Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 68

Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 68
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 D Steindi í orlofi Hvernig á að fara til útlanda án þess að vera bitinn af ísbirni, rændur af leigubílstjóra og rotaður af lögregluþjóni Steindi jr. Hefur þig alltaf dreymt um að góna á Frelsisstyttuna og taka self í við píramídann í Gíza? Þá er þetta alls ekki bókin fyrir þig því Steindi fer með þig á miklu skrýtnari slóðir. Hann mætir á Barnastökkshátíðina á Spáni, verslar á lífshættulegum markaði í Taílandi og keppir í táglímu á Englandi, svo fátt eitt sé nefnt. Leiðarvísir Steinda um heiminn er stútfullur af skemmtun. 160 bls. Sögur útgáfa C Stofuhiti Bergur Ebbi Benediktsson Lesari: Bergur Ebbi Benediktsson Beitt og knýjandi krufning á samtímanum þar sem rýnt er í samfélagsmiðla, sítengingu, hryðjuverk, gagnaleka og margt fleira sem hefur gríðarleg áhrif á sjálfsmynd okkar. Getur verið að einstaklingurinn sé að þurrkast út? Bergur Ebbi skrifar af snerpu og eldmóði um veru- leika líðandi stundar – það sem á okkur brennur: Hver erum við og hvert ætlum við? H 4:56 klst. Forlagið – Mál og menning D Stóra spurningabókin Gauti Eiríksson Stóra spurningabókin er afrakstur rúmlega 10 ára vinnu Gauta Eiríkssonar. Hann hefur séð um spurningakeppni átthagafélaganna og keppnir fyrir börn og unglinga um árabil. Bókinni er skipt upp í 3 flokka eftir erfiðleika- stigum og hentar því fyrir alla aldurshópa. Veist þú svörin? 440 bls. Óðinsauga útgáfa D Stund klámsins Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar Kristín Svava Tómasdóttir Fyrsta fræðilega verkið um sögu kláms á Íslandi. Rýnt er í hugmyndir um klám sem andstæðu upplýsandi fræðslu og listrænnar tjáningar, um kynfrelsi og bæl- ingu, ritskoðun og tjáningarfrelsi, ónáttúru og afbrigði- legar hneigðir. Við sögu kemur ýmislegt sem ekki hefur verið rætt í samhengi Íslandssögunnar hingað til – enda stranglega bannað börnum. 342 bls. Sögufélag G Talandinn Er hann í lagi? Vísindi á mannamáli Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Í þessari bók, sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, má finna svör við því hvað getur farið úrskeiðis í rödd, framburði og framsetningu máls. Bókin varpar á ein- faldan, skýran og myndrænan hátt ljósi á þá flóknu líkamsstarfsemi sem myndar rödd og framburð. Í henni má finna sjálfskoðunarlista svo fólk geti metið ástand eigin raddar. Æfingar til að ná burtu þreytu og/eða stirðleika í tal- og raddfærum. Röntgenmyndir af stöðu talfæra og einfaldar líffræðimyndir. 135 bls. Bókaútgáfan Hólar A Síðasta skólatöskukynslóðin Handbók í snjalltækni fyrir kennara Zachary Walker, Kara Rosenblatt og Donald McMahon Þýð.: Elísabet Gunnarsdóttir Markmið þessarar handbókar er að auðvelda kennurum og nemendum að nýta snjalltækni í kennslu og námi. Áhersla er lögð á skynsamlega stefnumótun og verklag til að finna, innleiða og samþætta tæki, smáforrit og veflausnir í skólastofunni. 188 bls. IÐNÚ útgáfa G F Skiptidagar – nesti handa nýrri kynslóð Guðrún Nordal Persónulegt ferðalag höfundar um sögu Íslands og bók- menntir frá landnámi til okkar daga. Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, sýnir okkur söguna í heild með augum 21. aldarinnar og spyr hvaða lærdóma við getum dregið um okkur sjálf og hvernig við getum miðlað þeim á nýrri öld. „Bókin er markverð gjöf í til- efni af 100 ára afmæli fullveldisins.“ Björn Bjarnason / Mbl. 188 bls. Forlagið – Mál og menning G Skírnir – Tímarit HÍB Vor og haust 2018 Ritstj.: Páll Valsson Fjölbreytt og vandað efni m.a. um íslenskar bókmenntir, listir, náttúru, sögu og þjóðerni, heimspeki, vísindi, stjórnmál og önnur fræði í sögu og samtíð. Skírnir er eitt allra vandaðasta fræðatímarit Íslendinga. Nýir áskrifendur velkomnir; Sími 588-9060. 550 bls. Hið íslenska bókmenntafélag G Skólar og lýðræði Guðmundur H. Frímannsson Fjallað er um samband skóla og lýðræðis. Skólar gegna sérstöku hlutverki í lýðræðislegu skipulagi. Lýð- ræði byggist á því að axla ábyrgð og sinna skyldum. Almannavilji mótast með kosningum og samræðum við aðra borgara um stjórnmál. Mat á stefnum og skoð- unum fæst með þekkingaröflun og kunnáttu og skólar gegna þar lykilhlutverki. Almennt og opinbert skóla- kerfi er því nauðsynlegt. 298 bls. Háskólaútgáfan G Skrifað í skýin Þorsteinn Antonsson Hver eru hin sögulegu rök fyrir ófriði í Ísrael? Fyrir flóttamannavanda nýlenduvelda fyrri tíma? Er áhrifa- samband milli gyðingdóms og nútímaeðlisfræði? Hvers vegna finnast beinagrindur af hvölum í Saharaeyði- mörkinni? Hver eru tengsl menningar og erfðavísa, ef einhver. Afhverju eru menn grimmir hverjir öðrum jafnt sem náttúrunni? Bókin inniheldur ígrundun helstu samtíðarmálefna með tilvísun á upprunann. 140 bls. Sagnasmiðjan 68 Fræði og bækur almenns efnis

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.