Íslenska leiðin - 01.11.2020, Page 9
9
verða fleiri sem er frábært en getur líka skapað flókna stöðu
þegar á að mynda ríkisstjórn. Þannig að við getum sagt að
þessi þróun endurspegli að einhverju leyti hvað lýðræðið er
virkt, sem er stórkostlegt, og skapi líka ný úrlausnarefni. Hún
hefur þau áhrif að fólk þarf að nálgast ríkisstjórnarmyndun
með öðrum hætti en áður og kannski er það bara gott þótt
það geti verið flókið.“
Heldurðu að þetta sé
þróunin framundan?
„Já, svo höfum við séð flokka
koma og fara. Jafnvel sjáum
við flokka verða til, ná miklu
fylgi og svo hverfa hreinle-
ga, eins og við höfum séð á
Íslandi. Tryggð fólks gagn-
vart flokkum er ekki sú
sama og hún var hér áður.
Þetta er þar af leiðandi
orðinn dálítið annar bransi.
Stundum finnst mér talað
um stjórnmálakerfið á Íslan-
di eins og árið sé 1980 en rau-
nin er sú að við getum einfald-
lega jarðað gamla hugtakið um
fjórflokkinn, það heyrir einfaldlega
fortíðinni til.“
Hvaða málefni finnst þér vera
mest aðkallandi nú og eru einhver
málefni sem eiga eftir að verða ennþá
meira áberandi en við erum vön?
„Stóra málið er loftslagsváin og sú staðreynd að hún á eftir
að breyta mjög miklu. Það er gríðarlegt verkefni að vinna að
okkar markmiðum um samdrátt í losun og við erum núna
að vinna að uppfærðri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum
sem hefur tekið sinn tíma. Hún er unnin með ólíkum geirum
samfélagsins og snýst um að allar atvinnugreinar setji sér
skýr markmið um losun í samstarfi við stjórnvöld þannig að
við getum náð grænum umskiptum á samfélaginu.“
„Síðan eru það tæknibreytingarnar sem eru nú þegar byr-
jaðar að breyta vinnumarkaðinum. Við þurfum að móta ok-
kur stefnu um gervigreind, hvernig ætlum við að nýta ger-
vigreindina og hvaða takmörk ætlum við að setja henni?
Ætlum við að hafa það algjörlega opið spil eða ætlum við
að sammælast bæði á Íslandi og alþjóðlega um einhver
gildi í þróun gervigreindar? Þetta er bara eitt af því sem er í
senn krefjandi og spennandi verkefni. Verðum við til dæmis
tilbúin að fara í uppskurð hjá tölvu bara eftir nokkur ár og
hvar liggur ábyrgðin ef eitthvað fer úrskeiðis – hversu varin
erum við?“
„Netöryggismál eru orðin stóra málið í öryggisumræðu á
alþjóðavettvangi, svo dæmi sé tekið. Hér er mikið talað um
5G. Hvernig ætlum við að eiga við það að koma upp einhverju
sem heitir 5G án þess að koma okkur upp nægjanlega öflu-
gum vörnum í netöryggi? Þetta verður að fara saman.“
„Að lokum mætti nefna þá staðreynd að við lifum lengur
sem er stórkostlegt en það þýðir að það verða færri hendur
sem halda uppi fleirum þegar kemur að samneyslunni og
álagið á heilbrigðiskerfið mun gjörbreytast.“
Núna er Ísland með
aðgerðaáætlun í
loftslagsmálum um
að draga verulega
úr losun, heldurðu
að Ísland
nái þessum
markmiðum
sínum?
„Losun á Íslandi er mikil og
við settum okkur strax mjög
metnaðarfull markmið um
að draga úr losun um 40% fy-
rir 2030 og verða kolefnishlutlaus
ekki seinna en 2040. Þetta eru stóru
markmiðin okkar. Við erum núna farin
að sjá að það sem við byrjuðum á að kynna
er farið að skila sér nú þegar, þannig ég held að
við getum náð mjög góðum árangri í þessu.“
„Aðgerðir okkar eru nú þegar farnar að skila ákveðnum
árangri enda ákváðum við að leggja af stað strax með fyr-
stu aðgerðaáætluninni og ráðast strax í aðgerðir en halda
áfram að vinna að uppfærðri áætlun. Maður verður bara að
byrja einhvers staðar. Við erum til dæmis farin að sjá brey-
tingu í bílainnflutningi. Þessi áætlun sem við kynntum 2018
er búin að skila því. Nú eru að hefjast mjög miklar fjárfestin-
gar í almenningssamgöngum sem munu breyta ferðaven-
jum. Við sjáum líka breyttar ferðavenjur í stóraukinni raf-
hjólanotkun og reiðhjólanotkun. Þannig að það eru jákvæð
teikn. Við sáum að það væri bæði einfaldast að byrja á
samgöngunum og ná þar árangri hratt. Það sem blasir við
eru síðan breytingar í sjávarútvegi, landnotkun, landbúnaði,
og ferðaþjónustu sem er auðvitað nátengd samgöngu-
num o.s.frv. Þannig að ég segi: Þetta er hægt, en það hangir
auðvitað á því að við höfum hér stjórnvöld sem hafa skýra
sýn og einbeittan vilja til að ná árangri.“
Hafa loftslagsmótmælin og aukin
vitundarvakning meðal almennings
haft bein áhrif á ákvarðanir
stjórnvalda hvað varðar loftslagsmál?
„Já, ég held það hafi haft mjög mikil áhrif á stjórnmálin sem
heild. Ég er náttúrulega búin að hafa áhuga á þessu mjög
lengi og þegar VG var stofnað 1999 þá ályktuðum við um