Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 58

Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 58
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 E Geggjaðar GÁTUR og góðar Guðjón Ingi Eiríksson Hvað verður sá aldrei sem aldrei er forvitinn? Hvenær lykta allir menn eins? Af hverju rignir aldrei tvo daga í röð? Hver af forsetum Íslands, á undan Guðna Th., notaði stærstu skóna? Hvað gera allir á sama tíma? Hver á alltaf síðasta orðið? Hvar er hnífur þess manns sem á í stökustu vandræðum? Hvernig gabbarðu fiðlu? Þessar gátur og margar fleiri, léttar og erfiðar, en allar skemmtilegar í þessari bráðsmellnu bók sem fólk á öllum aldri mun elska að glíma við. 64 bls. Bókaútgáfan Hólar G Gleðilega fæðingu Vellíðan, valkostir og verkjastilling í fæðingu Aðalbjörn Þorsteinsson, Hildur Harðardóttir og Þorbjörg Marinósdóttir Rannsóknir sýna að allur fæðingarundirbúningur styrkir verðandi foreldra, dregur úr kvíða og eykur líkur á jákvæðri upplifun af fæðingunni. Hér er fjallað um aðdraganda fæðingar og valkosti þegar kemur að fæðingarstöðum. Í seinni hluta bókarinnar er fjallað ítarlega um mismunandi leiðir til að lina fæðingarverki, ekki síst mænurótardeyfingu. Höfundar, auk Þorbjargar Marinósdóttur, eru Hildur Harðardóttir fæðingarlæknir og Aðalbjörn Þorsteinsson svæfingalæknir. 136 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell D F Gleðin að neðan Píkan, legið og allt hitt Nina Brochmann og Ellen Stökken Dahl Þýð.: Saga Kjartansdóttir Myndir: Hanne Sigbjørnsen Allt sem þú þarft að vita um kynfærin og kynlíf, leyndardóma snípsins, villtan hormónadans tíðahrings- ins og hvernig getnaðarvarnir virka á líkamann. Gagn- reyndar upplýsingar um algenga kyn- og kvensjúkdóma og svör við viðkvæmum spurningum. Leikandi létt, aðgengileg og fordómalaus bók eftir læknanemana Ellen Støkken Dahl og Ninu Brochmann. 352 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell G Gleymna óskin Ólafur Stefánssson og Kári Gunnarssson Þessi saga á engan sinn líka. Í heillandi og mannbætandi frásögn býður Óli Stef. upp á óvenjulega bjarta sýn á veruleikann og lífið. Þetta er ævintýri fyrir alla. Kári Gunnarsson teiknari skapar undurfagran myndheim sem hæfir sögunni. 52 bls. Sögur útgáfa D I Gorgías Platón Þýð.: Eyjólfur Kjalar Emilsson Gorgías er ein glæsilegasta samræða Platóns og telst til hinna svokölluðu sókratísku samræðna. Gorgías fjallar að nafninu til um mælskulist, en þegar líður á verkið leiðir sú rökræða til þess að leita þarf svara við mikil- vægum spurningum um mannlegt líferni og stjórnarfar. 210 bls. Hið íslenska bókmenntafélag G Framtíðarmúsík Ritstj.: Kristín Valsdóttir Sl. 20 ár hefur orðið mikil gerjun og endurnýjun á sviði tónlistarmenntunar. Nýjar aðferðir og ný viðmið hafa rutt sér rúms í tónlistar- og tónmenntakennslu. Bókin inniheldur 12 greinar sem byggjast á nýjum rann- sóknum og þróunarverkefnum um efnið og er fyrsta bók sinnar tegundar sem gefin er út á íslensku og fengur fyrir alla sem áhuga hafa á tónlistarmenntun á Íslandi. 250 bls. Háskólaútgáfan G Frá miklahvelli til mannheima Ólafur Halldórsson Hér segir frá síaukinni fjölbreytni tilverunnar eftir miklahvell. Þróun alheimsins og lífsins á jörðinni er einnig gerð skil og því lýst hvers vegna við erum eins og raun ber vitni. 360 bls. Urður bókafélag D Frelsi mannsins Jiddu Krishnamurti Þýð.: Kristinn Árnason Í þessu klassíska verki skorar lífspekingurinn á okkur lesendur að leggja til hliðar allar fyrirfram mótaðar hugmyndir um ást, hamingju, ofbeldi, fegurð og dauða – og læra að horfast í augu við okkur sjálf eins og við erum. Krishnamurti er talinn einn merkasti hugsuður 20. aldar og hafði meðal annars mikil áhrif á þá Halldór Laxness og Þórberg Þórðarson. 172 bls. Bókaútgáfan Sæmundur D Frjálst og fullvalda ríki Ísland 1918–2018 Ritstj.: Guðmundur Jónsson Ritn.: Guðmundur Hálfdanarson, Ragnhildur Helgadóttir og Þorsteinn Magnússon Hvaða hugmyndir hafa Íslendingar gert sér um full- veldi? Er hægt að framselja hluta þess? Hvaða áhrif hefur það haft á íslenskt samfélag og samskipti þess við önnur ríki? Getur Ísland haldið fullveldi sínu í hnatt- væddum heimi? Í tilefni þess að nú eru 100 ár frá því að Ísland varð fullvalda ríki skoða 13 fræðimenn fullveldið frá ólíkum sjónarhornum. 416 bls. Sögufélag í samstarfi við Afmælisnefnd aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands E Fyrstu mánuðirnir – Ráðin hennar Önnu ljósu Anna Eðvaldsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir Hér eru ráð hinnar þaulreyndu ljósmóður Önnu Eðvaldsdóttur, sem betur er þekkt sem Anna ljósa, handa foreldrum ungbarna. Bókin er full af gagn- legum upplýsingum um þegar barnið kemur í heiminn, brjóstagjöf, grátur, meltingu, líðan móður, veikindi barna og allt annað sem mikilvægt er að vita um fyrstu mánuði í lífi barnsins. 188 bls. Bókafélagið 58 Fræði og bækur almenns efnis

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.