Bókatíðindi - 01.12.2018, Qupperneq 43

Bókatíðindi - 01.12.2018, Qupperneq 43
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 E Homo economicus I Sigfús Bjartmarsson Homo economicus I eru ljóðmæli sem fjalla um gleði- leikinn íslenska fram að hruni og þessa manntegund sem aðhyllist frjálshyggju og markaðstrú. Einum kann að finnast ljóðin háð og spott, öðrum öfugmæli, þriðja skopstæling, fjórða oflof og þar með níð – en eitt er ljóst að aldrei áður hefur hinu íslenska „hagmenni“ verið gerð viðlíka skil í bundnu máli. 256 bls. mth útgáfa E Hrafnaklukkur Kristian Guttesen Hrafnaklukkur er ellefta ljóðabók Kristians Guttesen. Hún fjallar um mennsku, anda og sjálf. Áður hefur Kristian gefið út ljóðaúrval og skáldsögu- þýðingu, en fyrir hana var hann tilnefndur til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2007. Verk Kristians hafa m.a. verið þýdd á ensku og úkraínsku. 83 bls. Bókaútgáfan Deus G Hryggdýr Sigurbjörg Þrastardóttir Sigurbjörg Þrastardóttir hefur sent frá sér skáldsögur og ljóð, Hryggdýr er áttunda ljóðabók hennar og skiptist í fimm hluta. Hér yrkir Sigurbjörg meðal annars um eilífar tilraunir manneskjunnar til að standa upprétt, um náttúrukrafta og glæfralega nánd. Ljóð hennar einkennast af léttleika og hárf ínni myndvísi en undir niðri kraumar ævinlega dauðans alvara. Hún hlaut Bók- menntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir skáld- söguna Sólar sögu og tilnefningu til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs fyrir ljóðsöguna Blysfarir. 80 bls. Forlagið – JPV útgáfa G Fiðrildi í rökkrinu Magnús Skúlason Fiðrildi í rökkrinu hefur að geyma safn ljóða þar sem litið er yfir farinn veg og lífið í öllum sínum tilbrigðum. Reynsla og innsýn í mannlega tilveru vekja hugrenn- ingar sem birtast hér á myndrænan, hlýjan og fágaðan hátt. Höfundur hefur starfað við geðlækningar um áratugaskeið og hefur áður birt ljóð í blöðum og tíma- ritum. Þetta er fyrsta ljóðabók hans. 51 bls. Forlagið – JPV útgáfa D Flekaskil eða nokkrar hugleiðingar út frá jarðfræði og kenningum Alfreds Wegeners sem hvílir frosinn á miðjum aldri djúpt í Grænlandsjökli Lárus Jón Guðmundsson Hver er sprettan á andlegum akri miðaldra karlmanns sem skynjar eigin dauðleika handan við hornið? Á hvaða vegferð er hann? Hvernig líður honum? Verður jarðarförin fjölmenn? Ljóðabókin Flekaskil er fjórða bók höfundar. Flekaskil fæst á www.hugall.is, verð 3690 m.vsk. Frí heimsending. 72 bls. Hugall ehf. G Fræ sem frjóvga myrkrið Eva Rún Snorradóttir Fræ sem frjóvga myrkrið fjallar meðal annars um nær- fatakaup í sólarlandaferðum, vináttu kvenna, samfarir og saumaklúbba. Eva Rún er sjálfstætt starfandi sviðslistakona og ljóð- skáld. Hún hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur: Heimsendir fylgir þér alla ævi og Tappi á himninum. 80 bls. Benedikt bókaútgáfa D Haustaugu Hannes Pétursson Haustaugu eru ellefta ljóðabók Hannes Péturssonar, en tólf ár eru liðin frá því han gaf síðast út bók með frumsömdum ljóðum. Hér yrkir maður sem er síungur í ljóðmáli sínu og viðhorfi. Hann hvarflar haustaugum yfir umhverfi sitt og tíma, vekur okkur til vitundar um aðkallandi mál og minnist genginna vina á ljúfsáran hátt. Ný ljóðabók frá Hannesi er bókmenntaviðburður og hvalreki öllum þeim sem unna ljóðlist og íslenskri tungu. 68 bls. Bókaútgáfan Opna D Hjarta landsins Ómar Ragnarsson Myndir: Friðþjófur Helgason Ómar Ragnarsson reynir hér með nýju hugtaki, ljós- myndaljóðabók, að fanga þá stórkostlegu og fjölbreyttu stemningu sem tengsl þjóðarinnar við náttúru landins hafa skapað gegnum aldirnar. Þótt ljóðin standi fyllilega undir sér ein og óstudd og myndirnar séu listaverk hver um sig, skapast órofa heild þegar ljósmyndir og ljóð mætast í þessari einstöku bók. Friðþjófur Helgason, helsti samverkamaður Ómars um áratugaskeið, tók ljósmyndirnar í þessari bók af sinni alkunnu list. 192 bls. Tindur 43 Ljóð og leikrit
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.