Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 48

Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 48
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 D Fornar ferðaleiðir í Vestur-Skaftafellssýslu um aldamótin 1900 Vera Roth Hér segir af hetjudáðum og harmleikjum, ferðagörpum af báðum kynjum og á ýmsum aldri og viðureignum við beljandi jökulár og skjóllausa eyðisanda. Hér er einnig að finna margháttaðan fróðleik um lífshætti og sögu héraðsins. Bókina prýðir mikill fjöldi ljósmynda og korta. Hún er gefin út í tilefni af 20 ára afmæli Kirkjubæjarstofu. 270 bls. Bókaútgáfan Sæmundur D Fornar hafnir Útver í aldanna rás Karl Jeppesen Ljósmyndir og frásagnir af 160 verstöðvum á Íslandi. Ferðalagið hefst á Horni og síðan liggur leiðin allt í kringum landið. Áningarstaðirnir eiga það allir sam- eiginlegt að þaðan reru forfeður okkar til fiskjar. Höf- undur á að baki farsælan feril sem ljósmyndari og kvik- myndagerðarmaður. Bókin er glæsilegur gripur með yfir 550 litmyndum. 320 bls. Bókaútgáfan Sæmundur C Hrakningar á heiðarvegum Fleiri háskalegar ferðir um óblíð öræfi Íslands Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson Lesari: Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari Jólin 2016 kom út bókin Hrakningar á heiðarvegum þar sem safnað var saman frásögnum úr þessum sögulega bókaflokki og seldist hún upp á örskömmum tíma. Hér kemur ný hljóðbók með nýjum og grípandi frásögnum úr safninu. „Þjóðlegur fróðleikur eins og hann gerist æsilegastur.“ Egill Helgason, Kiljunni. H 7:50 klst. Hljóðbók.is Saga, ættfræði og héraðslýsingar G Brautryðjendur fyrir vestan Þættir úr sögu vegagerðar á Vestfjörðum Samant.: Hallgrímur Sveinsson Þessi bók er út gefin til heiðurs vestfirskum vegavinnu- mönnum: Verkstjórum, ráðskonum, vinnukonum, tipp- urum, hefilsstjórum, gröfumönnum, bílstjórum, jarð- ýtustjórum, snidduhleðslumönnum og öllum öðrum sem lögðu hönd á plóg. Þar á meðal hinum mörgu strákum sem byrjuðu sinn feril í vegavinnunni. Vegfar- endur koma nokkuð við sögu við ýmsar aðstæður. 112 bls. Vestfirska forlagið G Fiskur að handan Frásagnir og minningabrot Sigvaldi Gunnlaugsson frá Hofsárkoti Sigvaldi Gunnlaugsson var fæddur og uppalinn í Hofsárkoti í Svarfaðardal og var bóndi þar í 30 ár. Vann svo á búinu fram á áttræðisaldur. Í Laugaskóla, hjá Arnóri skólastjóra, kviknaði áhugi á að skrifa um fólkið í landinu og örlög þess. Þegar hans var ekki lengur þörf í fjósi, hóf hann að rita minningar frá æskuárum og við- burðum á langri ævi. 215 bls. Vestfirska forlagið 48

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.