Bókatíðindi - 01.12.2018, Page 41

Bókatíðindi - 01.12.2018, Page 41
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 E F Þrír dagar og eitt líf Pierre Lemaitre Þýð.: Friðrik Rafnsson Ungur drengur verður vini sínum að bana fyrir slysni en felur líkið og það finnst ekki. Meira en áratug síðar þarf hann að snúa aftur á heimaslóðir og um hann læsist hrollkaldur ótti við að upp um hann komist og ham- ingjuríkt líf hans breytist í martröð. Spennusagnahöf- undurinn Pierre Lemaitre hefur þrisvar hlotið glæpa- sagnaverðlaunin Alþjóðlega rýtinginn fyrir verk sín. 264 bls. Forlagið – JPV útgáfa D Þurrviðri Peter Robinsson Þýð.: Dagný Baldvinsdóttir Þurrkasumarið mikla stendur lögreglufulltrúinn Banks frammi fyrir skelfilegu verkefni. Thornfield lónið hafði gufað upp í brakandi þurrkinum. Þá komu í ljós rústir litla Yorkshireþorpsins, Hobb’s End, sem geymdi bein ungrar konu sem augljóslega hafði verið myrt. Nú þarf Banks að afhjúpa morðingja sem í hálfa öld hafði komist upp með grimmilegt morð. Ljót leyndarmál Hobb’s End koma fram í dagsljósið hvert af öðru þrátt fyrir að fyrrum íbúar hafi flutt burt eða jafnvel kvatt þennan heim. 425 bls. Óðinsauga útgáfa E F Þú og ég og allt hitt Catherine Isaac Þýð.: Halla Sverrisdóttir Fyrir tíu árum sleit Jessica sambandi við Adam og hefur alið son þeirra upp ein. En móðir hennar sann- færir hana um að drengurinn þurfi á föður að halda og mæðginin fara til Frakklands, þar sem Adam rekur hótel. Þar þarf Jessica að horfast í augu við fortíð og framtíð og meta lífið upp á nýtt. Saga um ást og fjöl- skyldubönd, harmleik, kvíða og von. 412 bls. Forlagið – JPV útgáfa E F Þyrluránið Jonas Bonnier Þýð.: Eyrún Edda Hjörleifsdóttir Stokkhólmur, 2009: Bíræfnir þjófar rændu þyrlu, lentu henni á þaki peningageymslu, brutust inn og komust undan með einn stærsta ránsfeng í sögu Svíþjóðar – og lögreglan horfði á en gat ekkert gert ... Jonas Bonnier tók ítarleg viðtöl við ræningjana og hefur unnið úr þeim hörkuspennandi og vel fléttaða sögu. 453 bls. Forlagið – JPV útgáfa G Þar sem áin streymir Norman Maclean Þýð.: Skúli Björn Gunnarsson Áhrifamikil og einstök saga eftir einn af meisturum smásögunnar. Vatnsföll mynda ramma um verkið og höfundur beitir tungutaki fluguveiðimanna við að lýsa lífinu. Ljóðræn og falleg frásögn sem hreyfir við les- endum, ekki síst þeim sem hafa fengist við fluguveiðar. 163 bls. Dimma G Þetta er Alla Jon Fosse Þýð.: Hjalti Rögnvaldsson Signý hugsar til baka og sér sjálfa sig á yngri árum. Hún var ástfangin af Alla, en hann fór á sjóinn og kom ekki til baka. Stutt en stór saga um ástina og sambúðina við sjóinn sem hefur valdið straumhvörfum í lífi fólks kyn- slóð eftir kynslóð. 87 bls. Dimma E Þetta var bróðir minn ... Théo og Vincent van Gogh Judith Perrignon Þýð.: Rut Ingólfsdóttir Théo lifði Vincent einungis sex mánuði. Lok sumars, haust, byrjun vetrar … Franski rithöfundurinn Judith Perrignon fékk að láni rödd og minningar yngri bróðurins Théo til að skrifa sögu sem bregður upp mögnuðum myndum úr örlaga- ríku lífi hins heimsfræga listmálara, Vincent van Gogh, og sambandi þeirra bræðra. Listilega vel skrifuð bók. 160 bls. Ugla E F Þitt annað líf hefst þegar þú uppgötvar að þú átt bara eitt Raphaëlle Giordano Þýð.: Ólöf Pétursdóttir Camille býr í París með manni og syni, fertugsafmælið nálgast og henni leiðist. Allt hjakkar í sama fari ár eftir ár. En þá birtist Claude, heillandi og uppátækjasamur, og býðst til að hjálpa henni að umbylta lífi sínu. Hvert skyldi það leiða hana? Gamansöm og óvenjuleg saga; sannkölluð sjálfshjálparbók sem vísar veginn til lífs- gleðinnar! 233 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell E F Þorsti Jo Nesbø Þýð.: Halla Kjartansdóttir Kona finnst látin í íbúð sinni í Osló eftir Tinderstefnu- mót. Líkið er blóðlaust og brátt fylgja fleiri morð í kjöl- farið. Lögreglan er ráðþrota og aðeins einn maður getur hjálpað, Harry Hole! Hann er sestur í helgan stein en tekur slaginn þegar ástvinum hans er ógnað. Þetta er ellefta sagan um kappann og margir telja hana þá bestu. 583 bls. Forlagið – JPV útgáfa 41 Skáldverk ÞÝDD

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.