Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 52

Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 52
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 D F Skúli fógeti – faðir Reykjavíkur Saga frá átjándu öld Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Skúli Magnússon varð fógeti fyrstur Íslendinga og flutti vísi iðnbyltingarinnar til Íslands. Hann var líka búðar- strákur, framagjarn embættismaður, kvennagull og svallari, sýslumaður Skagfirðinga og baráttumaður gegn einokun – og lífsþreytt gamalmenni sem endaði ævina í skjóli andstæðinga sinna. Allar þessar hliðar Skúla sýnir Þórunn á sinn einstaka hátt og lýsir samferðafólki hans og samtíð af innlifun. 256 bls. Forlagið – JPV útgáfa G Stalín – ævi og aldurtili Edvard Radzinskij Þýð.: Haukur Jóhannsson Ítarlegust og merkust af öllum þeim fjölda ævisagna sem komið hafa út um hinn goðumlíka harðstjóra. Bókin er afrakstur eigin reynslu höfundar og áratuga rannsókna. Hér koma fram ýmis áður óþekkt atriði, s.s. trúarlegar vísanir í harðstjórn Stalíns, undirbúningur þriðju heimsstyrjaldarinnar og að lokum frásagnir af dularfullum dauða Stalíns. 708 bls. Bókaútgáfan Sæmundur D Stefán sterki Þórir Stephensen Presturinn Stefán Stephensen var þjóðsagnapersóna í lifanda lífi, annálaður kraftamaður, stórhuga hugsjóna- maður og dugnaðarforkur sem skilaði merku ævistarfi. En hann var einnig breyskur drykkjumaður og á köflum fljótfær og mistækur. Hér segir frá pereatinu, símamálinu og margs- konar brambolti. Yfir öllu er svo stórfengleg ættarsaga Stefánunga. 350 bls. Þórir Stephensen D C Hljóðbók frá Storytel Ærumissir Davíð Logi Sigurðsson 1927. Jónas frá Hriflu er orðinn valdamesti stjórnmála- maður landsins. Hugsjónaríkur umbótamaður eða pólitískt óargadýr? Nú mun á það reyna. Sýslumaðurinn Einar M. Jónasson verður fórnarlamb Jónasar, eða er hann jafn vanhæfur og Jónas vill vera láta? Ærumissir er átakanleg saga einstaklinga sem urðu leiksoppar í mögnuðu valdatafli, skrifuð á næman og spennandi hátt. Bókin fæst einnig sem hljóðbók. Lesari Jakob Þór Einarsson. 229 bls. / H Sögur útgáfa D Nú brosir nóttin Theódór Gunnlaugsson Ævisaga refaskyttunnar Guðmundar Einarssonar sem var goðsögn í lifanda lífi. Hér er lýst samskiptum náttúrubarns 19. aldar við landið og lífríki þess. Ævi- sögunni, sem fyrst kom út 1960, fylgir hér margskonar ítarefni. Lífsviðhorf Guðmundar refaskyttu kallast á við umhverfisvitund nútímans og á fullt erindi við okkar tíma. 320 bls. Bókaútgáfan Sæmundur E Nytsamur sakleysingi Otto Larsen Þegar Stalín gaf upp öndina vorið 1953, hírðust þrjár milljónir manna í þrælabúðum hans. Einn þeirra var norskur fiskimaður, Otto Larsen, sem hafði tekið að sér njósnir fyrir ráðstjórnina. Mikla athygli vakti, þegar hann var haustið 1953 látinn laus eftir átta ára vist í Gúlaginu og sagði sögu sína. AB gaf bók hans út 1956 í þýð. Guðmundar G. Hagalíns. 160 bls. Almenna bókafélagið D C Hljóðbók frá Storytel PQ-17 skipalestin Sigling Alberts Sigurðssonar til heljar og heim Kolbrún Albertsdóttir Ein allra dramatískasta saga sjóhernaðar í seinni heimsstyrjöld. Skipalestin PQ-17 fór frá Hvalfirði til Rússlands með hergögn handa Stalín. Lestin sætti ógur- legum árásum Þjóðverja. Íslenskur háseti fylgdist með öllu saman. Skip hans var eitt fárra sem komust alla leið til Rússlands þar sem tók við nöturleg vist. Mögnuð frásögn um djörfung og ótta andspænis tröllslegum örlögum. Bókin fæst einnig sem hljóðbók. Lesari Tinna Hrafnsdóttir. 295 bls. / H Sögur útgáfa G Riddarar hringavitleysunnar Ágúst Kristján Steinarrsson Einstök frásögn af upplifun manns á fjórum ævi- skeiðum lífsins af erfiðum líkamlegum áföllum og óút- reiknanlegum andlegum veikindum. Sagan einkennist af leiftrandi frásagnargleði, berskjöldun, kærleika og dásamlegum húmor. Sannarlega bók sem á erindi til allra. 280 bls. Folda G Skrifað á vegg Einskonar ævisaga Þorsteinn Antonsson Mannsævin meðan hún endist frá sjónarmiði þolanda með tilvísun á hina sem hlutu að taka þátt í ævi hans og þá sem slógust í för á leiðinni. Höfundur leggur áherslu á sannleikann. Og á ekkert umfram hann. Líf kviknar á mörkum borgar og sveitar og reynir að skapa sér ævi. Hér er árangurinn. Handa börnunum. 262 bls. Sagnasmiðjan 52 Ævisögur og endurminningar

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.