Bókatíðindi - 01.12.2018, Page 66
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8
E
Ráðstjórnarríkin
Goðsagnir og veruleiki
Arthur Koestler
Formáli: Dr. Hannes H. Gissurarson
Bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 1946 voru
aðallega háðar á Volgubökkum. Morgunblaðið gaf út
í sérprenti kafla úr bók um Ráðstjórnarríkin eftir ensk-
ungverska rithöfundinn Arthur Koestler, og eru þeir
endurprentaðir hér. Sósíalistar brugðust ókvæða við og
dreifðu áróðursriti gegn Koestler í hvert hús í höfuð-
staðnum. Lýðræðissinnar svöruðu fullum hálsi.
108 bls.
Almenna bókafélagið
G
Reykholt í ljósi fornleifanna
Guðrún Sveinbjarnardóttir
Bókin greinir frá niðurstöðum fornleifarannsókna sem
höfundur stjórnaði um árabil í Reykholti í Borgarfirði,
þar sem koma fram upplýsingar um búsetu á staðnum
og þróun hennar frá upphafi byggðar þar. Hér er um
frumrannsókn að ræða.
150 bls.
Háskólaútgáfan
D
Reykjavík um 1900 –
með augum Benedikts Gröndal
Benedikt Gröndal
Frábærlega skemmtilegur og fróðlegur texti Gröndals
um Reykjavík á umbrotatíma nýtur sín vel í þessari
stóru og fallegu bók sem prýdd er miklum fjölda sjald-
séðra ljósmynda.
Ísmeygileg kímnigáfa Gröndals skýtur víða upp
kollinum í frásögn hans, sem er ómetanleg heimild um
höfuðstaðinn þegar heimastjórn og síðan fullveldi blasa
loks við. Bók sem hlotið hefur frábærar viðtökur.
260 bls.
Sögur útgáfa
F
Ritið I–III, 2018
Ritstj.: Rannveig Sverrisdóttir
Rafrænni útgáfu Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar,
var hleypt af stokkunum árið 2018. Tímaritið er því
opið öllum án endurgjalds. Þemu ársins eru lög og bók-
menntir, undur og ógnir borgarsamfélagsins og loks
kynbundið ofbeldi. Þemagreinar eru bæði þýddar og
frumsamdar en einnig eru birtar greinar utan þema.
Einn eða fleiri þemaritstjórar stýra hverju hefti, auk
aðalritstjóra sem er Rannveig Sverrisdóttir.
800 bls.
Háskólaútgáfan
G
Rök lífsins
Guðmundur Eggertsson
Í þessari bók er sagt frá nokkrum brautryðjendum
líffræðinnar, sérstaklega á sviði erfðafræði, allt frá
Aristótelesi til Watsons og Cricks. Jafnframt er sögð
saga hugmynda og uppgötvana sem um miðja 20.
öld leiddu til byltingar í skilningi manna á eðli lífsins.
Dr. Guðmundur Eggertsson var um árabil prófessor í
líffræði við Háskóla Íslands og vann að rannsóknum á
sviði sameindaerfðafræði.
198 bls.
Benedikt bókaútgáfa
G
Orð og tunga 20 (2018)
Ritstj.: Ari Páll Kristinsson
Orð og tunga er ritrýnt tímarit sem Stofnun Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum gefur út árlega.
Tímaritið birtir greinar á fræðasviði stofnunarinnar
sem lúta að máli og málfræði. Í 20. hefti eru sjö
fræðigreinar, um íslenska orða- og nafnaforðann,
beygingar, orðmyndun og merkingu og um viðhorf
málnotenda, auk ritdóms um Íslenskt orðanet og
greinar um íðorðarit stofnunarinnar.
163 bls.
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
E
„Óttalegur Júlli ertu“
Eyfirsk kímni og gamanmál
Ritstj.: Jón Hjaltason
Fyndnasta bókin í ár? Já, líkast til. Skoðið bara andlitin
á forsíðu!
Þau segja sína sögu og ekki grínlausa.
Lesið og sannfærist um að Eyfirðingar eru manna
skemmtilegastir.
104 bls.
Völuspá útgáfa
G
Prýðileg reiðtygi
Ritstj.: Anna Lísa Rúnarsdóttir
Ritn.: Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir Sesseljudóttir og Lilja
Árnadóttir
Ritið Prýðileg reiðtygi veitir innsýn í safnkost Þjóð-
minjasafns Íslands sem tengist íslenska hestinum. Hér
er fjallað um söðla og handverkið sem prýðir þá. Rýnt er
í drifið látún þar sem birtast blómstrandi jurtir og fram-
andi dýralíf. Séríslensk glituð söðuláklæði bera einnig
vott um listfengi höfunda þessarar ríkulegu arfleifðar.
44 bls.
Þjóðminjasafn Íslands
D
Pyrrhos og Kineas
Simone de Beauvoir
Þýð.: Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir
Pyrrhos og Kineas (1944) er fyrsta siðfræðirit franska
rithöfundarins og heimspekingsins Simone de Beauvoir.
Í ritinu tekst hún á við spurningar um mennsku, tilvist
og siðfræði.
168 bls.
Hið íslenska bókmenntafélag
D F
Rassfar í steini
Í slóð Ólafs helga til Stiklastaða
Jón Björnsson
Fjölfarnasta pílagrímaleið Norðurlanda er hinsta ferð
Ólafs helga, Ólafsvegurinn. Jón Björnsson fór þessa leið
á reiðhjóli og í bókinni lýsir hann ferðalaginu og rekur
samhliða því einkennilega sögu Ólafs. Jafnframt eltir
Jón uppi ýmsar furður og leiðir lesandann í ólíklegustu
útúrdúra.
272 bls.
Veröld
66
Fræði og bækur almenns efnis