Hajime rekur stefnulaust
áfram uns hann finnur hamingju með eiginkonu og
tveimur börnum. Þá birtist Shimamoto. Þetta er endur-
útgáfa á þessari klassísku bók Murakamis.
272 bls.
Benedikt bókaútgáfa
E F
Syndaflóð
Kristina Ohlsson
Þýð.: Nanna B. Þórsdóttir
Maður finnst myrtur á heimili sínu í Stokkhólmi. Á
litlafingri hefur hann giftingarhring látinnar dóttur
sinnar. Einhvers staðar er örvæntingarfull kona inni-
lokuð með börnum sínum og eiginmanni sem færist
sífellt nær brjálseminni ... Sjötta bók Kristinu Ohlsson
um lögreglumennina Fredriku Bergman og Alex Recht
er æsispennandi saga um duldar misgjörðir og hefnd.
447 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
E F
Ráðuneyti æðstu hamingju
Arundhati Roy
Þýð.: Árni Óskarsson
Eftir tveggja áratuga bið kemur loks ný og mögnuð
skáldsaga frá höfundi metsölubókarinnar Guð hins
smáa. Hér er sagt frá fólki í felum, hundeltu fólki og
útskúfuðu, og söguþráðurinn vindur sig frá öngstrætum
Gömlu-Delhi til fjallanna og dalanna í hinu stríðshrjáða
Kasmír. Ágeng, gáskafull og átakanleg saga þar sem
mannlífið sjálft er undir smásjá.
480 bls.
Forlagið – Mál og menning
D
Saga tveggja borga
Charles Dickens
Þýð.: Þórdís Bachmann
„Þetta voru bestu tímar, þetta voru verstu tímar ...“
Í Sögu tveggja borga lýsir Dickens af einstöku innsæi
þeim vonum sem margir báru í brjósti við upphaf
frönsku byltingarinnar og þeim hryllingi sem hún
leiddi til.
Magnaðar mannlífslýsingar gera bókina að yndis-
lestri.
Eitt af meistaraverkum heimsbókmenntanna sem á
ekki síður erindi við lesendur nú á tímum.
592 bls.
Ugla
C
Sagan um Ísfólkið
Margit Sandemo
Þýð.: Snjólaug Bragadóttir
Sagan um Ísfólkið hefur selst í um 40 milljónum eintaka
um allan heim og hafa bækurnar lengi verið ófáan-
legar á Íslandi. Núna mun allur sagnabálkurinn verða
aðgengilegur aftur, að þessu sinni sem hljóðbækur og í
glæsilegum lestri úrvalsliðs ungra íslenskra leikkvenna.
Bækurnar segja söguna um ætt Ísfólksins. Það hvílir
bölvun á ættinni vegna þess að ættfaðirinn seldi Satani
sál sína. Í hverri kynslóð fæðist einn einstaklingur sem
skal vera í þjónustu Satans. Sagan um Ísfólkið hefst svo á
16. öld þegar maður fæðist í ættinni sem reynir að snúa
hinu illa til góðs. Hann er kallaður Þengill hinn góði.
Storytel
D
Sagnaseiður
Sally Magnusson
Þýð.: Urður Snædal
Árið 1627 fóru sjóræningjar ránshendi um strendur
Íslands og rændu yfir 400 Íslendingum. Meðal þeirra
voru annar presturinn í Heimaey, kona hans og börn.
Í þessari mögnuðu, sögulegu skáldsögu fyllir Sally
Magnusson í eyðurnar og dregur upp lifandi og litríka
sögu af örlögum prestfrúarinnar Ástu Þorsteinsdóttur,
sem seld var í ánauð í Alsír.
Sally Magnusson er þekkt sjónvarpskona hjá BBC í
Skotlandi, dóttir Magnúsar Magnússonar, sjónvarps-
mannsins kunna.
310 bls.
Tindur
E
Sakfelling
Forboðnar sögur frá Norður-Kóreu
Bandi
Þýð.: Ingunn Ásdísardóttir
Sjö sögur frá Norður-Kóreu sem lýsa lífi fólks í landi
einræðis og einangrunar í stjórnartíð Kim Jong-Il.
Höfundi sagnanna, sem gengur undir dulnefninu Bandi,
tókst að smygla þeim úr landi og hafa þær verið þýddar
á 20 tungumál. Einstaklega fallega skrifaðar sögur,
samdar af næmni fyrir mannlegri tilveru.
304 bls.
Angústúra
39
Skáldverk ÞÝDD