Bókatíðindi - 01.12.2018, Page 69
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8
E
Til varnar vestrænni menningu
Ræður sjö rithöfunda 1950–1958.
Formáli: Dr. Hannes H. Gissurarson
Ræður eftir Tómas Guðmundsson, Andlegt frelsi
(1950), Gunnar Gunnarsson, Vestræn menning og
kommúnismi (1954), Kristmann Guðmundsson,
Áróðursbrögð kommúnista (1955), séra Sigurð Pálsson,
Kommúnisminn er valdaófreskja (1955), Guðmund
G. Hagalín, Ráðstjórnarvaldið á Íslandi (1955), séra
Sigurð Einarsson, Játningar í austurvegi (1956) og Davíð
Stefánsson, Kjarninn og hismið (1958).
108 bls.
Almenna bókafélagið
G
Tilbrigði í íslenskri setningagerð III
Ritstj.: Höskuldur Þráinsson, Ásgrímur Angantýsson
og Einar Freyr Sigurðsson
Hér er fjallað nánar um mörg þeirra tilbrigða sem sagt
var frá í fyrri bindum og gerð grein fyrir eðli þeirra.
Í bókinni eru alls 12 greinar, sýnishorn af spurninga-
listum, heildarritaskrá og bendiskrá fyrir öll þrjú
bindin.
360 bls.
Háskólaútgáfan
D
Tíminn minn 2019
Björg Þórhallsdóttir
Hlý og fallega myndskreytt dagbók eftir íslensku lista-
konuna Björgu Þórhallsdóttur, sem nú er einn vin-
sælasti listamaður Noregs. Þessi dagbók er sniðin fyrir
konur, full af jákvæðni og góðum ráðum. Kemur út
fimmta árið í röð á Íslandi.
160 bls.
Bókafélagið
E
The Moral Perspective
Vilhjálmur Árnason
Making moral decisions and settling ethical differences
are two major and intertwined challenges of personal
and professional life. In this book the author argues
that adopting the moral perspective implies arriving at
good decisions and dealing sensibly with disagreement
through moral reasoning. He rejects moral subjectivism
and shows how it is possible to provide and discuss rea-
sons for ethical decisions by reference to moral goods
and principles without lapsing into moral legalism.
100 bls.
Háskólaútgáfan
G
Til ástvina minna
2. útgáfa 2018 endurbætt og útfærð
Kaffistofan Sippóra
Í þessa bók getur þú skrifað um lífið og tilveruna, ævi
þína og óskir. Þér gefst tækifæri til að deila hugmyndum
þínum að þinni eigin útför, þegar að henni kemur. Það
sem þú skrifar getur reynst aðstandendum þínum kær
minning um þig. Í bókinni er einnig rakin sú atburðarás
sem fer af stað þegar andlát ber að höndum.
80 bls.
Skálholtsútgáfan
D
Til starfs og stórra sigra –
Saga Einingar-Iðju 1906–2004
Jón Hjaltason
Saga Einingar-Iðju hefst á 19. öld og greinir meðal ann-
ars frá einum mestu verkalýðsátökum Íslandssögunnar,
tukthúsvist formannsins 1951 og róttækum breytingum
á félaginu í lýðræðisátt. Megináhersla er lögð á lífs-
kjör fólks, lífshætti, viðhorf og félagslegar aðstæður,
og hvernig þessir þættir tengjast starfsemi og baráttu
Einingar-Iðju og verkalýðshreyfingarinnar.
Bókina prýðir fjöldi einstakra ljósmynda.
397 bls.
Eining-Iðja
69
Fræði og bækur almenns efnis