Bókatíðindi - 01.12.2018, Page 61

Bókatíðindi - 01.12.2018, Page 61
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 D Íslensk-ensk viðskiptaorðabók Þórir Einarsson og Terry G. Lacy Í þessari veglegu og gagnlegu bók eru um 17.500 upp- flettiorð og 10.000 máldæmi. Orðaforðinn byggist á öllum helstu sviðum almennra viðskipta, svo sem fjármálum, hagfræði, lögum, stjórnun og tryggingum. Bókin kemur nú út í annað sinn, mikið aukin og endur- skoðuð, og er nauðsynleg öllum sem vinna með íslenskt og enskt viðskiptamál. 512 bls. Forlagið D Íslensk knattspyrna 2018 Víðir Sigurðsson Allt um íslenska knattspyrnu á því hárf ína ári 2018. Íslenski boltinn og HM í Rússlandi. Valsarar voru sterkir í deildinni og Stjarnan í bikarnum en Blikarnir tvöfaldir meistarar í kvennaboltanum. Ómissandi í safnið fyrir áhugamenn og konur um íslenska boltann. Hm ... knattspyrnuna ... boltann ... Þið ráðið. 272 bls. Tindur G Íslenska í grunnskólum og framhaldsskólum Ritstj.: Kristján Jóhann Jónsson og Ásgrímur Angantýsson Hér er fjallað um nýlega rannsókn á íslensku sem náms- grein og kennslutungu. Þar var framkvæmd kennslu könnuð og staða, spurt um stefnumörkun, námsefni, starfshætti og viðhorf nemenda, kennara og stjórnenda. Niðurstaðan er sú að svara þurfi spurningum um hæfni, beitingu og meðferð málsins, leikni eftir hvert skólastig og hvaða skilning og þekkingu á tungumálinu og bók- menntum nemendur hafi öðlast. 262 bls. Háskólaútgáfan E F Íslenska kraftaverkið Á bak við tjöldin Þorgrímur Þráinsson Í þessari áhugaverðu og skemmtilegu bók dregur Þorgrímur Þráinsson upp einstakar svipmyndir af lífinu á bak við tjöldin hjá íslenska landsliðinu í knattspyrnu, og sýnir „strákana okkar“ í sigrum og ósigrum, gleði og sorgum, hjátrú og hefðum. Fjöldi áður óbirtra ljósmynda prýðir bókina. 224 bls. Bjartur D Íslenskar bænir fram um 1600 Ritstj.: Margrét Eggertsdóttir Inng.: Svavar Sigmundsson Ritið hefur að geyma elstu bænir á íslensku, bæði stakar bænir og heilar bænabækur sem varðveittar eru í hand- ritum, sumar í Árnasafni en aðrar í erlendum hand- ritasöfnum. Bænatextunum fylgir ítarlegur inngangur, skýringar og skrár, bæði nafnaskrá og skrá yfir upphöf bæna. Einnig eru í bókinni myndir úr handskrifuðum bænabókum. 403 bls. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum G Hugur 29. hefti Ritstj.: Finnur Dellsén Tímarit um heimspeki. Meðal efnis má finna viðtal við Mariu Braghramian, þýðingu um vitnisburðarranglæti, greinar eftir Atla Harðarson, Svavar Hrafn Svavarsson, Stefán Snævarr, Jón Ásgeir Kalmansson og Sigurð Kristinsson auk ritdóma. 136 bls. Háskólaútgáfan G Hver er ég? Níu persónuleikalýsingar enneagramms Sigríður Hrönn Sigurðardóttir Bókin fjallar um Enneagramm, níu persónuleika- mynstur, sem byggja á gömlum merg. Lesandinn speglar sjálfan sig og aðra í mynstrinu til að auka skiln- ing á veikleikum og styrkleikum hvers og eins. Bókin er hjálp til að líta í eigin barm og vaxa og þroskast, bæði á eigin forsendum og í samskiptum við aðra. Bókin nýtist vel í markþjálfun, ráðgjöf og sálgæslu. 141 bls. Salt ehf. útgáfufélag D Hvítabirnir á Íslandi Rósa Rut Þórisdóttir Hér er komið yfirgripsmikið rit um þessar grimmu og ógnvekjandi skepnur, hvítabirni, sem oft hafa komið hingað til lands og þá aldrei sem aufúsugestir. Sagt er frá landgöngu þeirra allt frá landnámi til okkar daga og farið yfir munnmæla- og þjóðsögur sem þeim tengjast. Bókin er að stórum hluta byggð á heimildasafni Þóris heitins Haraldssonar, lengi menntaskólakennara á Akureyri. 272 bls. Bókaútgáfan Hólar G Í helgum steini Karl Sigurbjörnsson Það er list að tala inn í hraðfleygan nútímann og fá fólk til að nema staðar um stund og hlusta. Hér tekst höfundi það með eftirminnilegum hætti en bókin geymir úrval af ræðum hans frá því hann settist í helgan stein. Boðskapurinn er skýr og kröftugur. Sígildir textar kristinnar trúar eru skoðaðir með ferskum augum og í ljósi hringiðu samtímans. 415 bls. Skálholtsútgáfan D Íslendingasögur – Íslendingaþættir Heildarútgáfa Ritstj.: Aðalsteinn Eyþórsson, Bragi Halldórsson, Jón Torfason, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson Þessi glæsilega nýja heildarútgáfa Íslendingasagna og Íslendingaþátta er gefin út í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Auk sagnanna geyma þessi 5 glæsilegu bindi vandaða formála, vísnaskýringar, töflur, landa- kort, skýringargreinar, sagnalykil, nafnaskrá og orðskýr- ingar, sem greiða lesendum leið að sagnasjóði okkar. Útgáfan er jafnframt búin stórkostlegum litprentuðum myndverkum listakonunnar Karen Birgitte Lund. 2684 bls. Saga forlag 61 Fræði og bækur almenns efnis

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.