Bókatíðindi - 01.12.2018, Page 40

Bókatíðindi - 01.12.2018, Page 40
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 E F Uppgjör Lee Child Þýð.: Björn Garðarsson Besta leyniskytta í heimi reynir að myrða Frakklands- forseta og óttast er að næsta skotmark verði fundur þjóðarleiðtoga í London. Sá eini sem getur hugsan- lega stöðvað tilræðismanninn er Jack Reacher. En það stendur tæpt. Eitilhörð háspennusaga, óvæntir atburðir við hvert fótmál og endalokin óútreiknanleg. Ellefta bókin á íslensku um harðjaxlinn Reacher. 404 bls. Forlagið – JPV útgáfa E F Uppruni Dan Brown Þýð.: Ingunn Snædal Robert Langdon er mættur á Guggenheim-safnið í Bilbaó, þar sem Edmond Kirsch, heimsþekkt tölvuséní og frumkvöðull, hefur boðað vísindalega uppgötvun sem muni skekja trúarlegan grundvöll kristinna manna. „Hringiða stórra hugmynda og stanslaus spenna.“ New York Times 585 bls. Bjartur D F Vegurinn heim lengist með hverjum morgni Fredrik Backman Þýð.: Jón Daníelsson Nói og afi hans geta rætt um allar lífsins gátur en heimur afans er að breytast, hann verður sífellt óreiðu- kenndari og það verður honum æ erfiðara að kalla fram minningarnar. Það rennur upp fyrir þeim að brátt þurfi þeir að kveðjast. Einstök bók eftir höfund Maður sem heitir Ove. 70 bls. Veröld D Víti Dante Alighieri Þýð.: Einar Thoroddsen Ritstj.: Jón Thoroddsen Stórvirki í íslenskri bókmenntasögu Ljóðaþýðingar Einars Thoroddsen á Víti Dantes, í ritstjórn Jóns Thoroddsen. Bræðurnir Einar og Jón hafa í áratug unnið að fyrstu heildarþýðingunni í bundnu máli á hinu 700 ára gamla Víti Dantes, einu áhrifamesta bókmennaverki heims. Afraksturinn er einstakt stórvirki þar sem ítalski frum- textinn er birtur samhliða íslensku þýðingunni. Í bók- inni eru teikningar eftir Ragnar Kjartansson. 498 bls. Guðrún útgáfufélag E F Það sem að baki býr Merete Pryds Helle Þýð.: Magnea J. Matthíasdóttir Grípandi og dramatísk saga Marie, sem elst upp á dönsku eynni Langeland á kreppu- og stríðsárunum í fátækri fjölskyldu þar sem matur og hjartahlýja eru af skornum skammti. Hún fer svo til Kaupmannahafnar í leit að nýrri og bjartari framtíð – en Langeland fylgir henni. Sagan hlaut Bókmenntaverðlaun Politiken og Gylltu lárviðarlaufin 2016. 413 bls. Forlagið – Mál og menning E Sæluvíma Lily King Þýð.: Uggi Jónsson Margverðlaunuð skáldsaga eftir bandaríska rithöfund- inn Lily King sem byggir á raunverulegum atburðum í lífi mannfræðingsins Margaretar Mead þegar hún var við störf á Nýju-Gíneu árið 1933. Þrír mannfræðingar eiga í áhugaverðu samstarfi og ástríðufullu sambandi á vettvangi en ekki líður á löngu uns afbrýðisemi og græðgi stefnir öllu í voða. 360 bls. Angústúra E F Sænsk gúmmístígvél Henning Mankell Þýð.: Hilmar Hilmarsson Þegar hús Fredriks Wellin brennur missir hann allt – bernskuheimilið, minningarnar og ítölsku skóna sína. Svo kemur í ljós að brennuvargur hefur verið að verki og hann liggur sjálfur undir grun. Hann heillast af blaðakonu, dóttirin lendir í vanda og kallar á hjálp, og biðin eftir nýjum gúmmístígvélum verður löng. „Afburðavel uppbyggð og listilega sögð saga.“ Publishers Weekly 438 bls. Forlagið – Mál og menning E Týnda systirin B.A. Paris Þýð.: Ingunn Snædal Mersöluhöfundurinn B.A. Paris snýr aftur með krass- andi sálfræðitrylli. HVARFIÐ: Fyrir tólf árum hvarf kærasta Finn spor- laust. GRUNURINN: Hann sagði lögreglunni sannleikann um atburði kvöldsins. Þó ekki allan sannleikann. ÓTTINN: Finn hefur tekist að halda áfram með líf sitt. Fortíðin neitar þó að láta kyrrt liggja … Frá B.A. Paris, höfundi metsölubókanna Bak við luktar dyr og Örvænting. 320 bls. Drápa E F Uglan drepur bara á nóttunni Samuel Bjørk Þýð.: Ásta S. Guðbjartsdóttir Unglingsstúlka sem strokið hefur frá upptökuheimili finnst látin úti í skógi; nakin, umkringd fjöðrum og með hvíta lilju í munni. Samuel Björk er nú ein skærasta stjarnan í heimi vandaðra, sálfræðilegra spennusagna og hafa bækur hans hlotið mikið lof og orðið metsölubækur víða um heim. 554 bls. Bjartur E F Undraherbergið Julien Sandrel Þýð.: Ólöf Pétursdóttir Thelma er einstæð móðir, önnum kafin og upptekin af starfi sínu. Dag einn á hún, einu sinni sem oftar, í basli með að koma tólf ára syni sínum fram úr rúminu. En tíminn æðir áfram og verkefnin þola enga bið. Grun- laus um að þetta sé dagurinn sem allt breytist, að innan skamms verði lífi þeirra umturnað á einu andartaki, halda þau sínu venjubundna striki … En svo blasir mis- kunnarlaus veruleikinn við. Undraherbergið er fyrsta bók höfundar en sló umsvifalaust í gegn og hefur verið gefin út víða um lönd. 223 bls. Forlagið – JPV útgáfa 40 Skáldverk ÞÝDD

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.