Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 59
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8
G
Hafið starfar í þögn minni
Þýðingar á ljóðum eftir Pablo Neruda
Ritstj.: Hólmfríður Garðarsdóttir
Tvímála útgáfa, á spænsku og íslensku, á ljóðum eftir
síleska ljóðskáldið Pablo Neruda. Þýðingarnar hafa áður
birst í ýmsum ljóðasöfnum, tímaritum og dagblöðum.
Í inngangi fjallar ritstjóri um ævi og störf Neruda og í
þýddri grein eftir Edwin Williamson er sagt frá ljóða-
gerð hans.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungu-
málum gefur út í samvinnu við Háskólaútgáfuna.
236 bls.
Háskólaútgáfan
A
Hagnýt stærðfræði fyrir matvælagreinar
Jóhann Ísak Pétursson
Í bókinni eru kynnt grunnatriði töflureiknis og hvernig
hann nýtist á sviði matvælagreina og til ákvarðana-
töku í rekstri. Fengist er við margvíslega útreikninga,
s.s. á virðisaukaskatti og launum, breytingu uppskrifta,
lagerhaldi og áhrifum rýrnunar á verðmyndun, sem og
tilboðsgerð.
207 bls.
IÐNÚ útgáfa
G
Heilabilun á mannamáli
Hanna Lára Steinsson
Heilabilun er gjarnan nefnd „fjölskyldusjúkdómur 21.
aldarinnar“. Ástæðan er sú að aldur er helsti áhættu-
þáttur heilabilunar og hlutfall aldraðra mun aukast
hratt á næstu árum og áratugum. Bók þessi er hugsuð
sem kennslubók fyrir heilbrigðisstéttir en ekki síður
fyrir aðstandendur og áhugafólk.
84 bls.
IÐNÚ útgáfa
D
Helguleikur
Saga Helgu Ingólfsdóttur og Sumartónleika í
Skálholtskirkju
Kolbeinn Bjarnason
Ritstj.: Mörður Árnason
Hér segir frá semballeikaranum Helgu Ingólfsdóttur,
Sumartónleikum í Skálholtskirkju og sögu barokktón-
listar á Íslandi. En einnig frá alþjóðlegum straumum
í tónlist frá Bach til Boulez. Lesandinn er leiddur inn
í heillandi sögu frumherja í tónlistarstarfi sem gerðu
jafnvel Bach að Biskupstungnamanni. Bókinni fylgja sex
hljómdiskar með leik Helgu.
458 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
D
Grasnytjar á Íslandi, þjóðtrú og saga
Guðrún Bjarnadóttir
Myndir: Jóhann Óli Hilmarsson
Fjallað er um grasnytjar á Íslandi í gegnum tíðina ásamt
þjóðtrú og hindurvitni sem tengist nytjunum. Bókin
hentar öllum aldurshópum og nýtist vel til að vekja upp
áhuga og virðingu á náttúrunni í kringum okkur. Ljós-
myndirnar eru eftir Jóhann Óla Hilmarsson og Bjarni
Guðmundsson myndskreytir. Bókin er einnig gefin út á
ensku. www.grasnytjar.is.
130 bls.
Hespuhúsið
G
Gripla XXIX
Ritstj.: Emily Lethbridge og Rósa Þorsteinsdóttir
Gripla er alþjóðlegt ritrýnt tímarit og er mikilvægur
vettvangur fyrir rannsóknir á sviðum íslenskra og
norrænna fræða. Í 29. hefti eru frumútgáfur á broti
úr jólapredikun og kvæði séra Magnúsar í Laufási og
fjallað um fjölbreytt efni: Ólafs sögu helga, Völuspá,
söngbækur, kristni rétt, Skáldskaparmál, Aðalstein Eng-
landskonung og vessakenninguna.
320 bls.
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
G
Grænlandsfarinn
Vigfús Geirdal
Vigfús Sigurðsson varð nafnkunnur sem fylgdarmaður
landkönnuða um Grænlandsjökul. Eitt sinn var farið
þvert yfir jökulinn með vetursetu og komust leiðang-
ursmenn naumlega lífs af. Önnur för var með Alfred
Wegener, höfundi landrekikenningarinnar. Sjálfur stóð
Vigfús fyrir leiðangri til að fanga vísi að íslenskum sauð-
nautastofni. Dóttursonur Vigfúsar bjó frásagnirnar til
útgáfu.
316 bls.
Háskólaútgáfan
G
Grænlandsför Gottu
Halldór Svavarsson
Ellefu vaskir Íslendingar héldu í mikla háskaför árið
1929 á mótorbátnum Gottu VE. Tilgangurinn var að
fanga sauðnaut á Grænlandi sem áttu að verða vísir að
nýrri búgrein. Skipshöfnin lenti oft í mikilli hættu og
hremmingum þar sem lítið mátti útaf bregða. Græn-
landsför Gottu er meistaraleg frásögn Halldórs Svavars-
sonar af þessu mikla ævintýri.
132 bls.
Halldór Svavarsson
59
Fræði og bækur almenns efnis
Allar nýjustu bækurnar
og líka þær elstu