Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 44

Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 44
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 D Melgras Birna Guðrún Friðriksdóttir Birna Guðrún Friðriksdóttir fæddist í Brekku í Svarfaðardal árið 1924. Hún ólst upp í Hverhóli í sömu sveit og var húsfreyja á Melum í 3 áratugi. Í ljóðum hennar kemur berlega í ljós hve íslensk náttúra, fuglarnir, grösin og blómin stóðu hjarta hennar nærri. Hún var söngvin og ljóðelsk og ljóð voru stór hluti þeirra bókmennta sem hún átti og naut. Hún lést í júlí 2011. 280 bls. Tindur G Mín klukka, klukkan þín Baldur Gunnarsson Ljóðabókin Mín klukka, klukkan þín er sjötta bók Baldurs Gunnarssonar sem hefur getið sér gott orð fyrir skáldsögur sínar. Í ljóðum hans falla möskvar tungu- málsins vítt yfir mannheim og ánetja þann sannleik sem fer oft huldu höfði; hið undraverða í hinu algenga, hið dýrmæta í hinu látlausa. 230 bls. Bergó útgáfan G Reykjavíkurmyndir Óskar Árni Óskarsson „Ef Óskar væri tónlistarmaður … væri hann þá ekki munnhörpuleikari í blúshljómsveit, sem ætti það til að breytast í dreymna djasssveit?“ skrifar Jón Kalman Stefánsson í formála. Ljóðasafn þetta hefur að geyma úrval ljóða Óskars Árna. Fjölbreytt og fögur ljóðin eiga það sameiginlegt að fjalla um Reykjavík, stundum á augljósan og stundum dulmagnaðan hátt. 206 bls. Benedikt bókaútgáfa G F C Rof Bubbi Morthens Lesari: Bubbi Morthens Í þriðju ljóðabók sinni yrkir Bubbi af hugrekki og yfir- vegun um atburð sem hafði ómæld áhrif á líf hans, reif niður sjálfsmyndina og sambönd við annað fólk. Rof er er í senn mögnuð lýsing á sálrænum afleiðingum mis- notkunar og leit að friði og sátt. Ljóðin eru þarft innlegg í umræðu samtímans en ekki síst áminning um hve brothætt við erum, öll sem eitt. 64 bls. / H 15 mín. Forlagið – Mál og menning D F Sálumessa Gerður Kristný Sálumessur flytja bæn þeirra sem lifa um að sál þess látna megi bjargast. Í þessum ljóðabálki er sungin messa yfir konu sem féll fyrir eigin hendi svo að þjáning hennar og líf fái ekki að gleymast. Gerður Kristný er eitt víðlesnasta samtímaskáld okkar og ljóðabálkar hennar hafa hlotið verðskuldaða athygli innan lands og utan fyrir meitlað ljóðmál og brýnt erindi. 88 bls. Forlagið – Mál og menning E Í bakkafullan lækinn Bjarni Bjarnason Ljóðskáldið Bjarni Bjarnason, fyrrverandi lektor og leiðsögumaður, yrkir hér um lífið, ástina, guðdóminn og töfrandi náttúru. Í bakkafullan lækinn er önnur ljóðabók höfundar. Bókin Brot í bundnu máli, sem út kom árið 2011, hlaut góða dóma og viðtökur ljóðelskra lesenda. 42 bls. Bókaútgáfan Sæmundur G F Í huganum ráðgeri morð Eyrún Ósk Jónsdóttir Ný ljóðabók frá Eyrúnu Ósk sem hlaut Bókmennta- verðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2016 fyrir síðustu bók sína, Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa. 80 bls. Bjartur G F Jökulhvörf Kári Tulinius Kári Tulinius sendir að þessu sinni frá sér ljóðabókina Jökulhvörf. Áður hafa komið út eftir hann skáldsög- urnar Píslarvottar án hæfileika (2010) og Móðurhugur (2017). Kári er einn af stofnendum Meðgönguljóða. Í Jökulhvörfum er ort um mátt náttúrunnar, mennskuna, ástina og lífið. 56 bls. Forlagið – JPV útgáfa D Kver um kerskni og heimsósóma Helgi Ingólfsson Hér er skopast að dægurþrasi líðandi stundar og stjórnmálamenn teknir á beinið, stundum nokkuð stór- karlalega, en inn á milli eru alvarlegri ljóð og stökur. Form ljóðanna er fjölbreytt – kvæði, drápur, limrur, ferskeytlur, slitrur, sléttubönd – en jafnan fylgt hefð- bundinni bragfræði, með ljóðstöfum og rími. 192 bls. Bókaútgáfan Sæmundur D Ljóð muna ferð Úrval úr ljóðum Sigurðar Pálssonar Sigurður Pálsson Sigurður Pálsson (1948–2017) var einstaklega hug- myndaríkt og listfengt skáld og ljóð hans búa yfir sér- stökum töframætti. Hann var einlægur fegurðarunn- andi en orti jafnframt af innsæi og næmi um þær flóknu og stundum sáru tilfinningar sem fylgja því að vera manneskja. Hér hefur Kristján Þórður Hrafnsson valið efni úr öllum sextán ljóðabókum Sigurðar. Hann ritar jafnframt formála og Ragnar Helgi Ólafsson eftirmála. 271 bls. Forlagið – JPV útgáfa 44 Ljóð og leikrit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.