Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 56

Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 56
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 G Á vora tungu Afmælisrit til heiðurs Kristjáni Árnasyni Ritstj.: Ari Páll Kristinsson og Haukur Þorgeirsson Bókin hefur að geyma úrval tímaritsgreina og bókar- kafla eftir Kristján Árnason, fv. prófessor í íslensku við Háskóla Íslands. Efninu er skipt í þrjá meginkafla: Málvistfræði og kenningar, Af málræktarfundum og Hljóðþróun og málsaga. Jafnframt ritar Kristján inn- gangskafla þar sem hann setur efnið í samhengi og segir frá meginhugmyndum greina og kafla bókarinnar. 424 bls. Háskólaútgáfan G Blessunarorð Samant.: Karl Sigurbjörnsson Guð blessi Ísland – eru einhver eftiminnilegustu orð síðasta áratugar, flestir Íslendingar þekkja samhengi þeirra. En hvað er blessun? Höfundurinn svarar því í þessari bók sem inniheldur safn blessunarorða úr ýmsum áttum. 96 bls. Skálholtsútgáfan G Bolvíska blótið Auður Hanna Ragnarsdóttir Sagan segir að á bóndadaginn eigi húsfreyja að gera sér- staklega vel við bónda sinn. Fyrir liðlega 70 árum tóku bolvískar eiginkonur upp þennan sið með því að halda þorrablót fyrir karla sína. Bók þessi er skemmtileg heimild um þær konur sem verið hafa í nefndum á vegum blótanna og hvað þær höfðu til skemmtunar fyrir eiginmenn sína og gesti. 82 bls. Vestfirska forlagið E Borðaðu froskinn! Tímastjórnun, kulnun og markmið Brian Tracy Þýð.: Berglind Baldursdóttir Þessi bók getur gjörbreytt lífi þínu en hún sýnir þér hvernig á að skipuleggja hvern dag svo þú getir miðað út veigamikil verkefni og lokið þeim á skilvirkan og árangursríkan hátt. Með því að fylgja leiðunum sem kenndar eru geturðu aukið afköst, upplifað minni streitu og meiri orku. 128 bls. Bergmál G Bókin um gleðina Varanleg hamingja í breytilegum heimi Dalai Lama og Desmond Tutu Þýð.: Magnea J. Matthíasdóttir Hvernig er hægt að finna gleði og frið þegar þjáningin í heiminum er svona mikil? Vinirnir Dalai Lama og Desmond Tutu, andlegir leiðtogar milljóna manna og friðarverðlaunahafar Nóbels, hittust til að leita svara við þessari áleitnu spurningu og miðla af reynslu sinni og boðskap. „Sjaldgæfur fjársjóður fyrir þá sem vilja lifa lífi sínu til fullnustu.“ New York Journal of Books 407 bls. Forlagið – JPV útgáfa G Almanak HÍÞ 2019 ásamt Árbók 2017 Jón Árni Friðjónsson Ritstj.: Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson Auk dagatals má hér finna upplýsingar s.s. um sjávar- föll og gang himintungla, elstu fyribæri á himni séð frá Íslandi, stjörnukort, yfirlit um hnetti himingeimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð, mannfjölda o.m.fl. Árbók fjallar um helstu viðburði ársins 2017. 180 bls. Háskólaútgáfan E AM 677 4°. Four Early Translations of Theological Texts. Ritstj.: Haukur Þorgeirsson Inng.: Andrea de Leeuw van Weenen Bókin er útgáfa á handriti með trúarlegu efni frá fyrri hluta 13. aldar og er hér um að ræða eitt elsta íslenska handritið sem varðveist hefur. Í inngangi er ítarleg greining á réttritun og málfræði textans sem varpar ljósi á íslenskt mál eins og það var ritað þegar margar helstu perlur íslenskra fornbókmennta voru settar saman. 384 bls. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum G Andvari 2018. 143. ár Ritstj.: Gunnar Stefánsson Aðalefni Andvara nú er Ármann Snævarr prófessor og fyrrverandi rektor HÍ. Páll Sigurðsson ritar aðal- greinina. Auk þess má hér finna eftirfarandi: Hjalti Þorleifsson: Lífhyggjumaður eða rómantíker, Jón Yngvi Jóhannsson: Sjálfbært fólk? Um hag- og vistkerfi Sumarhúsa, Jón Sigurðsson: Brún og upplit djarft til viljans sagði, Sveinn Einarsson: Soff ía Guðlaugsdóttir leikkona og Kjartan Már Ómarsson: Dysin, varðan og verðandinn. 120 bls. Háskólaútgáfan G Arkitektúr á Íslandi Entdecke Islands Architektur Discover Icelandic Architecture Birgit Abrecht Þýð.: Elísa Björg Þorsteinsdóttir, Anna Yates og Helga Soffía Einarsdóttir Hér eru kynntar 170 byggingar, frá torfbæjum og reisu- legum timburhúsum fyrri tíma til nýstárlegra bygginga nútímans. Allar eiga byggingarnar það sammerkt að skipta máli í sögu íslenskrar húsagerðarlistar, hver með sínum hætti. Bókin er á íslensku, ensku og þýsku. 366 bls. Forlagið – Mál og menning G Á mörkum mennskunnar Jón Jónsson Sögur af sérkennilegu fólki hafa lengi heillað, þ.á m. fjölbreyttar sagnir um fátækt förufólk sem flakkaði um landið. Fjallað er um frásagnirnar og stöðu flakkara í samfélaginu. Hópurinn var umtalaður, rækilega jaðar- settur og oft líkari þjóðtrúarverum en manneskjum. Hörmulegt atlæti Stuttu-Siggu í æsku, skringileg skemmtiatriði Halldórs Hómers, rifin klæði Jóhanns bera og Sölvi Helgason kemur allt við sögu. 254 bls. Háskólaútgáfan 56 Fræði og bækur almenns efnis

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.